Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 6
158
LESBÓK MORGUNBLAÐSENS
Flugafrek
í Þýskalandi.
íalenskur námsmaður við verk-
fræðingaskólann í Darmstadt
skrifar Morgunblaðinu:
Við marga þýska háskóla eru
deildir fyrir flugvjelaverkfræð-
inga. Við skóla þessa hafa stú-
dentarnir myndað fjelög, sem
Akaflieg nefnast (Akademische
Fliegergruppe) og byggja þau
starfsemi sína á margvíslegum
flugtilraunum. Elsta stúdenta flug-
fjelagið, er fjelag flugvjelaverk-
fræðinga við háskólann í Darm-
stadt; var það stofnað af flug-
mönnum, sem eftir stríðið stund-
u ðu nám við skólann. Fjelaginu er
að öllu leyt-i stjórnað og starfrækt
af stúdentunum sjálfum. Uppköst
og fullnaðarteikningar að hreyfil-
og svifflugum, útreikninga og yf-
irleitt alt, sem að flugvjelarnar
snertir, leysa stúdentarnir sjálfir
af hendi, og í flugvjelaverkstæð-
um skólans vinna einungis stú-
dentar að smíð vjelanna. — Eru
flugvjelamar því að öllu leyti verk
þessara ungu verkfræðisnema.
Nýlega skeði atburður, sem
varpaði ljóma á háskólann í Darm-
stadt og flugvjeladeildina þar,
þegar stiidentinn Waldemar Voigt
setti heimsmet í hæðarflugi í
smávjelum, sem við háskólann
voru smíðaðar. Komst hann upp
í 8162 metra hæð í eins manns
flugvjei, en upp í 7521 metra hæð
í tveggja manna vjel. Eru afrek
þessi því eftirtektarverðari, þegar
hjer er eigi um vanalegan flug-
mann að ræða, heldur stúdent, er
stundar flugið jafnframt námi
sínu.
Sváfflugur.
Einnig á öðrum sviðum fluglist-
arinnar hafa stúdentarnir leyst af
hendi frábær afrek og mætti þá
fyrst nefna tilraunir þeirra með
svifflugur. Darmstadt liggur á
sljettu nokkurri víðáttumikilli og
eru þar því góð skilyrði fyrir svif-
flugstilraunir. Til skamms tíma
hófu vjelarnar flug sitt af hæð-
ardrögum norðaustan sljettunnar
og svifu yfir hana og komust menn
lcngst með þessari aðferð tæpa 80
km. Hafa menn álitið þetta ágæt-
an árangur, þegar þess er gætt, að
flugið byrjar í tiltölulega lítilli
hæð.
1 vor hafa þessar sviftilraunir
verið með töluvert öðru móti og
hefir nýja aðferðin reynst betur
en sú gamla. Prófessor Dr. Georgi
ljet taka upp þá nýbreytni, að
hnýta svifflugunni aftan í flugvjel,
sem dró hana upp í vissa hæð og
slepti henni þar. Er tilgangurinn
með þessum tilraunum sá, að reyna
hvort eigi megi takast, að draga
svifflugur í loft upp og láta þær
síðan svífa með vörur og farþega
til næstu borga, án þess að annan
eða meiri vjelakraft þurfi að nota,
en að draga fluguna á stað. Hafa
tilraunir þessar verið reknar af
miklu kappi og með góðum
árangri. Og nú var líka um að
Iþróttaskólinn að nicifossi.
Um fjögur undanfarin ár hefir hinn óþreytandi íþróttafröm-
uður, Sigurjón Pjetursson á Álafossi haldið þar uppi kennslu í
íþróttum, sundi* Miillersæfingum, hlaupum o. fl. 1 Morgunblaðinu
20. þ. m. er sagt frá þessu og nú birtast hjer myndir af sumum
börnunum, sem á Álafossi hafa verið.
Efst: Álafosskveðjan. í miðju: Litlu sundhetjurnar að stinga
sjer í laugina hjá ÁlafoSsi. Neðst: I sólbaðsskýlinu.