Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 8
248 LE8B0K MORGUNBLAÐSINS AUir sem þektu Mrs. Boulton báru benni gott orð. En best kom henni íramburður sálfræðings eins er þekt hafði Cuno Hofer, og vissi hve mikið dáleiðsluafl hann hafði gagnvart koiumi. Sá eiginleiki Hofers olli honum oft mikilia ó- þæginda, og hafði hann leitað sjer ráða til þess að losna við það seiðmagn sitt ,eftir því sem hann sagði sjálfur frá. Læknir einn, sem þekt hefir Mrs. Boulton í mörg ár, staðhæfði að hún hefði ekki verið sjálfráð gerða sinna er hún skaut Hofer. Mrs. Boulton var sýknuð. Sögur um Northclific Haunen Swaffer liefir sagt „World’s Press News“ ýmsar srná^ sögur um enska blaðakonginn Northcliffe. Einhverju sinni segist tíwafíer hafa sagt við hann : — Þjer vitið auðvitað alt við- Víkjandi blaðamensku, sem þörf er á að vita, en jeg vil fá að ráða því hvað skrifað er í „Daily Mail“ um hljómlist. — Hvað eigið þjer við? spurði Northcliffe. —• Jeg veit meira um hljómlist lieldur en þjer. En það var nú gallinn á Nortli- cliffe að hann þóttist hafa meira vit á öllum sköpuðum hlutum lield- ur eu uokkur maður annar. —* Jeg skal segja yður eitt, svar- aði liann. Aður en jeg gerðist blaðamaður, var jeg tónskáld. I vikunni sem leið bauð jeg einum af frændum mínum á samkomu- stað og hljómsveitin þar ljek tvo valsa, sem jeg samdi fyrir 30 ár- um. Er það ekki viðurkenning ? Og fyrir nokkrum árum keypti þýskt firma stóran kassa af gradiimófónplötum og ætlaði að selja þær allar sem „valsa eftir No'rthcliffí5“ .Jeg varð að kaupa allar plöturnar og ónýta þær! Honum þótti mjög vænt um það er önnur blöð rjeðust á blað hans „Daily Mail“. — Ef þau hætta að ráðast á blaðið, sagði hann, þá er það sönn- un þess, áð þau eru hætt að lesa ]>að. Og ef svo fer, að jeg sje ekki neinar árásir í öðrum blöðum á „Daily Mail“, þá kaupi jeg annað blað aðeins til þess að ráðast á það, og það skulu vera árásir í lagi! Einhverju sinni grobbaði haun af því, að „Daily Mail“ væri það blaðið, sem mest væri hatað í lieim- inum. — Og ef svo fer, að menn hætta að liata ]iað, þá skifti jeg algerlega um starfsmenn blaðsins. 1 Brasilíu liefir fundist merki- legur snígull, sem verpir eggjum á stærð við dúfnaegg, eða sem svarar þriðja hluta af lengd dýrs- ins. Sagan hermir að dýrið verpi ekki aSeins 1, lieldur 3—4 eggjum af þessari stærð í einu. Spánverjar liafa fengið sjer ný frímerki eftir að lýðveldið komst ó. Myndin er af tveim af þessum nýju lýðveldis-frímerkjum. — Þjer komið tveimur stundum of seint. — Já, en þjer verðið að fyrir- gefa það, því að þegar jeg lagði á stað að heiman, varð jeg fyrir því slysi að detta niður stigann. — llaldið þjer að þjer teljið mjer trú um það að þjer sjeuð tvo tíma að hrapa niður einn stiga. Qrynningar í Norðursjónam. Afleiðing jarðskjálftanna sem urðu í Englandi fyrir skemstu. „Daily Express' ‘ segir frá því, að norska skipið „Havbris“ frá Bergen liafi komið tii Yarmouth í öndverðum júlí og hafi skipstjór- inn haft þá sögu að segja, að á leið sinni yfir Norðursjó hefði hann komist að því, að sjávarbotn- inn liefði hækkað stórkostlega á löngu svæði, á mörgurn stöðum um 100 fet. Þessar nýju grynning- a.r byrja 29 inílur enskar út frá Flamborougli Head og stefna til uorðausturs. Bkipstjórinn á „Havbris“ sagði að hann hefði íengið þoku yfir Norðursjóinn. Eitt sinn er þokan var sem svörtust og þeir mældu dýpið, kom í ljós að það var ekki nema 114 fet. Þótti þeim þetta haria undariegt, því að samkvffiint kortinu átti að vera þarna helm- ingi meira dýpi. Við næstu mæl- ingu reyndist dýpið aðeins 108 fet, en átti samkvæmt kortinu að vera 216 fet. Enskir sjerfræðingar hafa at- liugað mælingar skipstjórans og komist að raun um að hinar nýju grynningar muni að minsta kosti uá yfir 8 mílna svæði á lengdina, og geti skeð, að sums staðar sje þær hættulegar skipum. Er því bú- ist við að mæla þurfi upp allau Norðursjóinn að nýju og gerbreyta öllum sjókortum af lionum. Það er talið að þetta rask á sjávarbotninum stafi frá jarð- skjálftum þeim, sem urðu í Eng- landi í júní, og einnig fundust í suðurhluta Noregs. Huglesarinn: Jeg get sagt ykk- ur upp á hár hvað hver ykkar er að hugsa um. Rödd: Æ, þá verð jeg að biðja yður fyrirgefningar, því að það var ekki ætlun mín að móðga yður. — Erænka, hvað er kurteisi? — Það er að láta engan vita hvað maður hugsar um hanJB.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.