Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 4
244 LSSBðK MORGUNBLAÐfHNS rornleifafundir í ur í Kaldeu. Fyrirlcstur cftir C. Niðurl. ----- Hefir þetta nú nokkra þýðingu fyrir oss í sambandi við Abraham? -Jeg vil svara því með því að gefa yður skýringu úr fomfræði Mesa- pótamíu. Hafi Abraham verið borg ari þessa mikla bæjar, með hans þroskuðu andlegn menningu, hefir liann alist. upp undir lögum ))ess lands. Þegar hann svo fór út á eyðimörkina hefir rjettarmeðvit- undin vissulega farið með honum, því að ekki hefir hann skilið við sig alt það, sem hann nam í æsku. í Gamlatestamentinu er einkenni- leg saga um Abraham, sem komið hefir mörgum í vandræði og .jafn- vel skelft suma. Það er sagan um Hagar, ísmael og Söru, I. Mós. 16. Þar lesum við, að af því Sara var ófrjó, ljet hún ambátt sína ala Abraham bam fyrir sig, en síðar er samlyndi þeirra fór út um þúf- ur ljet hiin Abraham hrekja hana með barninu út á eyðimörku. Jeg bygg að þetta verði mörgum á- steytingarsteinn, er þeir hugsa um skapgerð ættföðursins. Nú skulum við hugsa um hann, ekki aðeins sem hiblíu-persónu, heldur einnig sem fyrverandi borgara í Ur í Kaldeu, alinn upp við lög þeirrar borgar. Þau rrtæla svo fyrir að sje kona ófrjó geti hvin látið ambátt samrekkja manni sínum og ali hún sveinbara skuli hún frjáls verða og hafa rjett. til að fara á brott, en móðgi hún húsmóður sína síðar eða geri gys að ófrjósemi hennar, skuli hún aftur missa frelsi sitt og sje það þá á valdi húsmóður ■hennar hvað gera skuli við hana. Húsmóðirin hefir þá ótakmarkað vald yfir henni og barni hennar. Þegar vjer athugum söguna í Ijósi þessarar löggjafar er augljóst að Abraham gat ekki að þessu gert. Sara bar ábyrgðina á misgerð Hagar. Abraham, sem alinn var upp í borginni og hafði rjettar- venjnr hennar greiptar í meðvit- und sína, gat ekki brotið á móti því, sem hann samkvæmt þeim vissi rjett, og varð því að hrekja Hagar út í eyðimörkina samkvæmt. ósk Söru. Hverfum við aftu* til Lconard Woosly. rústa hinnar miklu borgar, sjáum við að hún stóg á miklu hærra menningarstigi en forfeður okkar óraði fyrir. Alt þetta hjálpar til að skýra allmörg atriði í sögu Abra- hams. Annað nafn, sem öllum er kunn- ugt. liittum við oft fyrir við starf okkar, það er nafnið Nebukad- nezar. Hann var athafnamest.i byggingamaðurinn í Ur á síðustu árum borgarinnar. Jeg ætla að segja ykkur sögu af honum. Hún er ekki ný, en jeg hygg að rjett sje samt að segja frá henni hjer af því að hún er í einkennilegu sambandi við Gamlatestamentið. Jeg er ekki að segja hana af því að við þurfum sannanir fyrir sögu- legu gildi Gamlatestamentisins, heldur af því að þegar Gamlatesta- mentið sannar tilgátur okkar er það fullnægjandi. Við voram að grafa í musterisrústir frá því um 3000 fyrir Krist. Það hafði fallið í niðurníðslu. Síðar var það end- urreist og unnu að því margir konungar, hver eftir annan öldum saman. Ljetu þeir sjer mjög ant um, hver fyrir sig, að halda bygg- ingunni áfram í sama stíl og fyrir-. rennari þeirra hafði gert. Árið 1000 fyrir Krist, var þessi endur- bygging nákvæm eftiriíking þess musteris sem reist, hafði verið um 3000 fyrir Krist. Það var helgað tunglguðnum og konu hans. f því vom tveir litlir helgidómar, tveir forsalir og tveir inngöngusalir. — Þessi tvöfaldi helgidómur var leynistaður fyrir prestana og var falinn bak við geymslur og önnur herbergi, og varð ekki komist inn í hann nema að krókaleiðum. Þeg- a.r inn kom var ekki rúm fyrir nema 2—3 menn. Þar frömdu prest amir leynilegar helgiathafnir og .afði svo staðið í 2000 ár. Þá kou Nebúkadnezar til sögunnar. Hann gerði rækilega við musterið og kom því í sitt gamla horf að öðru leyti en því, að hann gerði vegg- skot í inngangssalinn og setti þar á fótst.all mynd eins guðsins. Úti gerði hann viðeigandi urabætur á öllu. Prestaherbergið hvarf og krókaleiðin þangað, en á rústum þess gerði hann tígulsteinstorg í tvennu lagi, þannig að sá hlutinn, sem nær var musterinu var hærri en hinn. Á hærra torginu ljet hann gera fórnaraltari .Það var auðsjeð að hjer var um að ræða geysilega breytíngu á helgisiðunum, og virt- ist mjer hún vera þessi. Nebú- kadnezav hafði lagt niður hina ieynilegu helgiþjónustu og gert þá breytingu á musterinu að mikill mannfjöldi gat. safnast saman á neðra torginu og horft á fórnar- þjónustu prestanna á því efra. Inn um dyr musterisins gat söfnuður- inn svo sjeð mynd þá er Nebú- kadnezar hafði látið gera þar. — Þetta er lykillinn að sögu biblí- unnar um hina þrjá ungu menn, þó jeg viti annars ekki um sann- leik hennar. Það hljóta að hafa verið góðar heimildir að henn'> ]>ví að enginn liefði far-ið að segja sögu, sem enginn gat txúað. Saga þessi skýrir frá því að Nebúkad- nezar hafi látið gera líkneski, sem hann bauð sjerhverjum að krjúpa fyrir og tilbiðja, og að gyðingar noKkrir fiafi komist í vandræði af því að þeir neituðu að tilbiðja það. Gyðingar höfðu þá þegar dvalið í Babylon háa tíð, en að því er virð- ist ekki verið móðgaðir með trú- arlegum fyrirskipunum fram að þessu. Hvað var það þá, sem kom af stað kæru dómaranna á hendur hinum ungu mönnum? Það var þetta orð konungs að „sjerhver' ‘ skyldi falla fram og tilbiðja. — Breytingin sem N. gerði var bessi, að hann tyrirskipaði opinbera og aimenna tilbeiðslu í stað hinnar leynilegu helgiþjónustu prestanna. Þetta er nákvæmlega hið sama og við. fundum í rústunum. Áður en rústin í Ur fanst, varð engin full- nægjandi skýring gefin á þessari sögu biblíunnar. .Teg geri ekki ráð fyrir að neinn hefpi veitt því at- hygli, að þessi saffa, sem flestir mundu álíta þjóðsögu eina, byggð- ist á sögulega sönnum viðburði, nefgisiðabreytingu Nebúkadnezars. Þetta er eitt af þeim atriðum þar sem Gamlatestamentið hjálpar fomfræðinni. Enn er ein bibllnpersóna, sem jeg vildi minnast á að síðustu, það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.