Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 355 Orkneyjar, Eftir Poul Hiclasen ritstjóra. Frh. í Orkneyjum eru tvö blöð, „The Orcadian“ o" „Orknev Herold.“ Konia þau út einu sinni í viku og eru málgögn hinna tveggja stjórn- málaflokka í evjunum, sambands- manna og frjálslyndra. Jolm Mooney liefir gert ýmsar rannsóknir víðvtkjandi Magnúss- kirkjunni og áður en jeg færi átt- um við tal um þetta efni. Honum sagðist svo frá: Á öndverðri 12. öld rjeðu jarlar tveir, Hákon og Magnús yfir Orkn- eyjum og Hjaltlandi. Þeir voru systkinabörn að frændsemi. Magn- íis var hvers manns hugljúfi vegna rjettsýni, e'n Hákon öfundaði hann af vinsældunum og vildi fá að ráða yfir öllum eyjunum. Meö svikum tældi hann Magnús til fundar við sig á Egilsey, og þar var Magnús elrepinn. Lík hans var íyrst grafið að Kristskirkjunni í Birsey, nn þar sem mörg tákn og stórmerki gerðust við gröfina, var hann tek- inn í helgra manna tölu, og seinna voru bein hans flutt til dómkirkj- unnar í Kirkjuvogi og var hún helguð honum. Eins og fyr var getið hefir oft farið fram viðgerð á kirkjunni og einhverju sinni fundust þá nokkur mannsbein í trjeskríni, sem múr- að var inn í vegg. En nú vildi svo til, að nokkrum árum áður höfðu fundist mannsbein, sem gengið var frá á sama hátt í dómkirkju- rústinni í Þórshöfn í Færeyjum. Sú kirkja átti líka að helgast Magnúsi jarli, og kom það upp að þetta mundu vera bein úr honum. Voru nú beinin úr háðum kirkj- nnum borin saman til þess að sjeð yrði hvort þau ætti saman, og þóttust menn vissir um það, og jafnframt þóttust menn vita, að beinin se'm fundust í Færeyjum hefði verið send þangað frá kirkj- unni í Kirkjuvogi. — Á rannsóknaferðum sínum fór dr. Jakobsen líka um Orkneyjar. J>eir John Mooney þekust vel og ferðuðust saman. Einhverju sinni gerðu þeir sjeT ferð til gamallar konu, sem átti heima 2—3 stunda gang frá Kirkjuvogi. Þessi gamla kona kunni meira í fornmálinu en nokkur annar, sem þeir hittu og safnaði Jakobsen lijá henni fjölda orða. Hún var alúðleg mjög og gaf þeim te, áður en þeir fóru. Var þá t'arið að skyggja en ve'gurinn var góður. Þegar þeir sáu ljósin í Klrkjuvogi, stingur Jakobsen við fótum og segir hvað eftir annað: „Teið, teið! Það var óttalegt að við skvldum farn að drekka þetta te. Það hefðum við aldrei átt að gera.“ Mooney spurði, hvort hon- um liefði orðið ilt af því. Nei, það var nú öðru nær, „en vegna þess að je'g fór að drekka það, gleymdi jeg að spyrja konuna um eitt orð og mundi ekki eftir þ\ú fyr en nú!“ — Frá Kirkjuvogi fór jeg til Straumness. Þar fara bílar á milli hvern virkan dag og eru um eina klukkustund á leiðinni. Vegurinn liggur sumstaðar meðfram Seapa Flow. Straumnes stendur á evði nokkru við Háeyjarsund og dre'g- ur nafn af liinum mikla straumi, sem þar er. Á Straumnesi er ákaf- lega fallegt og fyrir 50-^100 árum vcru þangað miklar siglingar og voru þar þá skipaviðgerðarstöðvar. Áður en slíkar stöðvar kæmi upp í Færeyjum, fóru færeyskar skút- ur oft til Straumness að sækja sjer þangað viðgerð, og voru Fær- eyingar þá vel þektir þar. Nú er lítið um skipakomur til Straum- ness, eúda þótt það sje rjett hjá Pettlandsfirði. Einstöku togarai- koma þangað til að leita sjer við- gerðar, en sjaldgæft er sjá þar stærri skip. Af fiskiskipum þeim, sem heima áttu hjer fyrir 40—50 árum, er nú ekkert eftir. Öll út- gerð er þar fallin úr sögu fyrir mörgum árum. Áður fyrri var Straumnes sein- asta höfnin. sem hvalyeiðaskip komu við á. þegar þau voru á leið til Grænlands eða Norðurhafsins. Var þá oft glatt á hjalla þar, er mörg liundruð skipverja voru i landi í senn. Voru þeir yfirleitt drykkfeldir og djarfir til kvenna. Og það bar við, þegar dansað var, að allir lentu í ægilegum bardaga. Fyrir nokkrum árum kom ame- ríkskur verkfræðingur til Stranm- ne'ss og ætlaði að hagnýta. þar uppgötvun, sem ha-nn hafði gert í Japan. Þóttist hann geta unnið togleður úr þara og sandi og Öðr- um ódýrum efnum. Úrgangurinn átti að vera framúrskarandi til vegagerða o. s. frv. Var nú reist þarna stór verksmiðja, vöru- geymsluhús o. s. frv., en bæjar- stjórn ljet gera hafskipabryggju mikla handa hinum stóru skipum, sem áttu að flytja þetta dásamlega efni vit um allan he'im. TJppgötv- unin revndist alls ekki eins og við var búist og þetta mikla fvrirtæki fór rakleitt á hausinn. En enn þann elag í dag stendur verksmiðj. an. viirugeymsluhúrin og hafskipa- brvegian til minnir.gar um þetta mishepnaða fyrirtr.'kr. Eins og fyr er getið er Pett- landsfjörðnr vandasöm siglinga- leið, og þess ve'gna er vönduð björgunarstöð á Straumnesi. Langt er nú síðan að björgunarbátur var fenginn þangað. Árið 1908 var annar stærri bátur fenginn, og í fvrra var smíðaður nýr björg- unarbátur, 51 fet á lengd og hefir liann tvo hreyfla (60 hestafla hvern) og geta þeir knúifi hann um níu mílur á vöku. Mjer var boðið að skoða björgunarstöðina, og svipar henni mjög til björgim- arstöðvarinnar í Esbjerg. Þessi nýi björgunarbátur kom til Slraumne's's 3. mars og var þá mik- ið um dýrðir þar. Hálfum mánuði scinna fór hann í fjrrstu björg- unarferð sína, því að þá fórst tog- arinn „Lord Devenport" (sem Jón heitinn Hansson var skipstjóri á) lijá John Head á Háey. Togarinn var á leið til Englands frá Islandi. Strandaði hann um kvöld svo nærri fjallinu, að neyðarljós hans sáust hvorki í Orkneyjuin nje á Katanesi. Þegar björgunarbátur- inn frá Straumnesi kom á vetf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.