Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Blaðsíða 4
LESBÓK M0R6UNBLAÐSINS
304
Miss Spooner.
mönnum aÖ setja met í þolflugi. Þau
atluðu að vera einn mánuð á flugi,
að minsta kosti og fá bensín frá öðr-
um flugvjelum í loftinu. En þau voru
ekki nema nokkrar klukkustundir á
flugi; þá bilaði einn hreyfillinn af
þremur í flugvjelinni. Það var ekki
hægt að gera við hann á fluginu og
urðu þau því að hætta við fvrirtækið.
Miss Salaman, ensk flugkona, fór í
langferð 1931 og var mikið um þá
ferð talað. Hún flaug frá Lympne til
Kapstaðar, 7010 enskar mílur, á 64
klukkustundum og var það þá met.
Síðan flaug hún heim aftur. Átti þetta
að verða henni til ævarandi frægðar,
t'v svo kom það upp úr kafinu að hún
hafði í rauninni aðeins verið farþegi
á | ies.su flugi, því að karlmaður, Mr.
Stone að nafni ,hafði stýrt flugvjel-
inni. Það brevtti málinu talsvert.
Kvenfólkið á meginlandinu hefir
ekki verið jafn gefið fyrir langferðir á
fiugi eins og enska kvenfólkið, en þó
eru þar nokkrar frægar flugkonur.
Franska flugkonan Marvse Hilsz flaug
í nóvember—‘desember 1930 frá París
til Saigon. Á heimleiðinni braut hún
Fugvjel sína í Stambul og komst ekki
til París fvr en í febrúar 193L
Madame Maryse Bastie hefir orðið
fræg fvrir það að fljúga í einum á-
fanga frá La Bourget til ITrino í
Rússlandi á lítilli skemtiflugvjel
(Klemm). Vegalengdin er 2976.9 km.
og þetta flug er heimsmet fvrir flug-
vjel, sem ekki vegur meira en 200—
350 kg. Madame Bastie hefir líka sett
önnur met, í þolflugi, fyrst í 26 klst.
47 mín. og síðar í 37 klst. 55 mín.
Madame Maryse Hilsz náði nýju
meti fvrir konur í háflugi hinn 19.
ágúst s.l. Hún komst 10.000 metra í
loft upp.
Lena Bernstein, sem er fædd í
Rússlandi, en alin u]ip í Frakklandi,
setti met fyrir konur í langflugi 1929.
Hún flaug þá í einum áfanga frá
L tres til Sidi Barani í Egyptalandi,
i;g eru það 2268 km. Þar af lá leiðin
2000 km. vfir Miðjarðarhaf og var
þetta ]>á jafnframt lengsta flug yfir
haf, sem nokkur kona hafði farið.
Hún náði líka meti í eins manns þol-
fiugi á 35 klst. 46 mín. og fór þar 13
mínútur fram úr meti Martin Jensens
Vestur-Danans. I vor var hún í Norður
Afríku og bjó sig undir það að setja
nýtt met í langflugi. En flugvjel
hennar var ekki í góðu lagi og sjálf
Ruth Nichols.
var hún víst taugaveikluð. Nokkuð er
það, að yfirvöldin bönnuðn henni að
fljiiga. Hún tók sjer þetta ákaflega
nærri og hvarf. Skömmu seinna fanst
hún . liðið lík á afskektum stað á
flugvellinum. Hún hafði tekið inn
eitur.
Af þýskum flugkonum eru kunn-
astar þær Elli von Beinhorn og Marga
von Etzdorf. Elli von Beinhorn hefir
flogið til Suður-Afríku; ennfremur
hefir hún flogið til Ástralíu og nokkr-
ar flugferðir í Suður-Ameríku.. Marga
von* Etzdorf f'laug 18.—29. ágúst 1931
frá Berlin til Tokio, en sú vegarlengd
er 7000 enskar mílur. Þá má og nefna
þýsku flugkonuna Thea Rasche eða
„Die rasche Thea“, eins og hún er
venjulega kölluð. Vera von Bissing og
Liesl Bach eru báðar kunnar fyrir
bstflug. Hrn síðarnefnda tók með
heiðri þátt í kappfluginu hringinn í
k'ring um Þýskaland.
Vestanhafs eru margar flugkonur
en fáar frægar. Sú fyrsta, sem varð
nafnkunn, er Ruth Niehols. Hún tók
flugpróf 1922. Árið 1928 náði hún
þar meti fyrir konur í langflugi með
því að fljúga í einum áfanga frá New
York til Miami, um 2050 km. Þessa
vegalengd flaug hún á 12 klst. Hún
er talin ein af fræknustu flugkonum
Bandaríkja. Árið 1931 átti hvin met
í háflugi 8.761 m. I sumar ætlaði hún
að fljúga vfir Atlantshaf, en varð ]>á
fyrir flugslysi og varð að hætta við
ferðina.
Árið 1929 setti 17 ára stúlka. Miss
Elinor Smith met í þolflugi, 13 klst.
16 mín. En það stóð ekki nema mánuð.
,,Bobbi“ Trout færði það upp í 17
klst. 5 mín. I apríl færði Miss Smitli
]>að svo enn upp í 26 klst. 21 mín. 32
sek. Síðan hefir hún tekið ]>átt í
mörgum kappflugum og metatilraun-
um. —
Hinn 19. ágiist í sumar lentu þær
Mrs. Frances Marsalis og Mrs. Louise
Thaden á Curtiss Field eftir að hafa
verið 196 klst. á flugi samfleytt, eða
í rúma 8 sólarhringa. Með því höfðu
þær slegið met þeirra „Bobbie“ Trouts
og Miss E. Mavs, sem var 122 klst.
50 mín.
Hraðflugsmet kvenna er ekki langt
á eftir hraðflugsmeti karlmanna. Hinn
•3. sept. setti major Doolittle í Cleve-
land hraðamet 471.2 km. á klst. Dag-
inn eftir setti Mrs. Haizlik nýtt met
fyrir konur með 411.1 km. á klst. að
meðaltali. Gamla metið átti Ruth Nic-
Louise M. Thaden.