Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 119 Dýralíf í Norðurhöfum, í Lesbókinni munu framvegis birtast smágreinir undir þessari fyrirsögn. Eru þœr teknar úr bók Vilhjálms Stefánssonar» The friendly Arctic, sem segir frá 5 ára feröalagi hans í Noröur- höfum frá 1913—1918. I. Uglur og refir. Hinn 29. júní xáum vjer fyrstu ugluna síðan vjer voruin hjá Cape Keliett 20. febrúar um veturinn. Vjfr liöfðum tekið eftir því 1914 að mikið .var um uglur yfir sum- artímann, en þeim fór stöðugt fækkandi fram að jólum, og oss þótti það merkilegt, að vjer skyldum sjá eina uglu í febrúar. Eftir því sem vjer best vitum lifa þær aðallega á lireysiköttum, en það mun ilt fyrir þær að ná í þá á veturna. Þó sáum vjer endrum og eins slóðir eftir breysi- ketti á vetrum, og það er enginn efi á því, að uglurnar lifa á þeim flækingsdýrum. .Teg lief oft horft á uglurnar jiegar þær eru á hreysikattaveið- um, dáðst að hvggjuviti þeirra, en jafnframt undrasf heimsku Jieirra. Til dæmis var það haustdag nokk- urn að jeg sat nokkrar stundir á liæð suðvestarlega á Bankslandi, og horfði í sjónauka á uglurnar og hina hvítu refi, sem voru alt um kring. Refirnir voru á hreysi- kattaveiðum á bersvæði og ugl- urnar sátu á hólum og horfðu á- Yfir lahdinu lá 4—6 þumlunga þykk nýfallin lausamjöll. Á kafi í m.jöllinni voru hreysikettir alls staðar að skríða. og hjeldu að enginn sæi sig. Refirnir töltu í hægðum sínum, ljettfættir og lipr- ir. Hvað eftir annað sá jeg ein- hvern af þeim riQma staðar, halla undir flatt og hlustá. Það getur verið, að þeir hafi samtímis sjeð einhverja hreyfingu, eða fundið tief af hreysiketti, en það var svo að sjá, sem þeir trevsti eingöngu L heyrnina- Rjett á eftir tóku þeir viðbragð, stukku hátt í loft upp eins og sprettfiskar og komu nið- ur á trýni og framlappir. Oftast nær hremdu þeir hreysihött þann- ig í fyrstu atrennu, annars náðu þeir honum rjett á eftir. í fæstum tilfellum mistu refirnir af bráð- inni — og þá bafa hreysikett- irnir sennilega komist ofan í liolur eða þröngar gjótur. Ef refurinn var nú látinn óá- reittur, þá beít hann hreysikött- inn til bana og 1 jet liann svo liggja, liorfði á hann um stund, gróf hann síðan niður í snjóiun og tiilti svo burt — og gleymdi hreysikettinum, að jeg hygg. Því að á hverjum degi veiddu refirnir meira at' hreysiköttum lieldur ep þeir gátu etið. og þegar þá fór að svengja vorn þeir ef til vill komnir hundrað mílur frá þeim stað, þar sem þeir höfðu drepið hreysikettina og skilið ])á eftir. Sennilegast er, að liafi nokkur skepna getað geid sjei- gott af þessum gröfnu hreysiköttum. þá hafi ])að verið úlfar, eða aðrir refir. En það kom nú sjaldan fyrir að refur gæti grafið hreysikött í næði. Á einhverjum liól skamt frá var ugla, sem gaf refnum iafn nánar gætur og jeg. Þegai- rebbi staðnæmdist og velti vöng- um, af því að hann lieyrði þrusk í snjónum, breiddi uglan út væng- ina, og um leið og refurinn stökk var hún komin á flug og rjeðist á refinn áður en hann gæti graf- ið bráð sína- Refurinn hefir sjálf- sagt verið þessu þaulvanur. en liet sem sier kæmi það algerlega á óvart. Sennilega hefir það verið vegna þess, að hann hafði allan lnig við bráð sína, en liafði glevmt uglunni. ITann kiptist við ])egai- hann liéyrði vængjabytinn. en átt- aði sig skjótt á því að uglan mnndi ekki ætla að bana sier. beldur ifP"o ciír. Og svo þreif hrev«iböttinn ' kiaftinn og rauk á stað með feikna hraða. ^n uglan var mörgnm sinnum fliótari og náði honutn á svip- stnndu. Þegar rebbi sá. að sier mundi ekki undaiikomn anðið. snerist hann til varnar og stölrk upp í loftið til að reyna að ná í nglnna. Þetta var nú bað. sem nglan ætlaðist til. bví að hón vonaði að þá mundi refurinn r fáti sleppa bráð sinni. Aldrei h- fi jeg þó sjeð uglu takast þetta, því að hún gafst venjulega upp eftir hálfa klukkustund, eða þar um bil. En Eskiinóar Iiafa sagt mjer, að þeir liafi sjeð réf sleppa bráð sinni um leið og hann stökk upp í loftið og ætlaði að glefsa í of- sóknarann. Og þá var uglan ekki sein á sjer að hremma hreysikött- inn og fljúga sína leið. Og það er sjálfsagt vegna þess, að þetta hepnast einstöku sinnum, að ugl- urnar sitja um refina. En livers vegna bíður uglan ekki eftir því að refur grafi bráð sína? Henni mundi það hægð- arleikur að grafa hrevsiköttinn upp með hinum sterku klóm sín- um. Sú .aðferð mundi mjög ljetta lifsbaráttu hennar norður ]>ar á vetrum.En nú er lífsbaráttan hörð og sennilega hverfa því uglurnar lengra suður á bóginn um miðjan vetur eða fvr. Það eru ekkt nema einstakd skynsamar uglur og klókir lirafnar, sem Iiafa vetursetu langt rrorðan við trjálinu. Eldur í skipum. Vegna hinna tíðu skipsbruna að undanförnu liefir f.jelag skipaeig- enda í Hollandi nýlega skipað nefnd manna til að •athuga livernig hægt sje að afstýra ]>ess- um slvsum. Tvö skipafjebig hollensk liafa þegar látið gera breytingar á skipum sínum og miða þær að því að aitka örvggið. Hefir verið auk- ið eldtrvggum skilrúmum í skipin og í farþegaklefa notuð málning sem ekki getur brunnið- Enn fremur er reynt að ganga svo tryggilega frá loftskeytaklefum. að eldur komist ekki í ]>á. Skin- verjar eru æfðir seut slökkviliðs- menn, og þeim eru a*tluð sjerstök skiólföt og grímnr til að nota ef eldur kemur upp í skipi. Það er og rækilega brýnt fyrir farþegum að fara varlega með eld og flevgja ekki frá sjer sígarett- um. sem eldur er í, hvorki á þilfar nje í göngum og klefum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.