Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1931, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1931, Side 6
30 ÍíÉSBÓK MORQUNBLAÐSfNS ýmislega skreyttir og ýmsar áletr- anir á þeim. Oftast eru þær blátt áfram t. d.: „Sonur okkar fiski- maðurinn“, „bróðir okkar prest- urinn“, „gamli faðir okkar“. Stundum eru þó nöfn þeirra í kistlunum sem jarðaðir voru í þeim t. d.: „Jóhanna“, „Elísabet“, ,.Matthias“. Eru nöfn þessi rituð með grískum eða arameiskum bók- stöfum. Stöku menn sem grafnir eru í kistlum þessum eru kunnir Úr sögum, en annars er lítið á nöfnum þessum að græða. Eitt nafn hefir þó vakið mikla athygli. A einum kistlinum stend- ur með skýru letri „Jeschua bar Jehosoph“ eða „Jesús Jósefsson“. Hvað á svo að segja um þetta? Kistillinn er áreiðanlega frá dög- um Jesús. Nafnið Jesús var þá að vísu ekki fátítt en algengt var ]>að þó ekki. Þá bætist það við að Jóseph er föðurnafnið. Að vísu var Jrað algengt nafn á ]>eim dög- um en eigi að síður er það undar- leg tilviljun að bæði nöfnin skuli koma heim og saman við nafn Jesú Krists. Að sjálfsögðu getur ])að vel verið að hjer sjeu fundin bein Jesú Krists, en hinsvegar er tæpast unt að færa fullar sann- anir fyrir því nema einhver nýr og óvæntur fundur leiði þær í ljós. — Þetta skiftir minstu að áliti próf. Sukenik. Tilgangur forn- menjarannsóknanna er aðeins sá að fá sem fylsta þekkingu um þessa liðnu tíma og að hve miklu leyti frásögn biblíunnar sje sönn. Fornmenjarannsóknirnar hafa oft- ast komið mjög vel heim við bibl- íuna, svo alt bendir til þess að flestar frásagnir hennar sjeu á góðum grundvelli bygðar og fjarri því að vera skáldskapur einn og þjóðsögur. Þannig fórust próf. Sukenik orð. — Frá landamærum Rússlands. Svo segir „Daily Mail“, að um jólaleytið hafi heilir herskarar af rússnesku bændafólki komið að landamærum Rússlands og Pól- lands, og staðið þar tímunum saman til þess að hlusta á klukkna hljóminn frá pólsku kirkjunum. þiuu megin við landamærin, Undrabörn -- ofvitclr. Allir kannast við börnin, sem foreldrarnir verða í vandræðum með, vegna þess að þau eru ofvit- ar. að kallað er. Oft hefir það komið fyrir hjer á landi, að for- eldrar hafa gert sjer meiri rellu út af slíkum börnum, en ástæða hefir verið til. Því þó börnin pýndu einhverja alveg óvenjulega hæfileika á unga aldri, — og þá e. t. v. jafnframt að þau væru illa af Guði gerð á annan hátt — þá hef- ir þetta jafnast með aldrinum, og þau orðið eins og fólk er flest. En við og við kemur það fyrir, að börn sýna óvenjulegan bráð- þroska á einhverjum sviðum, hæfi- leika, sem setja þau jafnfætis frægustu fullþroska mönnum. Þessi undrabörn eru því oft, eins og hinir svonefndu ofvitar, að þau sýna vanþroska og veiklun á öðrum sviðum. Vegna þessa ósam- ræmis í þroska þeirra, verða þau oft vanheil og deyja á unga aldri — ,ellegar þá að hin óvenjulega gáfa ])eirra hverfur alt í einu og þau verða er fram í sækir eins og fólk er flest. Venjulegast er það á sviði hljóm listar eða stærðfræði, að undra- börnin sýna bráðþroska sinn. sjaldnar á sviði vísinda eða mynd- listar. Franski drengurinn Philipp Baratie var undantekning. Hann var sjerlegur málagarpur. Hann var prestssonur. Tveggja ára gam- all heimtaði hann að fá að lesa. Faðir hans liafði gaman af því að segja þessum námfúsa syni sínum til. Þriggja ára gat hann lesið og skrifað frönsku, og hafði fengið góða undirstöðu í latínu. Þá byrjaði nám hans fyrir al- vöru. Fimm ára talaði hann og ritaði þýsku, ensku og latínu. Níu ára gamall tók hann að nema grísku og hebresku, og 13 ára samdi hann fyrstu vísinda- ritgerð sína, er liann hlaut dokt- orsnafnbót fyrir. En 16 ára gamall dó hann úr ensku sýkinni. Vísindamenn kom- ust að raun um að málakunnátta hans bygðist eingöngu á alveg óvcnjulegu stálminni. — Hann mundi alt sem fyrir augu hans bar og eyru. 1 ° J ■ - ■- • v;:.) Samskonar stálminni.hafði Mar- ía Taueh. Hún lifði í byrjun 18,, aldar og var læknisdóttir. Faðir hennar kendi henni fyrst tungu- mál, latínu og grísku. Þegar hún var 9 ára skrifaði hún og talaði. bæði málin reiprennandi. En 11 ára byrjaði hún að læra ,,anatomi“. Lærðir menn dáðust hrátt að kunnáttu hennar. Og, ]>egar hún var 17 ára Kjelt hún vísindalega fyrirlestra um þung og torskilin efni. En hún dó úr tæringu 18 ára að aldri. Gauss varð nafntogaður fyrir stærðfræðihæfileika sína. Sex ára reiknaði hann dæmi á 5 mímitum, sein átti að taka hann klukku- stund. Kennari hans hjelt a'ð hann væri að gera að gamni sínu, og gaf honum áminningu. En brátt komst hann að raun um, að drengurinn var afburða reikn- ingsgáfu gæddur. Þrettán ára leysti liann vanda- samt reikningsdæmi, sem æfðir o^ lærðir stærðfræðingar áttu fult í fangi með. Gauss dó ungur. En stærðfræðingurinn Frank varð aldraður maður. Var svo bráð]iroska, að hann var ráðinn í fjölleikahús 6 ára gamall, til þess að reikna þar í allra áheyrn dæmi er fyrir hann voru lögð. Allir undr uðust gáfur hans. En svo veikt- ist hann og var lengi þungt h'ald- inn. Þá misti hann gáfu sína, og varð síðan ekki meiri reiknings- maður en það, að hann með naum- indum gat verið bókhaldari. — Pabbi gefur mjer æfinlega bók í afmælisgjöf. — Þjer hljótið þá að hafa eign- ast ágætt bókasafn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.