Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Síða 4
308
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
og flatfiskur („Platfisk“). —
Skreið öll var urn langan aldur
kviðflött. Þá var ekki ráhert eins
og nú, heldur var fiskurinn látinn
hanga á sporðunum í fiskgörðun-
um, þar til hann var all-mikið
siginn. Síðan var hann tekinn og
honum hlaðið í fiskbyrgin, þannig
að hausar voru látnir vera milli
laga, til þess að vindurinn fengi
betur blásið um skreiðarhlaðann.
Þetta var kallað að skrýfa fiskinn
Flatfiskurinn var breiddur á reit-
ana, og síðar hlaðið í byrgin, er
hann var nægilega þur. Mikils
þótti um vert að flatfiskurinn
hefði þykkan hnakka og krept
þunnildi.
Bátar þeir, sem reru íir Dritvík
voru flestir stórir sexæringar og
•
áttæringar. Vertíð í Dritvík byrj-
aði um miðjan einmánuð og stóð
fram í maí, eftir því, sem á stóð
um afla. Bátar hvaðanæfa úr
Breiðafirði og víðar að stunduðu
veiðar þarna úr Víkinni. Vermenn
þyrptust í Dritvík úr ýmsum hjer-
uðum í vertíðarbyrjun, því þar
þótti með afbrigðum fiskisælt á
stundum.
Sá þótti ekki takandi í skip-
rúm, sem ekki lagði með sjer 4
fjórðunga viðbits.
Þess er getið um Guðmund Þor-
láksson í Ögri, afburða formann,
að hann hafi ekki talið þann skip-
rúmsgengan, sem ekki lagði með
sjer 6 fjórðunga. Hafði Guðmund-
ur haft það fyrir vana, að gá í
sltrínur skipsmanna sinna, áður
er lagt væri af stað, til þess að
vita hvort viðbitið væri sem
skyldi. Með viðbiti er átt við
kæfu, tólg og smjör. Guðmundur
Þorláksson var um skeið hákarla-
foimaður hjá Jóni Kolbeinssen
kaupmanni í Stykkishólmi.
Einhverju sinni er þess getið, að
Guðmundur var á leið suður í
Dritvík til róðra, og hrepti versta
veður. Leitaði hann afdreps undir
Hellissand, og má vera ilt fyrst
svo er komið. Vildu nii menn fá
Guðmund til þess að hleypa upp á
sandinn. En hann mælti: „Jeg
vil enginn hvalreki verða“, og
setti því næst fyrir Öndverðarnes,
og náði heill í Dritvík. — Þótti
flestum því rösklega af sjer vikið
A vorin komu menn skreiða-
ferðir undir Jökul alla vegu innan
vir Dölum, sunnan úr Borgarfirði
og víðar að. Enda var skreið und-
an Jökli annáluð fyrir gæði.
Oft sendu litgerðarmenn stór
skip (teinæringa) út í Dritvík, til
þess að sækja afla sinn. Var þá
kvenfólk stundum með í ferðum.
Þeir, sem búa á Vestureyjum á
Breiðafirði eru oftast nefndir Vest
ureyingar. Þeir reru oftast í Drit-
vík og heldu heim í vertíðarlok.
En fóru síðan norður yfir Breiða-
fjörð, og reru að Látrum við Látra
bjarg til sláttar.
Mundi mörgum nú finnast það
löng ferð og djarft sótt, á ekki
stærri bátum
Oft’ mun hafa verið óvistlegt og
hrollsamt í verbúðunum hjá þeim
„Drissum" (svo voru Dritvíkingar
jafnan nefndir), þar, sem oftast
var aðeins tjaldað yfir búðartóft-
irnar.
í landlegum var kátína og ljett-
lyndi í öndvegi í Dritvík. Þá
skemtu menn sjer við rímnakveð-
skap, sögusagnir, glímur og fleiri
leika. Þess er getið, að um eitt
skeið hafi sá leikur verið iðkaður
mikið, sem nefndur er „að fara
ríðandi til páfans“. Leikur þessi er
fólginn í því að tveir menn bera
sívalan staur og á honum situr
maður klofvega, en sá fjórði hefir
skinnbrók í hendi, og slær í fæt-
urna á þeim, sem á staurnum sit-
ui', og reynir að fá hann til að
falla til jarðar. Ef maðurinn getur
tollað á staurnum, þá vegalengd,
sem tiltekin var, þegar leikurinn
bvrjaði, er sagt að hann hafi kom-
ist ríðandi til páfans.
Mállýska sú, sem töluð er á ut-
anverðu Snæfellsnesi, er eflaust að
nokkru leyti sprottin af þeim grös-
um, að þar dvöldu menn hvaðan
æfa af landinu nokkurn hluta árs.
Á þessu svæði hafa jafnan ver-
ið menn, sem kúldrast hafa með
allmikið af innluktum alþýðufróð-
leik, skemtilegum og víðtækum.
Má eflaust telja það skaða að
fróðleikur þessi skyldi að mestu
fara forgörðum, og að mörgu
leyti vegna þess, að þetta afskekta
svæði hafði ekki þá aðstöðu, sem
skyldi. ^
Þeir, sem koma í Dritvík og
þekkja þar til að einhverju leyti,
munu eflaust verða þess varir, að
hugurinn leitar fljótlega um öxl,
og fýsir að standa á gægjum
við þann tíma, er 6 tugir báta
hjeldu út leiðina í Dritvík. En
efra blöstu við hlaðin byrgi, með
auð þeirra manna, sem sóttu barn-
inginn á seltu, og dreymdi eigi
um að vjelaöld væri í nánd.
Fyrir kvenfólkið.
II. Hirðing andlitsins.
Enda þótt andlitshörundið sje
sífelt undir áhrifum lofts og veðra,
er það fíngerðast og tilfinninga-
næmast af hörundi líkamans. —
Þetta finnum við og þess vegna
notum við í andlitið alls konar
smyrsl og púður. — En við meg-
uiíi ekki gleyma því, að ekki
er nóg að vernda andlitshúðina,
hún þarf ekki síður hreinsunar við.
En vegna þess að okkur svíður í
andlitið af sápu, auk þess sem
sápan þurkar húðina um of, þá
höfum við vanið okkur á að nota
smyrsl til andlifshreinsunar eða
þvotta.
Smyrsl, sem til þess eru not-
uð, eru svo saklaus fyrir húð-
ina, að allir geta þolað þau í and-
litið. En efnasamsetning þeirra
gerir það að verkum, að andlits-
húðin getur ekki diukkið þau í
sig. Þess vegna má ekki hafa slík
smyrsl í andlitinu yfir nóttina,
því að þau stífla svitaholurnar. Sje
strokið litlu af hreinsunarsmyrsli
yfir andlitið leysir það upp öll
óhreinindi, en húðiu heldur mýkt
sinni. Eru smyrslin strokin af með
andlitsvatni eða volgu vatni, og
er látið í vatnið ofurlítið af bor-
ax. Þetta er örugt fyrir alla og
vil jeg vara konur við, að van-
rækia þess háttar andlitsbreinsun
nokkurt kvöld, því að andlitshör-
undið á, hreint og strokið, að
hvílast yfir nóttina. Það er minna
um vert að vanda þvottinn á
morgnana. En væti maður bómull-
arhnoðra í andlitsvatni og strjúki
honum yfir andlitið. þá gegnir oft
furðu, hve milil óhreinindi menn
finna að hafa sest á húðina yfir
nóttina. Vera.