Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 6
ðá LESBÓK MORGUNBLAÐSDtá Hin nýja höfuðborg Indlxnds, Nýja Delhi var vígð í febrúarmánuði með mikilli viðhöfn. Hjer á myndinni sjest- höll Indlandsjarls og er hann er taka á móti hátíðargestum í hallargarð- inum. mun á rökum bygt, þá er eigi sjónarlegt að því megi hætta, með- an hagur manna stendur eins og nú er, því ekki verður sjeð hvað margur maður, sem lifir mest- megnis á íslensku korni, ætti að leggja sjer til munns, yrði hann sviftur því. Vestan og norðanpóstar komu til Reykjavíkur 24. og 25. mars. Með þeim frjettist ekki annað en f'jarskaleg harðindi um alt, svo til fjárfellis horfði, kæmi ekki bráður bati. Stórskaðar höfðu orð- ið af ofviðrum, einkum á Vestur- landi. Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fauk nóttina milli 30. og 31. jan. og brotnaði í mola, fór nokkuð af henni á sjó út. Mars var í Reykjavík óvenju- kaldur; þó frostharka talsvert linari í sjónum en áður; þó lagði hann 25. fram á miðja skipalegu. Eftir miðjan mánuð varð frost- harkan framúrskarandi mikil. — Umhleypingar allan mánuðinn úti fyrir, en logn oft í Reykjavík. Fisklaust á Innnesjum, en nokk- ur afli í Garðsjó. Fjárhöld slæm suður með sjó; drápust mörg hundruð úv pest Fyrir 50 drum. 1 janíiarmánuði 1881, var af- taka frostharka hjer syðra, Hinn 9. janúar fór sjóinn að leggja og 18. janúar var hann lagður langt út í flóa. 20. jan. fór ísinn að iosna og var að mestu farinn 23., en 25. lagði sjóinn þegar aftur með helluís hjer á milli allra eyja og lands og hjelst það út mánuð- inn, svo seinasta dag mánaðarins sást eigi iit fyrir ísinn hjer í Flóanum. Þá var riðið af Reykja- nesi v,estra út 1 Svefneyjar, en gengið frá Fagradal í Dalasýslu að Brjánslæk á Barðaströnd. Hafís var fyrir suðausturlandi alt að Eyrarbakka. Hafði ísinn rekið að norðurlandi í vikunni fyrir jólin. 1 janúar mánuði er sagt að verið hafi „matarlaust í Stykkishólmi, en brennivínsnægtir.“ í Skagafjarðar og Húnavatns- sýslum voru svo mikil harðindi að taka varð öll stóðhross á gjöf og höfðu margir bændur ekki hús fyrir þau. Framan af febrúar hjeldust göjnu frostbörkur hjer syðra, síð-. an umhleypingar og stórviðri. — Flóinn varð auður 6—-7. febrúar en skipalegan hjer ekki fyr en 15. febrúar. Úr Álftaveri er skrifað 24. febr. að þar hafi verið óminnileg stór- viðri og frosthörkur, frostið 20 -—27 stig fram við sjó, en mikið meira upp til fjalla. Stormunum fylgdi sandrok, er gerði stórtjón á ýmsum jörðum. Hafís varð þar landfastur um mánaðamót janúar- febrúar og var hellan svo mikil að hvergi sá út yfir hana. Gengu bjarndýr (rauðkinnar) á land. — Sást eitt í Niipstaðaskógi, annað í svonefndum Brunasandi. austast á Síðunni og hið þriðja í Land- broti, milli Arnardranga og Gamla bæjar. Einnig var talað um bjarn- dýr fyrir austan sand. I Suður- sveit rak ísinn tvo hvali (sljett- baka) á land. Náðist annar, 40 álna, en af hinum nýttist lítið. Ur Skaftafellssýslu er skrifað: Rornuppskera (melur) varð hjer með besta móti á liðnu hausti, og er það mikil björg fyrir al- menning. Þó Ólafur búfræðingur, sem hjer fór um í sumar, telji melskurðinn skaðlegan, sexp víst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.