Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Side 1
Vígbúnaður þjóðanna og jafnrjettiskröfur Þjóðverja. LJm fátt er nú meira talað heldur en hinar suo nefndu jafnréttiskröfur Þjóðuerja. t eftirfarandi grein lýsir þýski rithöf- undurinn Hans u. Gaudecker þui, á huerju Þjóðuerjar byggja þess- ar kröfur sinar. Varðliðsskifti fóru fram nýlega. í fararbroddi nýju varðsveitarinnar lúðraþytur, trumbusláttur og pípna- blástur. Eftir „Unter den Linden“ gekk varðsveitin og beygði síðan inn í Wilhelm3strasse. Hjá höll forsetans leysti hún hina varðsveitina af hólmi. -Forvitnir menn stóðu með öllum götum fram og virtu fyrir sjer þessa einkennilegu sjón. Barn nokkurt hjelt að hinir grástökkuðu hermenn væri lögreglulið. Þetta var í fyrsta sinn að það hafði sjeð hermenn. I Þýskalandi er fjöldi barna, sem aldrei hafa sjeð hermann. „Eyrir stríðið þá var alt með öðr- im svip; þá sáust hjer hermenn“, sagði maður nokkur gremjulega, og sló út með hendinni eins og til að undirstryka það að þá hefði alt verð betra en nú. Einhver benti honum þá á það, að nafnið soldáti (her- maður) væri dregið af Sold (máli) og nú hefðum vjer fengið málalið — í staðinn fyrir það, að áður hefði verið hjer þjóðarher, sem hver maður var skyldugur að ganga í og leysa þar af hendi ákveðinn herþjónustu- tíma. „Jú, svona er það. Almenn her- skylda er bönnuð. Áður fekk hver hermaður 22 pfennig kaup á dag, en nú fer ógrynni fjár í hið litla land- varnarlið. Afleiðing Versalasamnings- ins ........“ Með Versalasamningnum er það ná- kvæmlega ákveðið út í ystu æsar hvernig her Þjóðverja má vera. Með lionum er bönnuð almenn herskylda, en ákveðið, að þeir, sem eru í hemum, skuli vera þar í tólf ár samfleytt, og vera þó sjálfboðaliðar. Ennfremur er ákveðið að í landhernum megi ekki vera nema 100 þús. manna og í sjó- liernum ekki nema 15 þús. manna. Þetta er nú sá her, sem ætlaður er stóru ríki og stórþjóð. Og svo má liann ekki vera almennilega útbúinn. Honum háir það hvað herþjónustu- tíminn er langur. Vegna .þess er lítil von um það að hækka í tigninni, vegna þess verður erfitt að halda góðum aga, sem nauðsynlegur er í hverjum her, og með þessu móti er Schleicher hermálaráðherra (vinstra megin). Myndin var tekin við her- æfingar í Austur-Prússlandi, en eftir að þær höfðu farið fram, komu Þjóðverjar með jafnrjettiskröfur sínar um vígbúnað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.