Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINð 2? 16. sept. 1777 (Brj.b. Stiftamtm. nr. 15, bls. 966—68), að orsökin til þess, að fáir hvítir fálkar veið- ist nú, sje alls ekki slæleg fram- ganga veiðimanna, heldur stafi það af því, að þessir fálkar eigi ekki heima á Isiandi, heldur komi hingað með hafís frá Grænlandi. Landsmenn kalli þá því ,,flug- fálka“ en hina ,,hreiðurfálka“, sem verpi hjer. Nú hafi fyrir Guðs miskunn ekki verið ísár undanfarið og engir „fiugfálkar“ því komið, en þeir sem komu lá fyrri ísárum sjeu gengnir til þurðar. Þeir virð- ist ekki fella sig við loftslagið og þrífist hjer ekki. Þeir leiti sjer jnaka sömu tegundar og eigi að vísu afkvæmi, en þau nái ekki eins góðum þroska og foreldrarnir. Þegar þeir finni engan maka sömu tegundar hafi þeir samfarir við gráfálka, og aflcvæmi þeirra sjeu hinir hálfhvítu. Þess má geta, að Sktili Magnússon hafði hina sömu skoðun um hvíta og hálfhvíta fálka og Thodal lýsir lijer, og telur Skúli, ef 'áætluð sjeu til jafnaðar 5 fálka'hreiður í hverri sýslu og 3—4 egg í hverju hreiðri, þá komi ekki fleiri en einn hvítur eða hálf- hvítur fálki úr þeim öllum saman. f álkameistararnir ljetu þó ekki sannfærast af þessu, sögðu þeir að hvítir fálkar hefðu nóg. æti á Islandi og ættu því að geta þrifist þar. Hjeldu þeir fast við það, að fálkaföngurum vær gert skylt að veiða hvíta eða alhvíta fálka, og er.gir gráfálkar yrðu af þeim teknir nema þeir hefðu hina líka. Vildu þeir láta refsa fálkaföngurunum, ef þeir ræktu ekki starf sitt trú- lega. Thodal og Ól. Stephánsson amtmaður skrifuðu nú í samein- ingu brjef út af þessu 22. sept. 1778 (Brjefab. nr. 16, bls. 280— 282). Andmæltu þeir fálkameist- urunum í öllum greinum og tóku svari fáilkafangara og sögðu, að minni veiði hvítfálka nú en áður sýndi aðeins það, að af þessum fuglum væru færri til nú en þá. Ennfremur töldu þeir ekki ástæðu til að draga fálkafangarana fyrir lög og dóm þótt þeim heppnaðist ,ekki veiðin, enda væri það örð- ugt sýslumönnum og amtmönnum að hafa nákvæmt eftirlit með fálkaföngurum, er stunduðu veiði eí' til vill á öðru landshorni. Að lokum leggja amtmennirnir það til, að þar ,sem takmarka eigi grá- fálkatökuna við tölu hinna hvítu og hálfhvítu, verði hlutfallið 1:4 ]>annig, að þeir sem komi með einn hvítan eða hálfhvítan af þeim sjeu teknir fjórir gráir o. s. frv. A ]>etta t'jelst stjórnin. Framh. Briöge. S: 8. H: 7,5, 4,2. T: G, 4. L: ekkert. B S: 6. H: 6. ®T:9. L: 10,9,5, 3. II S: enginn. H: Ás, K, 3. T: engínn. L: G, 6,4,2. Spaði er tromp. A slær út. A og B eiga að fá 6 s'lagi. Ákvæðisbridge. Nú sem stendur er ákvæðis- bridge mest spilað. Það er ósköp svipað venjulegu boðbridge og getur hver maður fljótlega kom- ist upp á að spila það. Iíeikning- urinn er nokkuð öðru vísi, og mönnum reiknast sem vinningur (undir sýryki) aðeins fyrir jafn marga slagi og þeir hafa boðið. Fái þeir fleiri slagi, reiknast það sem uppbót (honor — fyrir ofan strvk). Ákvæðisbridge kennir niönnum að þekkja sanngildi spilanna, en svo er ekki um venjulegt boð- bridge. Sje ekki boðið yfir í því spili, geta menn hæglega „tokið út“, þótt þeir hafi ekki sagt nema einn s'lag. En þetta á ekki við um ákvæðisbridge. Segí maður einn slag yfir í hjarta en fái fjóra, þá er það ekki „úttekt“. Þá reiknast ekki nema einn slag- urinn, hinir teljast fyrir ofan stryk. Menn þurfa þvi að fylgjast vel með í reikningnum til þess að vita hvað þeir mega eða verða að bjóða S: 3. H:G. T: 10, 7, 5,6. « L: 8. hátt. Það getur t. d. komið fyrir að menn verði að segja pass á góð spil, til þess að vama mót- stöðumönnum þess að „taka út“. Tökum dæmi: andstæðingana vantar tvo slagi í hjarta til þess að „taka út“. Annar þeirra segir eitt hjarta. Þá á sá næsti að segja lyss og ef mótspilamaður þess er gaf hækkar ekki sögnina, þá á sá seinasti að segja pass líka, nema því aðeins að hann hafi svo góð spil, að hann sje viss um að ná „úttekt“ sjá'lfur með aðstoð mót- spilamanns síns. Því að um leið og hann tekur af sögnina, gefur liann andstæðing sínum tækifæri til þess að segja aftur, og er það rangt, þar sem mjög sennilegt er, að sá, sem opnaði sögn, hafi sagt í lje- legum lit. En hafi sá, sem opnaði sögn sagt tvo í hjarta (sama sem úttekt), þá er skylda að hækka sögnina ef nokkur ráð eru til þess. Ef millihönd segir pass við fyrstu sögn, hafa sumir þann sið að hækka sögn mótspilamanns síns. En það hefir litla þýðingu í venju- legu bridge. Oðru máli er að gegna um ákvæðisbridge. Þá er ]>að skylda mótspilamanns að hækka sögn fjelaga síns eins mik- ið og unt er, eða um jafn marga slagi og liann getur tekið frain yfir tvo (því að sá, som segir fyr gerir altaf ráð fyrir að hin höndin geti fengið tvo slagi). SmcFlki. — Mamma, hvað er langt síðan pabbi dó? — Hann er ekki dáinn, drengur minn, en hann er farinn að stunda „billiard“-leik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.