Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Page 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Lóndrangar.
306
fiskisælustu miðum íslands — Jök-
uldjápið.
Náttúrufegurð framan undan
Snæfellsjölki er í senn sjerkenni-
leg, hrikafengin, og þó aðlaðandi.
Þessi mikla hraunauðn, sem þen-
ur sig frá fjallsrótum til sjávar
er fáskrúðug að gróðri, en fjöl-
þætt af sjerkennilegum myndum,
sem vatn og vindar hafa verið
að móta í mörg hundruð ár. Þess-
ar bergmyndir, er eigi munu
hundnar tíma eða rúmi svo að
vitað sje, draga undarlega fljótt
hugan til athugunar; hvort held-
ur er kerling við hellismunna í
hrauninu, eða bergrisi við sjáv-
arströnd, sem er eins og land-
vættur, og stendur af sjer flest
reiðarslög Ránar. Fjallasýn er all-
fögur og víðáttumikil á þessu
svæði, en þó nýtur jökullinn sín
ekki hjer. En hann er fjalla hæst-
ur og fegurstur á nesinu.
Næsti bær utar Malarrifi er
Einarslón eða Lón, eins og venju-
lega er nefnt nú- Lón liefir um
langan aldur verið helsta býlið
framan undir Jökli, að undan-
teknu Malarrifi. En þar bjó um
miðja 19. öldina hinn mikli dugn-
aðar og þjóðnytja maður, Pjetur
Jónsson, sem án efa má telja með
fremstu mönnum í íslenskri bænda
stjett, í þann tíma.
í Lóni hafa oft búið dugnaðar
og atorkumenn. Þar var kirkja alt
fram um 1880. Var oft fjölment
við kirkju í Einarslóni, þegar út-
ræði í Dritvík stóð í blóma.
Þeir, sem koma í Lón, munu
að ugglausu veita athygli hinum
mikla steingarði, er girðir túnið
alt ofan vert. Oarður þessi er
hiaðinn á árunum 1782—87, af
síra Asgrími Vigfússyni presti í
Lóni (síðar að Laugarbrekku)- —
Þegar lokið var við garð þennan
var hann 766 faðmar á lengd. —
Árið 1788 veitir „Hið danska land-
bústjórnarfjelag" Ásgrími presti
aðra silfurmedalíu sína að verð-
launum, fyrir að hafa hlaðið
steingarð þennan, hýst staðinn,
bygt tvo kálgarða, og rutt nýja
vör fyrir fiskibáta. Lending sú,
er síra Ásgrímur ruddi heitir Lón-
dalur, og er hann beint niður
af tveim stórum hólum í túninu.
er Hjallhólar nefnast. Síra Ás-
grímur var dugnaðar- og elju-
maður, en var af sumum talinn
blandinn nokkuð og lítt samvinnu
þýður.
Þegar túninu í Lóni sleppir,
verður fyrst fyrir oss að utan-
verðu hryggbunga rauð að lit, sem
nefnist Langhryggur. Síðan taka
við hraunbrysti nokkurn spöl, og
loks blasir við Djúpalónssandur
með rammgjörðum hamraveggjum
á tvo vegu- Þessi leið niður á
sandinn verður ekki farin nema
gangandi. Hjer er einstigi ill-
trætt, er nefnist Draugakleif. —
Þegar niður er farið verður Djúpa-
lónshóll á hægri hönd, en Söng-
klettur á vinstri. Söngklettur er
stærstur kletta á sandinum, og
þar á huldufólk að hafa kirkju
sína. Þegar niður á sandinn kem-
ur, blasir við nýr heimur, þar sem
úthafssviðrandinn rýfur þögnina í
ár og eindaga.
Syðst á sandinum stendur kerl-
ing ein sjer, há og hrikaleg, með
fiskkippu á bakinu og arnhvasst
nef. Bergrisi þessi heitir kerlingin
á Djúpalónssandi.*)
Upp af Djúpalónssandi sunnar-
lega er troðningur nokkur, sem
nefnist Nautastigur. Liggur hann
upp í klettabyrgi mikið, og eru
þar aflraunasteinarnir, sem oft er
talað um, ef minst er á Dritvík.
*) 1 Árbók F. í. 1932 sjest
kerling þessi á 16. mynd. Myndin
er sögð frá Dritvík, en er frá
Djúpalónssandi.
Klettabyrgi þetta er fallegt og
sjerkennilegt. Þá er gengið er inn
í byrgið verður á vinstri hönd
hátt ofar manni gatklettur mikill,
og ef klifrað er upp í gatið verður
fyrir neðan hinum megin hyldýpi,
er nefnist Svörtulón, en beint á
móti blasir við þverhnýptur hamra
veggur, að nafni Norðurklettar.
Þessi staður hefir ekki að ófyr-
irsynju verið valinn fyrir steina-
tökin, þar sem kaldir hamyavegg-
irnir, haf og himinn vekja ó-
skifta athygli. — Steinar þessir
eru fjórir: Fullsterkur (155 kg.),
hálfsterkur (140 kg.), hálfdrætt-
ingur (49 kg.) og amlóði (23 kg.),
en hann er nú brotinn. Þetta eru
alt brimbarðir blágrýtishnullung-
ar, böllóttir og illir átöku. Sá þótti
ekki skiprúmsgengur í Dritvík,
sem ekki kom hálfdrætting á stall.
Bergstallurinn, sem hefja skal
steinana uppá nær nú meðalmanni
liðlega í hnje, en hefir með vissu
verið mjaðmarhár, að þvi er kunn-
ungir telja.
Oft voru vermenn úr Dritvík
stundum saman í landlegum yfir á
Djiáplónssandi að fást við stein-
tökin. En frækilegast þótti að
kljást við hnullunga þessa í blaut-
um skinnklæðum, eftir langan sjó-
barning. Verður ekki í efa cLregið
að kapp hafi verið um slíka hluti,
þar sem ungir menn og vel að
sjer voru fjölmargir satíian.
Þess má geta að almennur mis-
skilningur hefir verið um það, að
steinatökin væri í Dritvík- En svo
er ekki, eins og sjá má af því,