Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 6
26 LESBÓK MORGUNBL-ABSINS fyrir hvert umdæmi, og mátti enginn veiðii í annars umdæini. I mdæmin vrni lengst um lr' a? tölu, en stærð þeirra var þó ekki ávalt Hín sama, öðrum skift en hin stækkuð eftir því sem tímar liðu. Almtmaður, síðar stiftamt- maður, skipaði fálkafangarana brjeflega. Eigi voru aðrir skip- aðir en þeir, er taldir voru til betri manna, sýslumenn alloft og sumir lögmenn höfðu fálkabrjef. Þessir embættismenn þurftu þó ekki að stunda veiðina sjálfir, en máttu láta aðra veiða í sinn stað og guldu þeim eftir samkomulagi, en fálkarnir voru afhentir undir nafni þess er fálkabrjefið hafði og honum greitt verð fálkanna. — Fálkabrjefin hljóðuðu venjulega að meginmáli, eins og neðanritað brjef*), en því oft viðbætt í brjef- um til alþýðumanna, að gæta yrði þess vel, að skemma ekki fjaðrir fuglsin* og láta ekki á honum sjá. Konur fengu .stundum fálkabrjef. T. d. fekk ekkja Teits Arasonar, Margrjet Eggertsdóttir, fálkabrjef h.já Lafrants amtmanni 31. jan. 1736. Ek<>st veiðihjeruð voru talin ísa- fjarðar-, Barðastrandar-, Húna- *) Faleke-Bref for Sysselmanden Teiter Aresen for Bardestrand- syssel. Jeg Niels Fuhrmann Ambtmand Over Island Gjör witterligt: At Sysselmanden udi Bardestrand- syssel Sr. Teiter Aresen paa der- om foregaaende gjorrit Requisttion, er bevilget, so og hermed bevilgis og tilladis ,/‘ saa længe Hand windskibelig befindis og Falcke P’angsten ej forsömmer ,/‘ udi Bardestrandsyssel Falcke saa mange mezt bekommis kand til ITans Kongl. Maj.sts Tieneste at lade fange, og til Bessested wed Sanet Hans=Dags Tiider at lade före, hvor hannem efter Sædvane Petalin skeskal efterKongl. Maj. sls Rentekainmers forordnede Taxt. Skav ellers Falckene fra dend Tiid De fanges og til dend Dag De af Kongl. Maj.sts Falconerer jiaa Bessested Kongs Gaard ann- ammis vel og tilbörlig underholdis og spisis. Actum Bessested Kongs Gaard 29de December 1723. — (Brjefabók í Þjóðskjalasafninu). vatus-, Snæfellsness-, Mýra-, Borgarfjarðar-, Gullbringu- Og Kjósarsýslur, svo og Rangárvalla- sýsla með Vestmannaeyjum. Þaðan ,þóttu fálkarnir þó ekki eins út- litsfagrir og var það talið stafa af því, að þeir lifðu mest á sjó- fuglum og kom fyrir, að á þeim var einhverskonar kláði og lús. Fyrir hverja af þessum sýslum var oftast skipaður einn fálka- fangari. A Norð-Austurlandi voru fálkaveiðar minst stundaðar. Hvort það hefir stafað af því, að þar væri minna um fálka en annars staðar, eða vegna flutningserfið- leika til Bessastaða, er mjer ekki kunnugt. En víst er um það, að árið 1742 er heitið sjerstökum verðlaunum fyrir alla fálka, sem iþar eru veiddir, en í öðrum hjer- juðutai voru verðlaun auk verðs að eins goldin fyrir hvíta og h'álf- hvita fálka. í Khöfn voru nú sett á stofn mik- i! fálkabúr með mörgum þjónum, tamningamönnum, veiðimeisturum og valveiða-yfirmeistara. Var hið síðasttalda embætti eitt hið virðu- legasta embætti ríkisins. Þessum fálkamönnum þótti aldrei veiðast nóg og skrifuðu sífelt um það hvort ekki mætti efla veiðarnar og stungu upp á breytingum á skipulaginu, sein stundum voru teknar til greina. Mest hvað að þessum skrifum-á árunum frá 1740 Og fram yfir 1760. Þeir liugðu að fálkafangararnir ræktu ekki vel starf sitt og vildu ekki láta vetta sýslumönnum og embættismönnum veiðilejrii, töldu þá minni trygg- ingu fyrir því, að veiðin væri rekin mcð kappi. Hinsvegar stóð fjár- málastjórnin, er þótti ganga yfrið t'je til veiðanna og fálkahaldsins, og sú skoðun kom fram frá þeirri lilið, að fálkaveiðamar væm svo mikil tekjugrein fyrir Islendinga, að það væri athugunarvert hvort ekki væri rjett, að konungur hag- nýtti sjer veiðina sem tekjulind fyrir krúnuna og seldi veiðina á 'eigu eins og fyr og gert var í Noregi. (NHT. II. 380). Að þessu ráði var þó ekki horfið; enn var ríkur óttinn við launverslun fálka- fangara og svo gat rjenað virðing og vinsældir konungsins hjá út- lendum höfðingjum, þegar fálka- gjafirnar væru úr sögunui. Þá þóttust veiðimeistararnir merkja það, að sumir fálkafangarar væru leiknari en aðrir í því að veiða livíta fálka, en á þeim var, und- antekningarlítið, hörgull. — Fyrir því vildu þeir svifta amtmanninn rjettinum til að gefa út fálkabrjef og fá hann sjálfir í hendur eða að minsta kosti tillögurjett um það hverjum væri veitt veiðileyfi. m agnús amtmaður Gíslasou mælir á móti þessum breytingum og telur veiðunum best fyrir kom- ið eins og verið liafi; amtmaður sje hest f°!!inn, fyrir kunnugleika sakir og fleira, til að gefa út fálkabrjefin og engin ástæða sje til að svifta embættismenn rjett- ir.um til að fá veiðileyfi; þeir standi betur að vígi um að annast teiðina, eg að ala fálkaua hafi þtir öðrum fremur ráð á; rangf sje að svifta sýslumenn fólkaveið- um, sem staðið hafi vel i þessari stöðu, enda sje hún þeim tekju- grein og hafi þeir oft og tíðum goldið sýsluafgjöldin með fálkum. Rentukammerið fellst á skoðun amtmanns, og í samræmi við hana kom út konungsúrskurður 4. jan. 1764 (Lfl. III, 509), þó var þar tekið fram, að í sýslum þeim, er fjarst væru Bessastöðum, skyldu aðeins veiddir hvttir og hálfhvítir fálkar. rið 1777 liófust aftur miklar bollaleggingar um fjTÍrkomulag veiðanng. Þótti fálkameisturunum ekki veiddir nógu margir livítir fálkar í hlutfalli við þá gúáu. Töldu þeir þetta stafa af slælegri framgöngu um veiði hvítfálkanna. \'ildu þeir setja suma eldri fálka- fangarana frá starfinu, þó gegn 5 rdl. eftirlaunum á ári, og um veitingu veiðileyfanna hjeldu þeir hinu sama fram sem fyr. Hugðu þeir vestfirsku fálkafangarana duglegustu veiðimenn vegna þess að frá þeim kæmu flestír hvítir fálkar, en í seinni tíð þá mundu jafnvel þessir fálkafangarar vera farnir að rækja starfið ver. * hodal sýslumaður segir í um- sögn sinni um mál þetta í brjefi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.