Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1931, Blaðsíða 7
TTasau. LÉSBÓK MORQtJNBLAfiSÖÍS W flu^kohan' Maryse Bastil heims- metið — .38 klst. ;1 Frakklandi, Englahdi og Bandaríkjum liafa konur nú stofn- að með sjer flugfjelög, og margar konur eru orðnar frægar fyrir flug sín, svo sem Amy Johnson, sem fiaug ein síns liðs frá Englandi til Astralíu, og er nú á leið frá Eng- landi til Peking í Kína, og þýska fftlgkonan Elli Beinhorn, sem flfiug frá Býskalandi til Afríku- } Tömnynd Chaplins. Þegar hann gleypti flautuna. Nýlega var frumsýning í New York í fyrstu tónmynd kvik- myndasnillingsins Chaplin, „City Lights“ (ljós borgarinnar). Við það tækifæri var aðsókn svo mikil að senda varð 100 lögregluþjóna til kvikmyndahússins, til þess að halda uppi reglu. í mynd þessari leggur Chaplin sem fyr aðaláhersluna á að bregða ljósi yfir hinar viðkvæmu hliðar lífsins. llann bjargar t. d. lífi miljónamærings, sem elskar liann, þegar hann er fullur, en strax og runnið er af honum rekur hapn Chaplin á dyr. Hann verður ást- fanginn í blindri stúlku, og hún olskar hann, en strax og hún fær sjónina, fyrir hans hjálp og til- stuðlan, getur hún ekki varist að h'.æja að honum. Óhamingja lians gerir hann sniám saman að hreinustu fugla- hræðu, og á síðustu myndinni stendur hann einn og yfirgefinn, buxurnar rifnar, hatturinn rifinn og sjálfur er hann magnlaus og uppgefinn. Auðvitað vantar ekki hláturs- efnið í mynd þessa, frekar en aðrar myndir Chaplins. Má t. d. nefna að einhverju sinni, er hann að hlusta á hljómleika, og vill honum þá það óhapp til, að hann gleypir flautu. í hvert skifti sem haun dregur andann, heyrist gjalla í flautUnni. Aheyrendurnir vérða óþolinmóðir og vei'ður hanu því að lokum að fara út. Úti þýrþakt hundar og álle konar tartaralýður utan um liann vegna liljóðsins í flautunni. Myndin hefir hlotið ágæta dóma í New York, og er liún talin standa fremst allra mynda Chaplins. Oeorg Bretakonungur beðinn að segja af sjer. Georg Bretakonungur f('kk ný- lega brjef, þar sem skorað er á haun að leggja niður völdin og hverfa af landi burt. Brjefið er stýlað til: Hr. George Frederik Ernst Albert Windsor, Buekingham Palace, London. Það er 10 vjelritaðar folioblaðsíður og ílytur þau hátíðlegu boð að nú- verandi konungur hafi engan rjett til að fara með völd. Brjefritar- inn, sem er 31 árs að aldri, heitir Anthon Hall; ber hann blákalt fram, að hann einn sje rjettbor- inn til ríkis í Englandi, þar sem hann sje afkomandi gömlu Tu- dorsættarinnar. í brjefinu stendur m. a.: „Jeg skora hjer með í nafni laganna á lir. Windsor að afsala sjer kon- ungdómi ásamt öllum þeim rjett- indum sem honum fylgir, og enn fremur öllum höllum og jarðeign- um. þar sem gert var út, um kon- ungdóm í Englandi með orustu milli Henriks Tudors og Richards I ÍI“. Því næst vitnar llall til kon- ungserfðalaganna og sannar enn fremur að hann sje óskilgetinn sonur af Tudorættinni gömlu. — „Þar sem Edvard I. átti enga skil- getna afkomendur, erum við óskil- getnir synir Tudoranna eðlilegir foringjar þjóðarinnar“. „Jeg geri tilkall til konung- dóras“, heldur hann áfram, en jeg víl ekki að blóði verði útbelt í borgarastyrjöld. George Windsor, yður tengja engin bönd Afið kon- ungsfjölskylduna. Þjer eruð að- skotadýr, þjer verðið að fara af landi burt. Paradís á jörðu. í þessu fyrirferðamikla ávarpi, gerir þetta nýja konungsefni grein fyrir stjórnaráformum sínum. „A dogum Tudbránná vis'su menn eigi hvað tekju- og eignaskattur var, cnda munu hvorir tveggja verða feldir úr lögum. Nýrri skipun verður komið á lögregluliðið, rík- isskuldirnar afskrifaðar. London verður stækkuð og færð út svo að 100 iniljónir íbúa geti búið í henni. Skipað'ur verður skeintauaráð- herra, lokunartími veitingahús- anna numinn úr gildi, ölið verður jafnáfengt og fyrir stríð og loks á að endurbæta dagskrá útvarps- ins. Joffre gleymdist- Joffre marskálkur, sigurvegar- inn frá Marne, bjó í Louveuennes skamt frá París. Nágranni hans einn var Monsieur de Alvear, fyr- verandi forseti í Argentínu. Var góður kunningsskapur með gömlu mönnunum, enda heimsóttu þeir oft hvor uunan. Það eru nokkur ár síðan að hjónin de Alvear buðu einu sinni Joffre hjónunum til miðdegisverð- ar næstkomandi sunnudag. Þegar h'ið á vikuna frjetti forsetinn að einmitt þenna sunnudag ætti að minnast Marne orustunnar opin- berlega með hátíðarhöldum á Sor- bonneháskólanum. Gekk hann þess vegna að því sem vísu að mar- skálkurinn gæti ekki komið til miðdegisveislunnar, en samt komu þau á tilsettum tíina. — Jeg var orðinn hræddur um, sagði forsetinn, að þið gætum ekkj komið í dag. —Hvers vegna voruð þjer það, spurði gestur hans. — Vegna hátíðarhaldanna *— þau hefjast eftir tæpa klukku- stund á Sorbonne. — Nú já, svaraði marskálkurinn og ypti öxlum, það pinasta sem jeg veit er að það er minningarhátíð, en það lítur út fyrir, að jeg sje sá einasti sem ekki hafi tekið þátt í orustunni við Marne. Það liafðí blátt áfrain gleymst að bjóða Joffre, en það hafði eng- in áhrif á gamla manninn, sem var hinn kátasti við borðhaldið. ------—-—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.