Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1932, Qupperneq 6
298
LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS
álitamál, hveiiær hann hefir látið
gera göngin, og er þó varla nema
um tvö tímabil að tala. Hið fyrra
1242—1249, meðan Þórður kakali,
bróðir Steinvarar húsfreyju á
Keldum, var að brjótast um og
berjast til valda nyrðra, og til
erfðafjár eftir föður sinn. Kom
hann bæði nýnefndu árin og þar
á milli, að Keldum (Sturlunga
III.).
Þó Hálfdán vildi ekki ganga í
lið með Þórði, og bæði Þórður og
Steinvör reiddust honum fyrir það,
þá fór þó furðuvel á milli þeirra
máganna. Og varla mun Þórði
bafa komið til hugar að ræna
systur sína á Keldum, nje heldur
mönnum hans. Þórður sýndi líka á
þessum árum fult traust til göfug-
mensku og drenglyndis Hálfdáns,
bæði með því að vilja leggja deilu-
mál sín við sunnlenska bændur,
undir úrskurð beggja hjónanna, H.
og Steinv. 1242 (Sturl. III. 171.
kap.). Og eigi síður 1246, þá er
Þórður setti Hálfdán yfir ríki sitt
nyrðra og búið á Grund í Eyja-
firði, með því skilyrði, að þau
hjónin sætu þar, meðan hann væri
ytra (III. 208).
Hitt tímabilið er 1260—1264,
þegar 'ófriðurinn var milli Gissurs
jarls og Andreassona (bróðursona
Hálfdáns á Keldum). Þessi árin
fór Gissur tvær herferðir um Rang-
árvöllu, með mörg hundruð manna.
Að vísu er ekki nokkur bær á
Rangárvöllum (eystri) nefndur
sjerstaklega, er fyrir ránum og
heimsóknum varð í þessum ferðum.
En sagt er í fvrra skiftið (um
1260), að Gissur „reið austr yfir
ár með átta hundruð manna"
(= 960), og: „Þá var víða rænt
á Rangárvöllum, ok drepin tíu
hundruð nauta um haustit". —
Loks var þá sett þing að Þing-
skálum og griðum heitið milli
Gissurs og Þórðar Andreassonar á
Stóruvöllum. (Sturl. TV. 324 k.).
í síðari ferð Gissurar, þá er
hann tók Þórð af lífi 1262, lá leið
þeirra á milli Teigs í Fljótshlíð og
Þrándarholts í Gnúpverjahreppi.
Er því varla líklegt að allur flokk-
urinn hafi farið fram hjá Keldum.
En þá þykir mjer trúlegast, að
Hálfdán væri búinn að gera undir-
göngin, og hefði gert þau rjett
fyrir fyrri herförina, eða um hana,
meðan mesti fjöldi liðsins hefir
setið fyrst í stað, að búum þeirra
Andreassona á Landinu (Rangárv.
ytri), Stóruvöllum og Skarði.
Þó margir menn á þessum ára-
tugum björguðu góssi sínu og lífi
með því að flytja það og flýja í
kirkjur, þá var ekki hægt að
treysta á kirkjufriðinn, nema
drenglyndir menn sæktu að — eins
og Þórður kakali. Þykir mjer lík-
ara, að þá er hann var á ferðum
sínum, hefði Steinvör húsfreyja
dregið úr, og talið með öllu óþarft
að gera göngin, þó til orða hefði
komið. En þar á móti eggjað til
þess og verið hvatamaður, þegar
von var á Gissuri. Síst hefir hún
viljað sýna honum mikla rausn
eða nokkurn blíðskap, föðurbana
sínum og bróðurbana. Og við öllu
hinu versta mátti hún búast, hefði
nokkuð nýtt borið á milli.
Eftir þessu tel jeg líklegast, að
göngin sjeu nú um 670 ára gömul.
Og má furðu gegna, að öll þessi
ár skuli moldargöngin hafa staðist
alla jarðskjálfta, og umferð yfir
þeim. Svo og það, hve jarðvegur-
inn hefir verið orðinn þykkur, á
svo háum stað, þegar göngin voru
gerð.
5. Að Ingjaldur á Keldum hafi
látið gera göngin (1011—1012),
eða nokkur ábúandi á Keldum, á
undan Oddaverjum þar, getur ekki
borið sig, ef skilja má orðin í
Biskupasögum e. I. 293, eins og
jeg vil telja líklegast. Þar er talað
um Jón Loftsson frá Odda, eftir
að hann hafði flutt búnað sinn að
Keldum, og sæst við Þorlák biskup
lvelga: „Jón ljet nokkru síðar en
þessir atburðir gjörðust, smíða
kirkju og klaustrhús firir norðan
læk at Keldum“.
Ef bærinn á Keldum hefði þá
verið fyrir norðan lækinn, væri
ekki svona að orði komist. Yil jeg
því ráða af þessu orðalagi, að þá
(um 1193. Sbr. Sögu Oddastaðar,
bls. 18—19) hafi bærinn enn stað-
ið fyrir sunnan lækinn á Keldum.
En sennilegt tel jeg, að íbúðin hafi
verið flutt skömmu eftir aldamótin
1200, í klausturhúsið (skálann?)
og önnur ný hús, á sahia stað sem
bærinn stendur enn í dag. Þar er
hærra og fegurra, en á sljettunni
fyrir sunnan lækinn, Framtúninu,
þar sém talið er víst, að bærinn
liafi staðið í fyrstu. Til sanninda-
merkis um það, sást enn fyrir
bæjarrústum þar og tröðum eða
heimreið þangað, alt fram undir
síðustu aldamót. Nú er orðið því
nær sljett yfir þetta alt af sand-
áburði, og hulið gróðri.
6. Búast má við því, að þetta
gamla og merka bæjarstæði, verði
alveg gleymt og týnt eftir nokkra
áratugi.
Yæri þó mjög merkilegt, ef enn
mætti finna leifar og skipulag þess
bæjar, sem Jón Loftsson — mesti
bændahöfðingi Tslands — bjó í á
Keldum. Hefir þar vafalaust verið
grjót í veggjum, og ólíkt meiri
líkur til að finna húsaskipun og
óhreyfðar undirstöður, en t. d. á
Bergþórshvoli, þar sem mj'rarkekk
ir einir hafa verið í veggjum, og
allra alda umrót bætist þar ofan á.
7. Þjóðin er nú orðin svo sinnu-
laus um fornsögu sína, að hún lætur
margar merkilegar minningar og
forn mannvirki gleymast, og glat-
ast ár frá ári af sandfoki og um-
róti sjávar og vatna.
Nú vilja ekki svo margir styrkja
Fornleifafjelagið (með aðeins 3 kr.
árstillagi) að það geti látið ókaup-
dýran mann, fara um merkustu
fornleifabygðir landsins, til að at-
buga það er gamlir menn muna, og
mæla og lýsa því er enn sjest ofan
jarðar, af merkustu fornminjum.
Þetta gat fjelagið þó og gerði, á
dögum Br. J. fomfræðings. Því
síður virðist þjóðin nú vilja láta
grafa til rannsókna á sögustöðum.
Fyrir áhuga nægilega margra
manna, var þetta þó kleift á dög-
um Sigurðar Vigfiíssonar fomfræð
ings. Er þeim nú og öðrum ágætis-
mönnum, illa þökkuð starfsemi og
aðstoð við allan þann sögulega
fróðleik, sem geymdur er í Árbók-
umFornleifafjelagsins alt frá 1880.
Þá var leitað, og margt merkilegt
fundið. En nú ræður tilviljun ein
hvað finnast kann, af því sem
hulið er.
V. G.