Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1931, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1931, Page 4
LESBÓK MORGtJNBLAÐSINS 12 Köngulœrnar Eftir Arria Eriðriksson magistcr. Hvert mannsbarn á landinu þekkir köngulærnar frá öðrum smádýrum húsanna og merkurinn- ar. Margir hafa óbeit á þeim vegna þeirrar hjátrúar að af þeim stafi sjúkdómar, t. d. krabbamein, en fáa munu þær eiga vini eða aðdá- endur meðal íslenskra þegna. —- Og þó eru köngulærnar í mörgu aðdáunarverðar og margt er það í háttum þeirra, sem getur svalað fegurðarlöngun mannsins. í kjallarahornum og öðrum skúmaskotum, þar sem hreinlæti húsmóðurinnar nær ekki að raska gangi náttúrunnar, er oft mikið af „hjegóma“, þ. e. mjög fíngerð- um, þríhyrndum netjum eða vefj- um, sem eru gerð úr fjölda örfínna þráða, er liggja.þvert og endilangt um netið án reglubundinnar skip- unar. Nokkrir þessara þráða líkj- ast breiðum böndúm', og eru þeir frábrugðnir mjóu þráðunum í því, að þeir eru límkendir viðkomu. Smáflugur og önnur skordýr fest- ast því auðveldlega við þá. Vefur sá, sem við nú höfum lýst, er kongulóarvefur, meistari verksins er húsaköngulpin. sem hefir tekið sjer fastan bústað í húsuni manns- ins, og flutst með honum um allan Ítí xnC •• ' Vefur fjallaköngulóar. heim. Hún er mjög algeng hjer á landi, og hefir líklega borist hingað með landnámsmönnum. — Gætum við nú betur að, sjáum við að í einu homi vefsins er dálítill stútur eða hylki úr vef, og þar er köngulóin. Þetta eru salarkynni hennar, og veiðarfærin em reiðubúin til þess að taka á móti bráðinni við bæjardyrnar. Verði okkur reikað vit í rjóðrið eða hraunið fvrir utan túnið, ein- hvern sólfagran sumardag, og gef- um við náttúrunni og meistara- verkum hennar dálítinn gaum, v erður okkur oft litið á stóra vefi á milli trjágreinanna eða klettanafanna. Vefurinn er oft margir sentimetrar á breidd, og um hann ern þræðir. randþræðirn- ir. er mynda eins og marghvrnda umgjörð ytst, en frá umgjörðinni ganga svo aðrir þræðir, stoðþræð- irnir, til steinanna í kring, og festa vefinn. Frá umgjörðinni ganga margir þræðir, geislaþræðirnir, inn í miðju vefsins. Dálítið utan við miðúma bvriar þráður nokkur, sem nefnist skrúfuþráður, og lirrgur hann í hringskrúfulíuu á milli geislahráð- anna, hver hringurinn þjett við annan, alla leið út undir rand- þráð. Við og við sjáum við vef. sem flugur eða önnur skordýr eru föst við.Athugavert er það, að flugurn- ar em altaf fastar við sama þráð- inn. nefnúega skrúfuþráðinn. — Þær ánetjast ekki í vefinn eins og fiskar í neti, heldm- hanga fast við þræðina. Snerti fluga rand- þræðina, stoðþræðina eða geisla- þræðina getur hún strax iosað sig, en komi hún við skrúfuþráð- inn festist hún þegar. Þetta sýnir oss að það hlýtur að vera munur á skrúfuþræðinum og hinum þráð- unum í vefnum. Berum við nú fingur að skrúfuþi æðinum tollir hann við, og viljum við losa hann, tognar þráðurinn að mun áður en þetta tekst. Lítum við á vefinn í stækkunargleri, sjáum við marga örfína dropa á skrúfuþræðinum en ekki á hinum. Þessir dropar eru úr límkendu efni, og er því þráð- urinn límugur viðkomu, en auk þess er hann sveigjanlegur. Út frá miðju vefsins gengur sterkur þráður, dorgþráðurinn, er stendur í sambandi við skrúfu- þráðinn, og nær oft meira en mtr. út fyrir netið. Hjer situr köngu- lóin í einhverju skúmaskoti, og er endi þráðarins festur um einn af fótum hennar. Komi nú skordýr í netið og festist við skrúfuþráðinn, skekur það vefinn af öllum krÖft- um til þess að reyna að losna, og verður þá köngulónni eins og fiski- manninum, sem finnur fiskinn bíta á krókinn. Hún fyllist veiði- hug, en í stað þess að draga drátt- inn, verður hún að hlaupa inn í vefinn og ráðast þar að bráð- inni. Líkami köngulónna skiftist í tvent, frambol og afturbol, er greinast hvor frá öðrum með djúpri skoru, og eru tengdir sam- an með mjóum legg. Fremsti hluti frambolsins er höfuðið. Framan og ofan á því eru átta augu, og telja sumir að nokkur þeirra sjeu notuð í myrkri, en hin við dagsbirtu. — Höfuð af könguló sjeð að framan Neðan á höfðinu er munnurinn, o? beggja vegna við hann eru tvennir útlimir, bitkrókarnir fremst en kjálkarnir aftast. Bit- krókarnir eru tvíliðaðir. í efri .liðnum er eiturkirtill, en fremri liðurinn er krókmyndaður, holur mnan, og streymir eitrið úr kirtl- inum út um hann þegar dýrið „bítur“ með króknum. Kjálkamir eru langir, með litlum klóm á endunum. A frambolnum, fyrir aftan höf- uðið, eru fernir fætur, allir lið- skiftir og nokkuð langir. Á hverj- um fæti eru tvær kambmyndaðar klær, og oft einföld aukakló auk þeirra. Þegar köngulóin spinnur eða hleypur eftir vefnum, heldur hún þráðunum með kambmynduðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.