Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 8
120 LESBÓK MORGUNBLAÐ3INS Selma Lagerlöf Nkáldkonan fræga verður 75 ára hinn 20. nóvember næstkomandi. í tilefni af því liefir Ijanna Pauli málað þessa mynd af lienni, og var málverkið á sýningu sem ný- lega var haldin í Stokkhólmi og Eugen prins stóð fyrir. Afvopnun Djóðvcrja. Samkvæmt Versala-friðarsamn- ingunum mega Þjóðverjar ekki hafa nema 100.000 manna her „að- eins til þess að lialda uppi reglu í landinu og' til landamæravörslu“ ■ Það er nógu fróðlegt að athuga hvernig þessari ályktun var náð. Upphaflega kom hin svokallaða Loucheur-nefnd fram með álit sitt um afvopnun Þjóðverja liinn 7. febi-úar 1919. Þar er talið, að til þess að geta haldið uppi reglu innanlands og á landamærum, sje „alveg bráðnauðsynlegt“ fyrir Þjóðverja að hafa 1100.000 manna her og almenna herskyldu. Þessi her þyrfti að hafa um 1000 stórar fallbyssur og 412.500 byssur. Auk þess áttu Þjóðverjar að hafa hern- aðarflugvjelar, sprengjukastara o- s frv. Næst kom nefndarálit frá liinni svokölluðu Foeh-nefnd hinn 3. mars sama ár. Áleit hún að Þjóð- verjar þyrfti að hafa 200.000 manna her og almenna herskyldu. Herinn átti að hafa 180 stórar fallbyssur og 600 ljettar fallbyss- ur. — Hinn 10. níars kom þessi sama nefnd fram með nýtt álit. Þá vildi hún að herinn væri 140.000 manna sjálfboðalið, hefði engar fallbyssur og ljeti sjer nægja 150.000 byssur. En ekki var öllu lokið með þessu. „Fjögra manna iáðið“ ákvað 10. mars að herinn skyldi ekki vera nema 100.000 manna. Og seinna var svo ákveðið, að upp í sjálfa friðarsamningana skvldi taka ákvæði um það, að Þjóðverjar inætti aðeins eiga 288 l.iettar fallbyssur, engin stór vopn, engar hernaðarflugvjelar, enga landdreka, o, s. frv, Briöge. S: enginn. H: 4. T: K, 5, 4. L: Ás, 5, 3, 2. B S:K, 10,9. . H:ekkert. B T:G, 10,9. b L: G, 10. S:6, 4, 2. H: 2. T:D, 7, 6. L: D, Hjarta er tromp. A slær út. A og B eiga að fá 6 slagi. Mý uppgötvun. Tuttugu og fimm ára gömul frönsk stúlka, Germaine Gourdon hefir nýlega fullgert áhald til þess að drepa skorkvikindi. Hefir hún unnið að því í fimm ár- Eru notaðir útbláir geislar til að draga skorkvikindin að áhaldinu og ganga af þeim dauðum unnvörp- um.. Hefir ungfrú Gourdon gert tilraunir með áhaldið í sunnan verðu Frakklandi og reyndist það ágætlega. Dró það að sjer ótrú- legan fjölda skorkvikinda og ban- aði þeim, þar á meðal er sagt að verið liafi 18% smálest af mýi. Er búist við því, að uppgötvun þessi muni hafa stórkostlega þýðingu með því að eyða þeim eiturkvik- indum, sem valda hitabeltissjúk- dómum. Woodin hinn nýi fjármálaráðherra Banda- ríkjanna hefir ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætt- inu því að hann varð að byrja á því að fást við bankalokunina og öll þau vandræði, sem af henni leiddi. Hann unni sjer varla neinnar hvíldar, hvorki nótt nje dag, var ýmist á ráðstefnum eða þá að tala í síma við helstu fjár- málamenn þjóðarinnar um land alt. Gullsendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu voru með mesta móti rjett áður en bönkunum þar var lokað. —- Hjer sjest bankamaður i Evrópu vera að tína gullklumpana úr tunnu, sem er nýkomin að vestan. S: 8,7. H: ekkert. T: enginn. L:K,9,8,7,6,4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.