Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Side 1
Framsagnarlist. Eftir Harald Björnsson, leikara. Fynri aldir. Það lætur mjög að líkindum, og mun jafnvel tæpast orka tví- mælis, að á söguöld íslendinga — þegar sögur og annar skáld- skapur lifði aðeins á vörum þjóð- arinnar — hafi tal- og framsagn- arlist verið elskuð af alþjóð á ís- landi. Kvæða- og sagnaþulir hafa án efa verið kærkomnir gestir hvarvetna, og í þeirra munni og með þeirra framsögn má ætla að framsagnarmáti þessarar aldar hafi náð ákveðnu formi, sem fylgt hefir föstum reglum. Eins og kunnugt er af sögunum, var það ekki óalgengt, að íslensk skáld flyttu kvæði sín fyrir út- lenda þjóðhöfðingja erlendis, — sem oft og einatt urðu svo hug- fangnir af ljóðum þeirra ,að þeir mæltust til vináttu við skáldin, sæmdu þau dýrum gjöfum, eða á annan hátt hófu þau til vegs og virðinga. Þess er jafnvel getið, að kon- ungar gáfu skáldum upp sakir — leystu þau frá dauðahegningu — fyrir fögur ljóð sem þau fluttu þeim. Það liggur í augum uppi, að þau kvæði, sem höfðu svo djúp og stór feld áhrif, hafa ekki verið muldr- uð ofan í barm sinn, eða að neinu leyti framsögð í meðallagi. — Hitt er óneitanlega líklegra, að þau- skáld er fluttu slík kvæði, hafi kunnað til fullnustu tökin á hljóðfræðislegri meðferð málsins og hafi flutt þau af þeim Haraldur Björnsson. guðmóði og hrifningu sem nauðsyn leg var, til þess að hrífa skap drotnarans sem á hlýddi, svo að hann — að minsta kosti í svip- inn — gleymdi öllum deilum og hefnigirni, — svo að skáldið varð ekki lengur fjandmaður hans. held ur guði innblásinn listamaður, sem hlaut að fá uppgjöf allra saka. Því miður er nútímamönnum lítt kunnar þær undirstöðureglur, sem listkunnátta þessi hefir verið bygð á. Það er heldur ekki full- kunnugt hvort um nokkra verulega kenslu hefir verið að ræða í fram- sögn hj«r á landi fyr á öldum. Þó er þess getið, að eldri skáld hafi látið hin yngri flytja fyrir sjer kvæði sín, má af því ráða, að jafnframt því hafi þau fengið leiðbeiningar í framsetningunni, þó að það sje ekki beint tekið fram. Þó að tekið væri að færa í letur sögur og sagnir, síðast á tólftu öld hjer á íslandi, mun þó óhætt að gera ráð fyrir því, að enn hafi þær gengið mann frá manni og frá kyni til kyns, — enn um langt skeið. Því að tiltölulega hafa þeir ver- ið fáir, sem átt hafa aðgang að handritunum. Óhætt mun því að gera ráð fyrir því, að enn hafi sagnaþulirnir haft marga tilheyr- endur fram eftir næstu öldum, og þessi gamli — nú gleymdi — frá- sagnarstíll hefir þá sennilega líka verið við líði. Nokkrar getur hafa verið leidd- ar að því, að framsagnarform það sem ömmur vorar og langömmur notuðu við rökkursögur sínar, muni ef til vill vera beint fram- hald af þessari gömlu frásagnar- aðferð fyrri alda. Hvað sem um það kann að vera, er ekki hægt að neita því, að sá framsagnarmáti, er ömmur vorar og afar tömdu sjer við sögusagnir sínar, var sjerkennilegur og ein- stakur, og að því er oss virðist, harla viðfeldinn. — Nú er hann einnig að hverfa og gleymast. Kínverjar — Japanar. — Þó að menn viti ekki með neinni vissu, um að kensla í tali og framsögn hafi verið um hönd höfð hjer á íslandi á löngu liðnum öldum ,eru þó til nægar og greini- legar heimildir fyrir því, að sumar elstu menningarþjóðir heimsins, svo sem KínVerjar og Japanar, hafa lagt mikla rækt við þessa list, og það mörgum öldum áður en bygð hófst á íslandi. Leikaraefni þessara landa hafa t. d. orðið — og verða þá auð- vitað enn — að leggja á sig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.