Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1931, Blaðsíða 1
3Mov&nnbl&b*m* 25. tölublað. Sunnudaginn 28. júní 1931. VI. argangTir. Skáldsögur Gunnars Gunnarssonar á ensku. Eftir prófessor Richard Beck. Nokkrir rithöfundar vorir nú4if- andi hafa varpað bjarma frægðar á ættjörð sína; og það er óblandið f'agnaðarefni, að slíkum mönnum fer fjölgandi. Kristmann Guð- mundsson hefir t. d. á óvenjulega skömmum tíma unnið sjer verð- skuldaða viðurkenningu víða uni liind. Stjarna hans hækkar óðnm. Mun þess ekki langt að bíða, að liann haldi innreið sína í hinn enskft og ameríska bókmentaheim. Þó mun það ekki of mælt, að Gunnar Gunnarsson sje víðkunn- astur allra nútíðarskálda vorra. og hann or hinn eini þeirra, sem kunnur er að nokkru ráði meðal enskumælandi þjóða, Þrjár af skáldsögum Gunnars liafa verið þýddar á enska tungu: Póstbræður (1920). Saga Bc<rgar- ættarinnar (1921) og Sælir eru cinfaldir, árið sem leið. Tvær hin- ar fyrnefndu voru prentaðar í Lundúnum, en hin síðastnefnda í New York. Skiftir það að vísu minstu máli, ]>ví að frá hvorum útgáfustaðnum sem er, berast bæk^ urnar um hinn enskumælandi heim. Hvernig hefir þessnm söguni Gunnars verið tekið í enska bún- ingnumf Dálítið skifti í tvö horn með dómana um Póstbræður (Sworn Brothers), en þó voru ummælin nm þá yfirleitt lofsamleg. Dr. A. W, Porterfield, prófessor í ])ýsk- um fræðum við West-Virginia há- skólann, glöggur maður og víðles- inn, kvað umrædda bók Gunnars: ,.Merkilega, sögulega skáldsögu", og fleiri gagnrýnendum fjellu svipað orð. H&ga, Bcrgarættarinnar er stór- um samdregin í þýðingunni og kallast Guest the One Eyed (Gest- ur eineygði). Vakti hún athygli Iesöndá og ritdómara. Þýðingin er líka mjög vel af hendi leyst; en hana annaðist W. W. Worster. Yeit jeg eigi betur en að hann sje kennari í Norðurlandamálum við Edinborgarháskóla. Hefir hann ritað um íslenska uútíðarrithiif- unda í „Edinburgh Eeview" og víðar, bæði af þekkingu og skiln- ingi; skáld ])au, sem hann tekur til meðferðar, hleður hann eigi lofi eða lasti; hann túlkar rit [)eirra og líf.sskoðanir eins og siiim um ritdómara samir. IJm ensku útgáfuna af Sögu Borgarættarinnar hnigu dómarnir mjiig á einn veg. I merkistímarit- inu „Outlook" var svo að orði koinist. að í þessari skáldsögu væri að finna bæði ímyndunarauðlegð og hugsana. En ritdómari „New York Times" sagði, að hughrær- ingum og athöfnum iillum væri svo glögglega lýst, að siigupersónurnar stæðu lifandi fyrir sjónum lesand- ans. Er það mikið lof um hvaða skáldsiigu sem væri. Ymsir ritdóm- arar lögðu einnig áherslu á það, að Gunnari tækist einkar vel að lýsa umgerð siigunnar, baksviði liennar, ef svo má að orði kveða, landinu og hinni sjerkennilegu ])rikafegurð ])ess. Sælir eru einfaldir hefir ])ó hlotið hvað mest hrós skáldsagna (íunnars á ensku. Nefnist sagan Seven Days' Darkness (Sjii dægra myrkur) í þýðingunni. En nafnið er auðvitað dregið af eldgosmyrkri ])ví, sem hvílir yfir sögusviðinu; ]>ó er hið upprunalega heiti siig- imnar miklu betur valið, bendir til |>ess, sem er kjarni heíinar. Annars er ]iýðingin nákvæm og lipur og blæ frumritsins víða vel haldið. Enskir og amerískir ritdómarar em sammála um það, að hjer sje um merkilegt skáldrit að ræða; sumum ]>eirra þykja ]>ó rökræðurn ar um dauðann, annað líf og önn- ur hugleg efni fremur spilla en bæta, að þær tefji um skór fram eðlilega rás atburðanna. Er sú aðfinsla á nokkrum rökum bygð. En það er þá líka það helsta', sem bék ])essari hefir verið fundið til foráttn. Stórblaðið „New York Times" segir að Sælir e^u einfaldir ijé óin'itanlega áhrifamikil skáldsaga, og bætir því við, að Gunnar hafi hjer brugðið upp ágætri mynd af heilum lióp manna undir áhrifum ])ungrar á])jánar, landfarsóttar og eldgoss. En ,,Saturday Review of Literature" fellir meðal annars ]>ann dóm á bókina, að hún sje ,,afar óv«njuleg saga, vægðarlaus

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.