Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 6
382 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ágóða af þessu, en upplýsingar hans höfðu líka í mörgum .tilfell- um orðið bæði Clemeneeau og Lloyd George að ómetanlegu gagni. Grískur þjóðemissinni. Alla sína æfi hafði hann aldrei gleymt því að hann var Grikki, og á rólegu árunum eftir str’ðið snefi hann til Grikklands til að nota auð sinn og vitsmuni í þágu föðurlands síns. En því fór ver, að ráð hans gáfust ekki eins vel þar, og í heimsstyrjöldinni. Flestum mun enn í minni stríð Grikkja við Tyrki á árunum eftir stríðið. Þeir unnu margra sigra fyrst í stað, en svo kom að því að hamingjan sneri við þeim bak- inu, og þeir biðu hvern ósigurinn á fætur öðrum. — Þessi herferð Grikkja var án efa verk Zaharofs, enda þótt Venizelos ætti hugmynd- ina í orði kveðnu. Það var Zaharof sem fekk vin sinn Lloyd George til að skipa sjer í lið með Grikkj- um, enda þótt það yrði aldrei opinbert. Þetta skref kostaði Lloyd George fylgi hans með bresku þjóðinni og varð til að gera að- stöðu Breta enn óvissari í Austur- löndum. Það teið líka að því, að þessi draumur Zaharofs brast, og snerist þá reiði Grikkja að honum, jafnframt því, sem þingmenn enska þingsins tóku að deila hart á stjórnina fyrir afskifti hennar af' málefnum Grikklands og sam- bandi hennar við Zaharof. Á bak við tjöldin. Það var Guinness, sem seinna varð ráðherra í stjórn Baldwins, sem fyrstur kvað upp úr með á- rásirnar á Zaharof í enska þinginu. Hann nefndi hann „manninn ábak við tjöldin“, og heimtaði af stjórn- inni að húu gæfi þinginu skýringu á sambandi sínu við þetinan æfin- týramann. Áhrif hans fóru nú þverrandi, en þrátt fyrir það tók hann enn öflugan þátt i ýmsum stórfyrirtækjum. 1925 tók hann þátt í að endurbæta gamla firmað Vickers Sons & Co., og fyrir iiokkru keypti hann spilabankann í Monte Carlo og endurbætti rekst- ur hans að miklum mun. Einmama æfíkvöld. Það vakti athygli um allan heim fvrir nokrum árum, er Zahar- og giftist spönsku hertogafrúnni af Villa franca de los Caballeros. Hann var þá 75 ára, en hún 65. Vafalaust hafa þau unnast hugást- um langan tima, og er ætlað, að þau hafi kynst fyrir 30 árum, er hann var í verslunarcrindum á Spáni. Það var ekki nema í átján mán- uði, sem hann lifði með konu sinni, sem hann hafði beðið í þrjátíu ár. Hún var farin að heilsu, þegar brúðkaupið fór fram og átján mánuðum síðar dó hún. Enda þótt liann liefði sjeð fram á dauða hCnnar, fjell honum missirinn þungt, og hann mun án efa átt sinn þátt í því að heilsa hans bilaði að fullu, syo að hann hefir ckki tekið á heilum sjer síðan. Þessi maður, sem öðrum fremur liefir haft stórfeldari áhrif á sögu seinustu ára dvelur nú einmana í Grikklandi, þar sem hann bíður dauðans. Hann hefir leikið bak við tjöldin alla sína æfi, aldrei haft neitt mpinberlega fyrir stafni. — Hann hefir ekki setið í stjórn hlutafjelaga sinna, enda þótt hann hafi stjórnað þeim í raun og veru. Hann hefir aldrei haft neina opinbera stöðu fyrir ensku stjórn- ina', en hann hafði meiri 'áhrif á utanríkismál Breta en nokkur ann- ar maður. Hættulegur fundur. Á sveitabæ nokkrum í Serbíu fann 14 ára gömul stúlka nýle'ga sprengju úti á víðavangi og fór með hana heim til sín. Móðir heún- ar varð hrædd og sagði að þetta væri háskagripur, og fleygði telp- an þá sprengjunni, en við það sprakk hún og drap bæði telpuna og móður hennar, en særði fimm aðra. Hobelsverðlaunin. Bókmentaverðlaunin. Þýska skáldið Thomas Mann hlaut bókmentaverðlaunin að þessu sinni. Thomas Mann er orðinn nokkuð fullorðinn maður og hefir frægð hans altaf aukist með hverri nýrri bók, sem út hefir komið eftir hann. Fyrsta stórverk hans var „Die Budden brooks“, sem er ættar- saga — saga þriggja ættliða hvers fram af öðrum. Blærinn, sem hvílir yfir bókinni er hlýleg fyndni, Ást- um, frægðardraumum og baráttu hins gamla og nýja tíma, er lýst með lifandi dráttum. Persónur sög- unnar verða lesandanum alveg ó- glevmanlegar. Thomas Mann. Önnur af stærstu ritum skálds- ins „Der Zauberberg“ gerist á berklahæli og gefur glögga hug- mvnd um ást og umhyggju höfund ar fyrir hinum veiku. Þetta rit hans og mörg fleiri eru allþung aýlestrar, en þau skilja líka eitthvað eftir hjá þeim, sem hafa e'ljir og getu til þess að lesa þau ofan í kjölinn. . Auk þessara rita liggja fjöL- mörg önnur smærri rit eftir Thom- as Mann. Nú er Mann að vinna að stórri sögu. Er efni hennar tekið úr biblíunni. Jósef Gamla Testament- isins er aðalpersóna sögunnar. — Bíða margir bókmentavinir með óþreyju eftir þeirri bók. Blaðamaður einn í Vín náði tali af skáldinu í Múnchen eftir að honum hafði verið tilkyntur sigurinn, og sagðist skáldinu frá gitthvað á þessa leið: „Að jeg hefi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.