Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 5
245 Franklin Roosevelt, sem fyrir nokkuru var kosinn ríkisstjóri í New York, með yfirgnæfandi meiri hluta og talinn er afi verða muni forsetaefni „demokrata“ við næstu forsetakosningar í Bandarlkj- unum, er mjög vinsæll maður, eigi síst meðal Skáta. Ber hann vel- gengni þeirra mjög fyrir brjósti. Hjer á myndinni sjest hann um- kringdur af Skátahóp. er Reltzasar. Tlans er aðeins einu sinni getið í Gamlatestamentinu og er jeg hræddur um að frásögn ritarans sje fremur óvingjarnleg. Beltzasar var mjög mikilhæfur her foringi. Hann var ríkiserfingi og hafði komið af stað ófriði við Persa með góðum árangri. f TTr höfum við fundið byggingu, sem á sjer langa- og margbrotna sögu. Ilinn gamli litli helgidómur varð kapella í nunnuklaustri Nahond- íustar, síðasta konungs Babíloníu. Hann bygði umhverfis kapelluna lieila röð af klaustrum og öðrum hiisum, fyrir trúarlegt systrafje- lag, og var stjórnandi þess dóttir hans, systir Beltzasar. T>að er gam- an að hitta fyrir sjer persónu eins og hana og komast að raun um að hún er systir manns, sem Gamla- testamentið getur um. .Teg vil taka það fram að þessi kona, sem varð ,.abbadís“ systrafjelagsins í TTr, var sönn prýði samtíðar sinnar. í einu af hinum stóru herbergjum, er vita inn að húsagarði klaust- ursins, fundum við mikið af leir- töflum. Á þeim voru stafrofskver, kort. af str&ndlengjum, orðasöfn og annað það er heyrir skólahaldi til. Af þessu er augljóst að kona þessi hefir haldíð skóla í* húsum sínum. Bnn furðulegri uppgötvun gerðum við þó í næst.a herbergi. Þar fundum við á mjög góðri ó- brotinni tígulsteinshillu alls konar muni frá ýmsum tímum. Rumir þeirra voru frá því um 2200 fyrir Krist, og aðrir frá því um 1400. Við vorum í vandræðum með þetta þangað til við fundum trumbulagað leirstykki, sem var hvorki meira nje minna en skrá yfir safnið. Á leirstykki þetta voru skrifaðir þrír dálkar á máli Sumermanna og einn á mali Babyloníumanna. í Babyloniska dálkinum var frá því skýrt að Sumersku dálkarnir væru afrif, af fornum áletrunum er fund ist hefðu á tígulsteinum við forn- fræðilegar rannsóknir á musteris- rústunum. Voru afrit þessi gerð til sýnis gestum. Eins og jeg hefi þegar tekið fram eru rannsóknirnar þar fram- kvæmdar á strangvísindalegan hátt, án nokkurrar tilhneigingar til að styðja nokknrt biblíulegt sjónarmið, hvort heldur það svo LBBBÓK MORQTTNBLAÐSINS væri mikilvægt eða lítilvægt. — Stvindum rekumst við á hluti, sem snerta sögur Gamlatestamentisins eins og jeg hefi nú lýst í fáum orðnm. Og jeg get vottað það, að í hvert skifti sem svo hefir við borið, hafa þær — í sögulegum skilningi, sem sagnfræðileg gögn — ófrá-víkjanlega reynst að vera í samræmi við uppgötvanir okkar og aldrei í mótsögn við þær. . .Teg tók það fram í upphafi að starf okkar væri óviðkomandi spurningunni um innblástur Gamla testamentisins. Það væri hættulegt að ætla að trúin stæðj eða fjelli með niðurstöðum fornfræðinnar af því að þá væri hún ekki bygð á rjettum grundvelli. En þeim mönn- um, sem líta vilja á Gamlatesta- mentið — eins og forfeður vorir — sem sögu Gyðinga og trúar þeirra, burtsjeð frá innhlæstri þess, hlýtur það að vera huggun og uppörfun að vita að fornfræðilegar rannsókn ir, bæði í TJr og á öðrum stöðum í Mesapotamíu og Palestínu, stað festa hina sögulegu hlið þeas, að því er jeg hygg, alveg ótrúlega vel. Á ferð minni sá jeg opnar rústir í Megiddo. Verður ekki um það vilst að þar eru hesthúsrústir Salómons. Enda telur Gamlatesta- mentið Megiddo eina af hervagna- borgum hans. Þá varð mjer það ljóst að það er ekki aðeins í IJr í Kaldeu að fornt'ræðin staðfestir sagnfræðilegt verðmæti Gamla- testamentisins. Framkvæmdastjórinn: .Teg vona ]>að að Jni verðir bæði iðinn og duglegur. Nýi skrifstofuþjónninn: .Tá. — Og jeg býst við að þú vitir hver er besta leiðin til þess að koma sjer fljótt. og vel áfram. — Já; að giftast dóttur fram- kvæmdastjórans. ------» ♦ » ■■■■ —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.