Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 155 ljóöiu ekki síst. Þegar hans var minst hjer fyrir 20 árum, á átt- ræðisafmæli hans, þá var það af flestum tekið skarpast fram, að l\ann væri vorsins skáld. Hannes Hafstein, sem þá hjelt aðalræðuna fvrir honum, segir: „Hann, sem fyrir átta áratugum fæddist þenn an dag. í vormánuöinum Hörpu, liefir nú í fulla tvo mannsaldra veriö vorsins, blíöunnar og unaðar- ins skáld fyrir þetta land og þes^a þjóð.“ — Guðmundur Magnús- son skáld byrjar þá kvæði til Stein- gríms svo: „Þjer gaf vor'ð sín ljóö, þ i söngst vor yfir þjóö, því þig vorgyðjan íslenska kaus fyrir son“. Þorsteinn Erlingsson byrjar sitt kvæði með tilvísun í „Vorhvöt“ Steingríms. Og Rögnvaldur Guö- mundsson skólapiitur, sem einnig orti til hans, byrjar svo: „Á vori ertu fæddur, með vorið í sál og vorhýra náttúruóðinn“. Þetta sýn- ir, hve vorkvæði Steingríms eru rík í hugum manna, enda eru líka margar fegurstu lýsingarnar, sem við eigum af vorprýði og sumar- skrauti íslensku náttúrunnar aö finna í kvæðum hans. En kvæðið um Snæfellsjökul sýnir, að hann hefir líka haft auga fyrir því, sem hart er og hrikalegt í náttúru landsins, og það er eitt af helstu kvæðum hans. Þriðja þáttinn í kveðskap St. má telja háðvísurnar, stuttar og hnittn- ar stökur, sem enn lifa margar á vörum manna. Rík fegurðartilfinn- ir,g og hæöni fara oft saman. Sam anburður á ímynduðum fullkom- leika og ófullkomnum virkileika skapar háð. Um það leyti sem Steingrímur liverfur aftur til Islands er ný stefna að ryöja sjer til rúms í skáldskapnum erlendis, og var það, sem kunnugt er, Georg Braudes, sem ruddi henni braut í Danmörvu og á Norðurlöndum yfirleitt. Hér á landi kemur hún auðvitað líka fram og þær kenningar, sem henni fylgdu Hin yngri skáld hjer, sem fram komu eftir 1880, töldu sig til þeirr- ar stefnu: Gestur Pálsson, Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein og Þor- steinn Erlingsson. En einkum var þaö hjer Gestur Pálsson, sem hjelt á lofti hinum nýju kenningum á ssu sviði. Urðu hjer þó ald. i ^’íötækar deilur um þetta mál, eius og orðið höfðu bæði í Danmörku . Noregi, eða svo áhrifamiklar, að þær næðu verulega til almenning.-'. nema helst milli þeirra Gests Páls- scnar og Matthíasar Jochumssonar. Gestur fóraltaf hrósandi orðum urn Steingrím, þegar hann mintist a skáldskap hans í riti, og hann tel- ur kvæði hans um Snæfellsjökul eina hina sönnustu og bestu nátt- úrulýsingu, sem til sje í íslensku máli. En að deilunni, sem nefnd er hjer á undan, er sumstaðar vikið í kvæðum Steingríms á síðari ár- um, en skýrast í vísunum „Valið“ á 314. bls. í kvæðabók hans. Þær / eru svona: Mærum vors á morgni gekk málarinn um teiginn. Oðrumegin eygði hann þrekk, ungrós hinu megin. Eitthvað frumlegt, eitthvað nýtt á við tíðarsmekkinn. Minna rósblóm mat hann frítt, málaði svo þrekkinn. Á þennan hátt setur hann fram kenningar hlutsæismanna um skáld skapinn gagnvart hugsæisstefn- unni, sem ríkjandi var í skáld- skapnum á yngri árum hans og hann heldur trygð við. Hugsunin er þessi: Rómantíkin valdi rósirn- ar, realisminn velur þrekkinn, þ.e. skáldskapurinn var áður um það, sem fagurt er, nú er hann orðinn um það, sem Ijótt er. Sama er hugsunin í þessari vísu, sem er ort á elliárum hans og stend- ur í kvæði um Sigurð Breiðfjörð, en Steingrímur hafði miklar mætur á kveðskap hans: Sorann tíðrætt ef að um kann öðrum vera, það er hverra girnd, sem gera. Gulli jeg helst skal vitni bera. Steingrímur var ágætur þýðari, bæði á ljóð og laust mál. Ljóðaþýð- ingar hans eru engu minni fyrir- ferðar en frumortu kvæðin og eru nú að koma út í heild í tveimur heftum á kostnað Axels sonar hans, en áður hafa þær flestar verið prentaðar til og frá. Er þetta prýðilegt safn af úrvalskvæðum ýmsra helstu ljóðskálda margra þjóða. Mest hefir hann þýtt af ljóðum eftir Byron lávarð, og hafa þær þýðingar hans komið út áður í sjerstakri bók. En hann hefir einnig þýtt margt eftir höfuðskáld Þjóðverja: Goethe, Schiller og Heine. En stærsta ritverk Stein- gríms er þýðingin á „Þúsund og einni nótt“, sem hann gerði á Kaupmannahafnarárum sínum og þar kom þá út á kostnaö Páls Sveinssonar, en nú er fyrir nokkru komin út hjer í 2. útgáfu. Annað stærsta þýðingarverkið er „Æfin- týri“ H. C. Ándersens, sem hann vann að á efri árum, og kom hjer út 1304 og 1908 í tveimur bindum. Hjer heima þýddi hann einnig sorg arleikinn Lear konungur, eftir Sha- kespeare, prentaðan 1878, Robinson Krusoe, Dæmisögur Esops o. m. fleira. En frá Kaupmannahafnar- árunum eru, auk 1001 nóttar, þýð- ingar hans á Pílagrími ástarinnar, eftir W. Irving. Undínu, eftir M. Fouque og margt fleira, m. a. rit- aði hann að mestu leyti ársritið „Ný sumargjöf“, sem Páll Sveins- son gaf út í nokkur ár í Kaup- mannahöfn. Annars er nú að koma hjer út í Vísi ritgerð eftir Rich. Bech próf. um þýðingar Stein- gríms. En nákvæmasta skrá yfir öll verk hans er að finna í riti því, sem I. C. Poestion gaf út á þýskn til minningar um áttræðisafmæli hans. Þar eru þýskar þýðingar á 60 kvæðum eftir Steingrím, og ít- arlega ritað um skáldskap hans og bókmentastarf. Safn af ljóðmælum Steingríms kom fyrst út 1881. Síðan komu þau út í 2. útg., aukinni, hjá Gylden- dals bókaverslun í Kaupmannahöfn 1893. 3. útgáfuna gaf Sigurður Kristjánsson út, enn aukna, nokkru íyrir dauða höfundar, í 4000 ein- tökum, og var sú útgáfa uppseld og endurprentuð 1925. Sýnir þetta best, hve Ijóðmæli Steingríms hafa orðið vinsæl hjá íslensku þjóðinni. — Þingeyska skáldið, Konráð Vil- hjálmsson sagði í eftirmælum um Steingrím: „Út með annesjum óö hans söng fiskimaður í fleyi sínu. Innst í afdal orð hans kunnu sauða- maður og selstúlka“. Skáldbróðir Steingríms — sjera Matthías Jochumsson, segir um hann í eftirmælum: „Aldrei hefi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.