Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1931, Blaðsíða 7
tESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 3Í Útlcgðardórnur. Enskur maður er dæmdur griða- laus útlagi í sínu eigin landi. Fyrir skönimu var feldur ein- kennilegur dómui- í Englandi, og eru nú 36 ár síðan að slíkur dóm- ur hefir verið kveðinn þar upp. Svipar honum til dóma þeirra, er kveðnir voru upp hjer á landi á Alþingj hinu forna, er menn voru dæmdir „óalandi“. Þessi maður, sem dæmdur var, nýtur ekki framar neinnar laga- verndar í Bretlandi. Hann hefir ekki kosningarrjett, og hann má ekki eiga nje eignast neitt. Alt, sem hann átti, þegar dómur fjell, er ríkiseign. Maður þessi heitir George Gunn og var skipstjóri árið 1929 á skonnortunni „Sutlierlandskire Lass‘1 frá St.. Abbs Head. Skipið sökk, og skipstjóranum var gefið það að sök, að bann hefði ekki notað dælurnar. Honum var líka gefið það að sök, að hann hefði látið skipið sökkva samkvæmt beiðni eigandans, Andrew Ross, skipaeiganda. Það hafði enga þýðingu þótt málflytjandi Gunn skipstjóra reyndi að verja hann í líf og hlóð. Skipshöfnin bar vitni gegn honum, og hann var dæmdur útlagi og friðlaus maður. Mö'rgum kemur þessi dómur á óvart. Sjálfsagt hefir enginn hald- ið að* skóggangssök væri enn í lögum Gijer í Norðurálfu. Danska blaðið „Bérlingske Tidende“ hefir botið dóm þenna undir umsögn Jesþer Simonsens landsdómara, og hanh segir svo: — Sje þessi fregn rjett, þá hefir enski dómstóllinn dæmt eftir gömlu lagaákvæði, sem liann hefir ekki þóttst geta gengið fram hjá. Bretar hafa frá alda öðli verið siglingaþjóð, og því er eðlilegt, að ])eir hafi lagt harðari refsingu við vfirsjónum ,á hafinu, heldur en í landi. Blaðið spyr: Getur ekki skeð að dómarinn hafi notað gamlan laga- bókstaf. vegna þess. að núvprandi löggjöf geri ekki ráð fyrir því, sem hjer var framið? — Alls ekki, svarar dómarinn. Refsiákvæði eru sjaldnast of væg. lljer er ekki um annað að ræða, en að dóminn hefir orðið að kveða upp eftir gömlum lögum. Jeg trúi því þó varla að honum verði fram- fylgt. Með ráðum er liægt að samræma hann núverandi refsi- ákvæðum, og þá verður afleiðingin aðeins sú, að skipstjórinn verður dæmdur í venjulegt fangelsi. — Ensku hegningarlögin eru yfirleitt mjög á eftir tímanum. Til dæmis er það enn venja í Englandi, að sá, sem reynir að fremja sjálfs- morð, er settur í fangelsi fyrir það. Kókain í London. Seotland Yard leggur sig í líina til þess að grafast fyrir hvaðan alt það kókaín kemur, sem smygl- að er til London og selt þar á leyniknæpum og uin allar trissur. Hvernig sem lögreglan reynir að liafa hendur í hári smyglaranna, kemur alt fyrir ekki. Kókaín- neyslan eykst hröðum skrefum. Mörgum leyniknæpum hefir lög- reglan lokað, vegna þess að þar liafi kókaín verið selt. En jafnóð- um koma smyglararnir sjer fyrir í öðrum krám annaðhvort í borg- inni sjálfri eða í nálægu umhverfi hennar. Lögreglan álítur að alt það kókaín sem til London kemur sje í: eigu, eða undir umsjón eins manns. Að þessi maður hafi ein- hverja tyllistöðu til þess að hann geti betur leynt aðalatvinnu sinni, og hanu muni vera til heimilis einhversstaðar í ríkismannahverfi borgarinnar. Af öllum þeim aragrúa al srtiyglurum og seljendum þessa skaðlega eiturs, sje það aðeins einn einasti maður sem hafi sam- band við forsprakkann sem öllu ræður. Enginn hinna fá að vita um nafn hans eða heimilisfang. Kókaínsalan fer fram moð tvennu móti. Fyrst og fremst er þetta eitur selt á dansknæpum og næturkrám. Er þetta þá ýmist sett í kaffi, svo hægt sje að neýta Jiess í allra augsýn, ellegar höfð eru sjerstök leyniherbergi í sam- bandi við dans- og veitingastaðina, þar sem kókaíns er neytt eftir „kúnstarinnar reglum' ‘. En sennilega er markaðurinn fyrir kókaínbirgðirnar ekki nægi- lega mikill á þessum stöðum, og því er og haft annað sölufyrir- komulag. Konur eru látnar selja eitrið á götum verkamannahverf- anna. Þar ná þær tali af ungum verksmiðjustúJkum, bjóða þeim heim til sín, segja þeim að þær sjeu þreytulegar og þurfi uppörf- unar við — og bjóða þeim kókaín- ið, ekki nema lítið — og gefins, rjett til þess að koma kinum ó- spiltu stúlkum á eiturnautn þessa. Veslings stúlkurnar finna til þess hve eitrið örfar þær og dreif- ir áhyggjum þeirra. Og þær heim- sækja kókaín„vinkonur“ sínar aftur. Eftir ]>ví sem stúlkurnar verða áfjáðari í eitrið, eftir því verður það dýrara hjá smyglara- kvendum Jiessum. Þegar stúlkurnar hafa hneigst að kókaínnautninni neyta þær allra bragða til þess að ná í fje til að afla sjer eiturs- ins. Þær sökkva í spillingu stor- borgarinnar, lenda í klóm lögregl- unnar og alt kemst upp. En þegar á að hafa liendur í liári sölukvenn- anna, sem hafa afvegaleittt stúlk- urnar, ]>á eru þær allar á burt — fluttar, á nýja staði þar sem aðr- ar stúlkur lenda í klóm þeirra og falla fjrrir freistingum kókaín- nautnarinnar. Mjög er ]>að margbrotin og ein- kennileg aðferð sem aðal smygl- ari kókaínsins notar til þess að koma kókaíuinu út til „smásal- anna“ í öllum borgarhlutum. Oft ast nær er það svo. að litlir bögl- al- með eitrinu eru settir á glugga- j.rep utan á húsum hjer og þar i borginni, og fá smásalarnir síðan vísbendingu um hvar bögglana er að finna. Leikari einn, sem hafði meira sjálfstraust en tiæfileika, Ijek eit.t sinn Romeo og var píptur út. Hann sat lengi á eftir og braut heitann um hvað áhorfendur gretu iiaft •'< nióti Whtrbesp(1a"’.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.