Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Blaðsíða 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Utilegumenn og útilegumannatrú. Eftir Kristleif Þorsteinsson. Fyrir nokkrum árum flutti jec/ erindi á ungmenna- mennafjélagsfundi um útilegumenn í Hallmundar- hrauni og bústaði þeirra þar, sem voru Franshellir og Eyvindarhola. Nú hefir Lesbók Morgunblaösins flutt grein um þetta sama efni. Vegna þess, að í erindi mínu er sagt nokkuð nánar frá ýmsu því sem gerðist þar í sambandi við Jón Frans útilegumann, þá vil jeg senda Lesbókinni cLálítinn útdrátt úr því, sem sannar það, að frásögn mín er rjettari um fund og handtöku Jóns Frans útilegumanns. En<rar sögur festust mjer bet- ur í minni, en rökkursögurnar rrá barnæsku. Ahrifamestar voru ]i6 þær útilegumannasögur, sem gerst höfðu í minni þeirra manna sem þá lifðu, eða feðra þeirra. Pjalla-Eyvintlur o«j- .Tón Prans höfðu báðir verið um eitt skeið nágrannar feðra minna o«j voru því sannar saprnir um þá báða á vörum eldri manna- Norður i Hall- mundarhrauni, við Reykjavatn, voru hinir tveir staðir, sem háru nöfn þessara manna, það voru o<í eru, Ej<vindai'hola o" Franshellir. Haustið 1882 fórum við bræður tveir frá Húsafelli til silunprs- veiða að Reykjavatni. Komum við þá þangað í fyrsta sinni. Okkur voru þá vel kunnar sagnir um iitilegumenn á þessum slóðum og leituðum því að bústöðum þeirra. Hepnaðist okkur að finna Frans- helli og skoðuðum hann þá ræki- lega. Stóð þá hleðslan við norð- ur hlið alveg óhrunin og dáð- umst við að því handbragði sem var á þessari byggingu. Þá var mosi yfir hleðslunni og sást ekki annað en að það væri samfeld hraunbunga. í Lesbókinni er lýsing á hell- ir.um og umhverfinu við Reykja- vatn svo rjett og ágæt, að um það ei ástæðulaust að tala hjer. Spölkorn í útnorður frá Frans- helli er Eyvindarhola. Hún er þannig til orðin af völdum nátt- úrunnar, að gat hefir fallið á hola hraunbungu. Út frá því gati er holt undir gjárbarmana á alla vegu. t jiessa holu er hlaðinn stöp- ull úr völdu hraungrjóti. Stöpull þessi er jafnhár holubörmunum. A einn veg stöpulsins er op, það vítt, að fullstór maður getur smeygt s.jer þar niður. Beint undir því opi gengui' jirep iit úr stöplinum sem má stíga á áður en komið er í botn holunnar, sem er nokkuð meira en mannhæð á dýpt. Við niðurgönguopið er hella sem fjell svo vel yfir ]>að, að maður sem rendi sjer þar niður ,gat uiri leið lokað opinu með hellunni. Þessi hella var af hraungrjóti alveg ramstæðu því grjóti, sem er í bungu þeirri sem liolan er í. Allur stöpullinn var þakinri mosa, sáust því engin missmíði á hrauninu þegar hellan lá yfir holugatinu. Til skams tíma hefur stöpull ]>essi staðið óhaggaður eins og hann liefir verið frá fyrstu hendi. Hell- an er nú brotin, sem yfir gatið var dregin. Alt bar þetta vott um það, að hjer hafi verið að verlji bæði hagur maður og hygginn, er hefir lagt sig allan í ]>að, að sjá ráð við því að dvljast ef óvini bæri að. Aldrei heyrði jeg talinn neinn vafa á því, í ungdæmi mínu, að Fjalla-Eyvindur hefði legið úti í Franshelli og hans verk væri á vegg liellisins, hlóðunum og Ey- vindarholu. Með holuna gat Ey- vindur ekki haft neitt að gera, nema því að eins að hún væri i grend við bústað hans. Það var Hka haft eftir Jóni Frans, að hann hefði* fundið þennan hellir með öllum þessum umbiinaði, sem þar er nú að finna. Eyvindarhola liefir verið hið mesta þing, ekki einungis til þess að dyljast þar fyrir óvinum, heldur einnig til þess að leita þar skjóls í vetrar- liörkum. Þegar búið var að draga helluna yfir holumynnið, leitaði þar ekki niður stor'mur, frost nje fönn. Þangað hafa því hellisbúar leitað skjóls í vetrarhörkum, því kaldur hefir Franshellir verið, og rammur hefir reykurinn orðið þar stundum þegar blautum víði var kvnt. í þeim óbygðum, sem eru í grend við Borgarfjörð, þekkist nú aðeins þetta eina útilegumanna- hreysi. Þar er líka einhver lífvæn- legasti staður, er um gat verið að velja á þeim slóðum, að undan- teknum Grettisskála við Arnar- vatn. Yatnsbólið í silfurtærum uppsprettulindum. feitur silungur ' vatninu. rjúpur í hrauninu, sem auðvelt var að snara, væru tveir menn saman, sauðir og hross á næstu grösum og gnægð fjalla- grasa og hvannaróta. Hvergi er neitt örnefni sem kent er við Fjalla-Eyvind, á ]>essum slóðum, nenra Evvindarhola. í ]>ætti þeim, sem Gísli Kon- ráðsson liefir skrifað af Fjalla Eyvindi, er víst eitt og annað logið. sem ekki er heldur að furða því ekki hefir Gísli ætíð átt kost á þeim heimildum. sem væri fuil- treystandi. Gísli nefnir þrjá staði sem Eyvindur hefir dvalið á þar um slóðir, Surtshelli, Þjófakrók og Arnarvatnsheiði. Allar þessar sagnir bera það með sjer, að þær liafi raskast meira eða minna og heimildirnar verið frá þeim sem ckki voru sannfróðir um þessi efni. Þá er sagan um stuld Ey- vindar frá sjera Snorra á Húsa- felli í þremur útgáfum og ætla jeg sögu Gísla Konráðssonar }iar fjarsta sanni. Gísli segir að Ey- vindur hafi stolið nokkrum geld- ingum frá presti, sem gengið liafi í Okinu. Þess eru engin dæmi, að sauðir frá Húsafelli gangi í Ok- inu, því þar er ekki um neinn sauðgróður að tala- Jeg hefi verið milli tíu og tuttugu ár sauða- smali á Húsafelli og bar það aldrei til á þeim árum að sauðir Jiaðan kæmu í Okið. Þá segir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.