Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 1
j: ■ Skáldsögur Gunnars Gunnarssonar * á ensku. Eftir prófessor Richard Beck. Nokkrir rithöfundar vorir núlif- andi hafa varpað bjarma frægðar á ættjörð sína; og það er óblandið fagnaðarefni, að slíkum mönnum fer fjölgandi. Kristmann Guð- pnindsson hefir t, d. á óvenjulega skötnmum tíma unnið sjer verð- skuldaða viðurkenningu víða um lönd. Stjarna hans liækkar óðum. Mun þess ekki langt að bíða, að liann haldi innreið sína í hinn enska og ameríska bókmentaheim. Þó mun það ekki of mælt, að Gunnar Gunnarsson sje víðkunn- astur allra nútíðarskálda vorra, ;og hann er hinn eini þeirra, sem kunnur er að nokkru ráði meðal enskumælandi þjóða, Þrjár af skáldsögum Gunnars hafa verið þýddar á enska tungu: Póstbræður (1920), Saga Bcffgar- ættarinnar (1921) og Sælir eru cinfaldir, árið sem leið. Tvær hin- ar fyrnefndu voru prentaðar í Lundúnum, en hin síðastnefnda í New York. Skiftir ])að að vísu minstu máli, því að frá hvorum útgáfustaðnum sem er, berast bæk- urnar um hinn enskumælandi heim. Hvernig hefir þessum sögum Gunnars verið tekið í enska bún- ingnum? Dálítið skifti í tvö horn með dómana um Fóstbræður (Swom Brothers), en þó voru ummælin um þá yfirleitt iofsamleg. Dr. A. W. Porterfield, prófessor í þýsk- um fræðum við West-Virginia há- skólann, glöggur maður og víðles- inn, kvað umrædda bók Gunnars: „Merkilega, sögulega skáldsögu“, og fleiri gagnrýnendum fjellu svipað oi-ð. L'aga Bcrgarættarinnar er stór- um samdregin í þýðingunni og kallast Guest the One Eyed (Gest- ur eineygði). Vakti hún athygli lesonda og ritdómara. Þýðingin er líka mjög vel af hendi leyst; en hana annaðist W. W. Worster. Veit .jeg eigi betur en að hann sje kennari í Norðurlandamálum við Edinborgarháskóla. Hefir hann ritað um íslenska nútíðarrithöf- unda í „Edinburgh Review“ og víðar, bæði af þekkingu og skilu- ingi; skáld þau, sem hann tekur til meðferðar, hleður hann eigi lofi eða lasti; hann túlkar rit þeirra og lífsskoðanir eins og sönn um ritdómara samir. Tlm ensku útgáfuna af Sögu Borgarættarinnar linigu dómarnir m.jög á einn veg. í merkistímarit- inu „Outlook“ var svo að orði koinist, að í þessari skáldsögu væri að finna bæði ímyndunarauðlegð og hugsana. En ritdómari „New York Times“ sagði, að hughrær- ingum og athöfnum öllum væri svo glögglega lýst, að sögupersónurnar stæðu lifandi fyrir sjónum lesand- ans. Er það mikið lof um hvaða skáldsögu sem væri. Ymsir ritdóm- arar lögðu einuig áherslu á það, að Gunnari tækist einkar vel að lýsa umgerð sögunnar, baksviði liennar, ef svo má að orði kveða, landinu og hinni sjerkennilegil hrikafegurð þess. Sælir eru einfaldir hefir þó hlotið hvað mest lirós skáldsagna Gunnars á ensku. Nefnist sagan Eeven Days’ Darkness (Sjö dægra myrkur) í þýðingunni. En nafnið er auðvitað dregið af eldgosmyrkri því, sem hvílir yfir sögusviðinu; þó er hið upprunalega heiti sög- unnar miklu betur valið, bendir til þess, sem er kjarni hennar. Annars er þýðingin nákvæm og lipur og blæ frumritsins víða vel haldið. Rnskir og amerískir ritdómarar eru sammála um það, að hjer sje um merkilegt skáldrit að ræða; sumum þeirra þykja þó rökræðurn ar um dauðann, annað líf og önn- ur hugleg efni fremur spilla en bæta, að þær tefji um skör fram eðlilega rás atburðanna. Er sú aðfinsla á nokkrum rökum bygð. En það er þá líka það helsta', sem bók þessari hefir verið fundið til foráttu. Stórblaðið „New York Times“ segir að Sælir eDi einfaldir sje óneitanlega áhrifamikil skáldsaga, og bætir því við, að Gunnar hafi hjer brugðið upp ágætri mynd af heilum hóp manna undir áhrifum þungrar áþjánar, landfarsóttar og eldgoss. En „Saturday Review of Literature“ fellir meðal annars ]>ann dóm á bókina, að hún sje „afar óvenjuleg saga, vægðarlaus

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.