Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Síða 3
LBSBÓK MOItOTTNBLÁBSlNS
4*
30S
Flugkonur.
Eina manneskjan, seui tvívegis hefiv
f'arið í flugvjel yfir Atlantshaf frá
Bundaríkjum til Englands, er Amelia
Earhart. Flestir aðrir hafa fengið nóg
af því að fljúga einu sinni yfir hafið.
í fyrra skiftið, 1928, var Ainelia Ear-
hart farþegi hjá Wilmer Stultz, en í
maímánuði í sumar flaug hún einsöm-
ul yfir hafið. Það hafa ekki nema
þrír aðrir gert, að fljúga einir síns
liðs vfir Atlantshaf, Lindbergh, Hinkl-
er og Mollison. Frú Ainelia setti jafn-
framt nýtt met á flugi milli álfanna
og hún hefir líka sett met í því að
tljúga í einum áfanga milli San
Franeiseo og New York.
Enska flugkonan Amy Johnson, nú
frú Mollison, er fræg fyrir flug sín.
Frægasta flug hennar er það er hún
flaug 1930 frá Englandi til Astralíu.
Eitt af stórblöðunum kostaði það flug
og hún fekk 10.000 sterlingspund fvrir
]>að. Hún varð taugaveikluð á því
flugi, og er það máske ekki undarlegt.
Og þegar maður hennar, Mollison,
flaug yfir Atlantshaf í sumar, og
hún frjetti að læknar segði að taugar
hans væri ekki í lagi, harðbannaði
hún honum að fljúga heim aftur, eins
og hann hafði ætlað sjer.
I Olvmpsleikum kvenna í Gautaborg
1920, tók þátt stúlka, sem hjet Sophie
Elliatt-Lynn. Hún varð fyrst enskra
kvenna til að eignast flugvjel og stýra
henni sjálf. Seinna giftist hún og varð
lafði Heath. Hún átti einu sinni met í
háflugi fyrir konur (19.000 fet) og
met í háflugi með farþega (17.200
fet). Svo í'Iaug hún ein síns liðs frn
Kapstaðnum til Englands. Seinna fór
hún til Ameríku og leysti þar fyrst
kvenna próf sem stjórnandi farþega-
flugvjelar. En hún hafði þess lítil
not, því skömmu seinna hrapaði hún í
flugvjel sinni og meiddist hættulega.
Síðan hefir hún ekki flogið.
Lafði Bailey er einnig kunn ensk
fhigkona. Hún lærði hjá lafði Heath.
X'orið 1928 flaug hún frá London til
Kapstaðar. Frá Khartum fvlgdi henni
þc karlmaður, Bentley liðsforingi, sem
hafði flogið með lafði Heath vfir
l.ættulegasta svæðið í Afríku. Hann
bauðst til þess, þegar yfirvöldin í
Khartum bönnuðu lafði -Bailey að
fljúga þar vfir, af því þau töldu víst,
að hún mundi drepa sig. En frá
Nunule til Tabora flaug hún þó ein.
Þar var hún svo óheppin að skemma
flugvjel sína í lendingu og varð að
bíða þar í 10 daga eftir flugvjel, sem
maður hennar sendi henni frá Pre-
Amy Johnson Mollison.
toria. Síðan helt hún áfrani fluginu til
Kapstaðar. Um haustið flaug hún heim
aftur, en þá flaug hún meðfram vest-
urströnd Afríku og kom heim til
London í janúar 1929. Nú er hún hætt
langferðum en heldur þó áfram að
fljúga heima í Englandi.
Ein af flugkonum Breta heitir Miss
S]>ooner. Hún hefir hvað eftir annað
tekið þátt í kappflugi. Árið 1928 varð
hún þriðja í röðinni í kappfluginu
um King’s Cup og hin fimta í röð-
inni 1929. Sama ár varð hún líka hin
fimta í röðinni í Evrópu hringfluginu.
I ár ætlaði hún enn að taka þátt i
þessu flugi á ítalskri flugvjel. A
reynsluflugi varð hún fjórða í röð-
inni, en svo bilaði flugvjelin og hún
varð að hætta.
Á rið 1931 var það kona sem vann
King’s Cup. Það var Miss Winifred
Brown. T ár varð hún 21. í röðinni í
þessu kappflugi, en Miss Spooner sú
fimtánda.
Merkilega flugferð fór Mrs. Vietor
Bruee veturinn 1930-—1931. Það var
kallað hnattflug, enda ])ótt hún færi
skipum vfir úthöfin. Hún lagði á
slað frá Heston í Englandi 25. sept.
1930, flaug yfir Evrópu til Jask —
Karaehi — Kalkutta — Rangoon —
Bangkok — Sanghai — Söul (f Korea)
— Tokio. Frá Yókohama fór hún með
gufuskipi til San Francisco, flaug svo
|>aðan til Vancouver ■— Los Angeles,
yfir Mexiko til New York og kom
þangað 5. febr. 1931. Þaðan fór hún
nieð gufuskipi til Frakklands og flaug
svo þaðan til Crovdon og kom þangað
25. febrúar. A 47 flugdögum hafði
hún flogið 19.000 enskar mílur. f sum-
ar ætlaði hún ásamt tveimur karl-
Am.elva Earhart-Pntnam. Myndin er tekin er henni var fatjn-
uð í ráðhúsinu í New York, heimkominni eftir Atlantshafsflucjið.
Borgarstjórinn margumtalaði, Jimmy Walker, er að rjetta henni
gidlmedálíu til minja um hið fræga flugafrek.