Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1931, Blaðsíða 8
n tESBÓK MORGUNRLAÐSINS 'tJf.'Um Konu>r í hernaði. í Rússlandi leggur stjórnin nú mikið kapp á að æfa hina uppvaxandi kynslóð í vopnaburði. Hafa bolsar fyrir- skipað að kvenfólkið sje einnig æft til hernaðar. Hjer er mynd at' ungu fólki sem tekur þátt í heræfingum. Gandhi og raitadnn. Óhlýðnisbarátta Gandhi við ensku stjórnina ávann sjer fylgis- menn ekki síst meðal lægri stjett- anna, sem lögðu skerf sinn til bar- áttunnar á ýmsan liátt’ A stefnuskrá Gandhi var það einn af aðalliðunum að útrýma sem örast öllum enskum vefn- aði. — í stað lians notuðu menn „kandhi“, indverskan handuríninn vefnað. Þvottastofnanir lögðu sinn skerf til, að þessum stefnuskrárlið yrði framfylgt. Ákváðu ]>ær að taka ekki enskan vefnað til þvotta framar, saumakonurnar og klæð- skerar komu sjer saman um að vinna ekki framar úr enskum vör- um og flutningameunirnir sóru og sárt við lögðu að þeir skyldu aldrei afferma enska tauvöru úr skipunum, nje lilaða þeim á járn- brautarvagnana. Sagan segir að rakari einn, sem var ákafur fylgismaður Gandhi hafi viljað í sama máta leggja liðstyrk í baráttunni. Einn góðan veðurdag var hann»að raka einn af viðskiftavinum sínum og tók þá eftir því að maðurinn var raunar í kandhitreyju eins og vera bar, en frakkinn hans var ber- sýnilega frá Manchester. Þegar hann var búinn að raka manninn til liálfs, liætti hann og neitaði að lialda áfram. Vesalings viðskifta- vinurinn varð að láta sjer nægja þá einu skýringu, að rakarinn rakaðí aðeins ])á, sem klæddir væri í kandhi og þar sem maður- inn væri ekki að fullu klæddur í kandhi, gæti stefnufastur rakari að eins rakað liann til hálfs. Smælki. Skotar eru annálaðir fyrir það, hvað þeir eru aðsjálir. Mr. Mc. Angus fór frá Skot- landi til London og ætlaði að dvelja þar nokkra daga. Þriðju nóttina, sem hann er bar, er barið harkalega að dyrum hjá lionum og gestgjafi hrópar fyrir utan: — Á fætur! Á fætur fljótt! Hús- jð er að brenna! — Heyrið ]),jer, Mr. Pitt, kallar Mc. Angus liátt. Fyrst þarf jeg að tala dálítið við yður, svo að eng- inn misskilningur sje okkar í milli. Ætlið ])jer að draga húsaleiguna fyrir þessa nótt frá á reikningnum, ef jeg yfirgef herbergið núna? — Það er vísindalega sannað, að miklu fleiri konur en karlmenn ná hundrað ára aldri. —- Undarlegt ])vkir mjer það, þeim mun fremur sem konur verða að lifa miklu lengur en karlmenn til þess að verða liundrað ára. Læknir: Þjer verðið að hafa miklu meiri hreyfingu .. > . —• En góði læknir .. .. -— Lofið mjer að tala út. Að lokinni vinnu á hverjum degi, verð ið þ.jer að ganga langan spöl. — Hvaða vinnu hafið þjer? — Jeg er brjefapóstur. Læknir: Sjóndepra yðar stafar af of mikilli áfengisnautn. — Ómögulegt! Þvert á móti. — Þegar jeg er drukkinn, þá sje jeg tvöfalt. Húsfreyja hefir keypt pylsur Og segir nýju vj^nu^onunwfð hún eigi að sjóða þaíi' tfm kVofmð, — Hvernig á jeg að sjóða þetta ’ spyr hún. — Alveg eins og fiskinn í gær. Um kvöldið, þegar á að fara að bera á borð, segir vinnukonau: Jeg vona að pylsurnar bragðist yður vel, en það er ekki mikill matur í þeim þegar búið er að slægja ]>ær. Ur útvarpserindi: Það hefir mikla þýðingu og góð áhrif fyrir andlitsvöðvana, ef menn geyspa oft og innilega .. .. — Nú, þá er víst best að hlusta oftar á útvarpið, sagði sá, er hlustaði. Hann: Ekki nema það þó! Læra að dansa! Nei, maður getur gert sig hlægilegan á margan annau hát.t. Hún: Alveg rjett — og það hef- ir þú gert. Kona bankastjórans: Er maður- inn minn farinn? Hvert fór hann? — Það veit jeg ekki. — En ef þú spyr einkaskrifar- ann hans þá veit hún það sjálf- sagt. — Jú, auðvitað, því að hún fóí* (með horíum. L .....111 !" . ...... Xfatoldal-prentsmieja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.