Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 2
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það, hver þörf er fyrir þetta safn ogr hvernij? menn hafa knnn- að að færa sjer það í nyt. En nú er komið að sömu vand- ræðunum eins ogr áður á Skóla- vörðustígr 3, að húsakynnin eru orðin alt of litil og stendur það safninu tilfinnanlega fyrir þrif- um svo að ólijákvæmilegt er að iitvega því ný húsakynni hið allra fyrsta. Þótt húsrúm safnsins í Ingólfsstræti 12 mætti kallast við- unandi þegar safmð flutti þang- að, : verður að gæta þess, að öll rffarfsemi ]>ess liefir rúmlega tvö- faldast síðan og bókum þess fjölg- að að sama skapi. Safnið á nú um 12 þúsund hindi og þar af eru um 2000 hindi í út- lánum að jafnaði- En nú er ekki autt hillurúm í útlánsdeild fyrir meira en sem svarar fjórða hluta þeirra bóka, sem eru úti- Yæri öll- um þessum hindum skilað sam- tímis yrði að stafla meginhluta þeirra á gólfið vegna þess að ekki er riim fyrir þau í bókaskápun- um. Og skáparnir eru nú svo þröngt settir, að ekki verður bætt við þá. Eru þrengslin þegar orðin of mikil og má hest marka það á því að bækur, sem er,u neðariega í skápunum eru sjaldnar fengnar að láni en hinar, sem ofar eru, vegna þess hve erfitt er að ná i þær fyrir þrengslum þegar aðsókn <•)• mikil. Æskilegast væri auðvitað að safnið fengi eitt eigið hús, sem sniðið væri eftir þörfum þess og miðað við framhaldandi vöxt. En l>ess verður sennilega nokkuð að híða að fje fáist til slíkrar hygg- ingar. Þó á nú safnið vísi til hús- hyggingarsjóðs, og mun hann með vöxtum nema um 20 þús. krónum Þessu fje het'ir verið safnað þann- íg, að hvert bókalánsskírteini hef ir verið selt á 25 aura og drátt- areyrir reiknaður 5 aurar á dag ef bók er haldið lengur en 10 daga samfleytt- Safnast þegar saman kemur, og námu tekjur sjóðsins 013.55 kr. fyrsta árið, en 2.346.80 krónum árið 1032. Um starfsemi safnsins. Eins og fyr getur, á safnið nú um 12 þúsund hindi af hókum, og skiftist það þannig að nálega er jafnt af hvoru, fræðibókum og skáldritum. Seinasta árið vant- ar ekki mikið á það, að lánuð hafi verið 3 bindi á mann í bæn- um til jafnaðar, og þætti það gott víða erlendis. Oft hafa verið lán- uð fleiri bindi en 300 á dag, mest 411 bindi á einum degi. Af þessum bókum er tæpur fimti liluti fræði- bækur. Er það svipað hlutfall og í mörgum erlendum bókasöfnum, en sums staðar erlendis er meiri eftirspurn að fræðibókum, svo að fjórða Jiver bók, sem lánuð er, telst til þess flokks. Ekki mun ]>að þó stafa af þvi, að íslendingar sje ekki jafn fróðleiksfúsir og aðrar þjóðir, að hjer er tiltölulega minna fengið að láni af fræðibók- um en annars staðar. Stafar það sjálfsagt fremur af liinu, að ís- lenski bókamarkaðurinn er sára snauður af alþýðlegum fræðibók- um. en margur maðurinn getur ekki haft not fræðibóka á annari tungu en íslensku. Hinu ber ekki að neita að eðlis- far fslendinga er þannig, að þeir hafa unun af skáldskap og fögr- um bókmentum. Sumir halda því fram að aldarandinn sje nú orðinn sá, að almenningur liafi mest gam- an að reifararusli. En ekki hefir Alþýðubókasafnið þá sögu að segja, því að sú er þar reynslan rið fólk sækist ekki síður eftir góðum skáldritum en ljelegum. Er það bæjarhúum til sóma og ber ekki vott um það að hin svo kallaða ..Orimsby-menning“ sje hjer í slíku algleymi og sumir lialda fra m. Lesstofur safnsins hafa mikið verið notaðar, og notkun þeirra hefir* farið hraðvaxandi í seinni tíð, eins og áður er á drepið. — Stafar sú aukna aðsókn að miklu leyti af því, að .námsfólk úr ýms- um skólum hagnýtir sjer meir og meir bókakost safnsins. Bókasafnið liefir ekki viljað úti- loka börnin. Fyrst voru þeim æti- nð sæú meðal fullorðinna, en brátt reymrst nauðsynlegt hjer eins og annars staðar að liafa sjerstaka lesstofu fyrir þau. Veldur þar margt um, en þó aðallega það. að börnin trufli ekki lestur annara, og svo er það alt annar bóka- kostur sem börnum er ætlaður lieldur en fullorðnum. Þess vegna stofnaði safnið sjerstaka barna- lesstofu, en húsakynnin hafa verið þannig, að hún var þegar í upp- hafi of lítil og verður þetta ae tilfinnanlegra með hverju árinu sem líður, og horfir nú til hreinna vandræða um það vegna þess livað aðsóknin eykst stórkostlega. Fyrir Reykvíkinga er það mjög þýðing- armikið að hjer koinist upp rúm- góðar barnalesstofur, eigi aðeins \egna þess að börnin geta aflað sjer þar þekkingar og Iært hátt- prýði, lieldur jafnvel fremur vegna liins, að li.jer hafa börnin að fáu að liverfa neina götunni. Er götulíf barna eigi aðeins sið- spillandi, heldur er lífi þeirra og limum sífeld hætta búin af umferðinni. Nú er svo komið, að eigi Alþýðuhókasafnið að búa við sömu húsakynni og það hefir, enn um sinn, er nauðsynlegt að útvega því barnalesstofu annars staðar til hráðabirgða. Mundi þá um leið rýmka nokkuð um aðra starfsemi safnsins, og er þess full ])örf. Ein hliðin á starfsemi safnsins er sú. að það lánar skipum smá bókasöfn — um 40 bindi í senn — o<r hafa verið lánuð 40—60 slík hókasöfn á ári. Eru þau flest lán- uð fiskiskinnm og mun slíkt tæn- lega þekkiast annars staðar i lie’ininum. Er það oss Reykvík- ingum og safninu til sóma að tekin var hjer upn sú nýbreytni. Man jeg það að dr. Jón Stefáns- son, sem er líklega allra íslend- inga kunnastur erlendum bóka- söfnum og starfsemi jieirra, varð svo stórhrifinn þegar hann komst að þvi að Alþýðuhókasafn Reykja víkur liafði tekið upp jiessa ný- breytni.' að liann gat ekki orða bundist og reit grein þar sem bann lýsti aðdáun sinni á þessari hugmvnd og gleði sinni út af því, að íslendingar hefði orðið for- göngumenn á þessu sviði. Sumum mun þó ekki liafa litist vel á þetta í hvr.iiin. og óttas.t það að þetta ráðlag vrði til þess að bókasafnið glataði bókum unnvörpum. En reynslan sýnir. að yfirleitt hefir þetta gefisf Yek Skipverjar nota

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.