Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
S06
hols, 338.0 km. á klst. Mrs. Haizlip er
t-'ift kiumum flugmanni. Hann setti í
sumar nýtt met í flugi milli Los
Angeles og New York á 10 klst. 10
mín. Amelia Earhart flaug þessa leið
í sumar á 10 klst. 4 mín .og var það
þá met.
Spanska stúlkan Conehita Peeho
!;>uk flugprófi þegar hún var 17 ára
og sama árið var hún kosin fegurðar-
drotning. Um flugafrek hennar hefir
ekkert heyrst.
I Svíþjóð hafa tvær konur lokið
1iug]>rófi, frú Maggie Florman og frú
Eva Diekson. Norðmenn eiga eina
fiugkonu, Gidsken Jaeobsen.
—■—
Frá Ingermanlanöi.
(Tleðferð Rússa á Finnum þar.
Eftir Herman Bummerus.
Ingermanland (á finsku Inkerinmua, á rússnesku
Ijerskaja zemlja) er hjerað fyrir botni finska fló-
ans og hefir nú veriö innlimað í hjeraðið Petrograd.
Hjeraðið var sænskt þangað til 1721. Um 20 árum
áður hafði þó Pjetur mikli lagt það undir sig og 1703
byrjaði hann að byggja St. Pjetursborg (nú Lenin-
grad) syðst á því, hjá ánni Neva.
Það hefir verið hljótt um Inger-
manland eftir heruidarverkin sem þar
voru framin vorið og sumarið 1931.
Er þá hermdarverkunum lokið, og er
Hfið orðið þolanlegt fyrir þá, sem
ekki hafa verið fluttir til þrælavinnu
á Ivolaskaga, til skóganna í Norður-
Hússlandi, eða námanna í Síberíu ?
Langt frá því. Það er sífelt verið að
taka menn með valdi og flytja þá
burtu. Flóttamenn, sem komist hafa
hurtu úr þessu ógæfusama landi, segja
að ofsóknirnar haldi áfram gegn öll-
um þeim, sem sovjetstjórninni þókn-
ast að hafa horn í síðu á. Eu Inger-
manlendingar eru ekki hinir einu, sem
grimd sovjets bitnar á. Margar miljón-
ir bænda í Stórarússlandi, Hvítarúss-
landi, Ukraine, Kákasus, Turkestan
og Tartaralöndum hafa sætt sömu
meðferð. Er það þá ekki smásmuglegt
að vera að tala um það að 150 þús-
undir Finna í T ngermaji sl a n d i sje
kúgaðar og ofsóttar?
. Vjer Finnar getum ekki miðað við
hiifðatöluna. Satt er það, að Finnar í
íngermanlandi eru fáir, en þetta eru
landar vorir og þeir eiga heima rjett
ntan við landamæri vor. Þeir eru
lúterstrúar, eins og vjer, og altaf síð-
an Svíar rjeðu yfir landinu hafa
þeir geymt trú Vesturlanda á frjáls-
ræðið, frelsi einstaklingsins og eignar-
rjett.
Sorgarlegar eru frásagnirnar um
herleiðingu þeirra. Aðfaranótt 9. maí
konx stór flokkur G. P. U. hermanna
til Myllyoja, skiftu sjer þar og fóru
til þorpanna Ráápyvá og Keltto, rifu
íbúana upp úr fasta svefni, handtóku
marga, menn, konur og böm, unga
óg gamla, lokuðu þá inni í dimmum
kjallara um nóttina, og fluttu þá
í’.æsta dag í hurtu á fjórum járn-
brautarvögnum. Ættingjar þeirra og
vinir voru harmi lostnir. Ef einhver
tlaði að kveðja ástvin sinn, ráku
hermennirnir hann á burt með högg-
unx og barsmíð. Meðal þeirra, sem
fluttir voru burtu var 65 ára gönxul
kona, og móðir með 5 börn sín, hið
elsta 12 ára, hið yngsta fimm vikna
gamalt. Faðir þeirra hefir áður verið
herleiddur. —
— Ofsóknirnar gegn hinum svo
nefndu „Kúlökum" eru alls staðar
eíns. Fvrst er lagður á þá svo þungur
skattur, að þeir geta ekki horgað hann.
Þá eru þeir skyldaðir til þrælavinnu,
t. d. að höggva 250 teningsmetra af
trjávið. Og er þeir geta ekki annað
því, eru eignir þeirra seldar, og þeir
eru fluttir á burtu, ásamt fjölskyld-
um sítmm til þess að vera þrælar ein-
hvers staðar. Fólkinu heima fyrir
fækkar stöðugt. í Rumpali-þorpi, ]xar
sem áður bjuggu 40 fjölskyldur, eru
nú aðeins fimm menn eftir.
Illa æfi eiga líka þeir ,sem eftir
eru. Þeir eru svo fáir, að þeir geta
ekki ræktað jörðina. Akrarnir verða
að beitilandi. „Þrátt fyrir það, að
vorið fer nú í hönd, treystist enginn
í minu þorpi til að vinna neitt“,
sagði einn flóttainaður. „Skortur var
á útsæði en af því litla sem til var,
i iðu bændur að láta sameignarbúin
fá mikinn hluta, því að þau áttu ekk-
ert útsæði. Hver smábóndi varð t. d.
að afhenda tvo poka af kartöflum, og
stærri brendur f.jóra poka“. Það er
levft að flvtja landbúnaðarafurðir til
Leningrad, en ]>ær eru skattlagðar á
allan hátt. T. d. verður hver maður
að greiða 2.50 rúblur til ]>ess að fá
leyfi til að fara með hest og vagn um
giitur borgarinnar. Sá, sem ekki hefir
í höndum kvittun fyrir þessu gjaldi,
sætir stórsektum. —
Allar lífsnauðsynjar eru j geypi-
verði. Einn poki af kartöflum kostaði
15 rúblur í vetur, en í maílok 50—-60
rúblur. Verðið fyrir 1 kg. af kjöti
hækkaði úr 4—5 rúblum upp í 24
rúblur, fyrir 1.4 kg. brauð úr 50
kopekum í 2.50—3.50 rúblur, og fyrir
1 litra mjólknr úr 1.60 í 3.50 rúblur.
„Meðal mikils þorra íbúanna er hung-
nrsneyð“, ségir oinn flóttamaður.
„Hjá oss í Keltt.o, eru vorkamenn,
komnir lengst innan úr Rússlandi, og
vinna að vogagerð o. fl. fyrir stjórn-
ina. Þeir eru sveltir svo, að þeir
stela útsæðiskartöflum upp úr giirð-
unum. Það er madt að þetta sje
bændur frá Ukraine, sem ekki hafi
viljað sameignarbúin. Þeir lifa eins
og villudýr í holmn og gjótum utan
við bæinn. — Þeir, sem þarna eru
búsettir líða líka hungursneyð, ]>ví
ekki hefir verið hægt að sá í nema
litla skika í vor og útsæðið var Ije-
legt. Þeir, sem enn halda jörðum sín-
um, gátu ekki sáð noma í lítinn hluta
af því landi, sem ]>eir ræktuðu í
fvrra“. Ofan á þetta hætast marg-
faldir skattar: búnnðarskattnr, tekjn-
skattur. kvikmyndaskattur, menningar-
skattur, „traktor"-skattur, skvlda til
að kaupa skuldabrjef sowjet-stjórnar-
innar og „frjálst" samkomulag um
það að selja ríkinu alla framleiðslu
sína fvrir sama sem ekkert. Þetta
„frjálsa“ samkomulag er þannig til
komið, að G. P. U. hótar bændnrn
öllu illu, ef þeir Játa ekki framleiðslu
sína af hendi. En kjörin eru þau, að
enginn einasti bóndi getur uppfylt þau.