Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Qupperneq 6
310
LESBOK morgunbladsins
petur Monsen þess, að lestur ýmsra
enskra annála hafi orðið tilefni
þessarar þýðingar hans af Heims-
kringlu. Ennfremur bendir hann á
það, að með því að bera saman
annála þessa og frásögn Snorra,
verði leystar ýmsar þær gátur, sem
til þessa hafi reynst sagnfræðing-
um torráðnar. Þar, sem því verður
við komið, gerir hann slíkan sam-
anburð neðanmáls, og reynist'hon-
um þessi aðferð allfrjósöm, þó nið-
urstöður hans muni, sem von er til,
sæta misjöfnum dómum fræði-
manna.
Er þá komið að þýðingunni
sjálfri, en mestu varðar hvernig
hún hefir tekist. Jeg tel hana
mjög vel af hendi leysta; hún er
löngum nákvæm á lipurri og lát-
lausri ensku- Vitanlega bregður
þar fyrir orðum og orðatiltækjum,
sem deila má um hve heppileg sje,
en slíkt er hverfandi. Monsen hef-
ir meira að segja tekist að blása
nokkru lífi í þýðingar sínar af
visum og kvæðum sögunnar, þó
hann hafi enga tilraun gert til
þess að halda frum-bragarhættin-
um. Auka vísna- og kvæðaþýðing-
ar þessar gildi þýðingarinnar, gera
hana áhrifameiri og litauðgari. —
Með nokkrum sanni mun mega
segja um hana í heild sinni, að
andi frumritsins svífi þar yfir
vötnum.
Útgáfunni fylgir fjöldi skýr-
inga; sumar þeirra eru lánaðar frá
Storm, en þýðandinn hefir bætt
við geisi mörgu og merkilegu; er
ekki minst vert um þær neðan-
málsgreinarnar, sem bera saman
frásögn Snorra og enskar heimild-
ir, eins og áður var drepið á; gera
þær þýðinguna miklu fróðlegri og
skemtilegri fyrir enska lesendur.
Að. ytra frágangi er útgáfan
afar glæsileg; hiin er prentuð á
ágætan pappír, með stóru letri, og
endurprentuðu myndirnar úr
norsku skrautútgáfunni eru fram-
úrskarandi glöggar. Átta heilsíðu
Ijósmyndir auka í tilbót á prýði
bókarinnar og nytsemi; mun les-
endum ekki síst verða starsýnt á
ljósprentaða blaðsíðu iir Flateyj-
i-bók. Má því með sanni segja, að
ekkert hafi verið sparað til, að
gera búning rits þessa hæfan
merku innihaldi þess.
Loks er þess að geta, sem
skemtilegt er til frásagnar, að út-
gáfa þessi hefir þegar vakið mikla
athygli. Merkis-tímarit, bæði í Eng
landi og Ameríku, hafa flutt á-
gæta dóma um hana, og sama máli
gegnir um stórblöðin beggja megin
Atlantshafs- „London Times“ gat
hennar lofsamlega og „New York
Times“ valdi til þess einhvern
kunnasta ritdómara sinna að skrifa
um hana, og fór hann um hana
mörgum aðdáunarorðum.
Þó vissara sje, ef til vill, að
draga eitthvað frá í þeim blaða-
dómum, þá mun hitt sanni næst,
að þessi þýðing þeirra Monsens og
Smiths sje læsilegasta Heims-
kringlu-þýðing á enska tungu og
líklegust til að ná hylli nútíðarles-
enda. En þakka ber þeim útlend-
ingum, sem stuðla að því, með
vönduðum verkum, að gera erlend
um þjóðum arðbær bókmentaleg
verðmæti vor Landi voru og þjóð
verður altaf sæmdarauki að slíku
starfi og vex vinaeign vit um lönd.
(Bókavörðum og bókamönnum
til fróðleiks skal hjer tilgreint hið
enska heiti þýðingarinnar, nafn
útgáfufjelagsins og verð: Heims-
kringla or the Lives of the Norse
Kings. By Snorre Sturluson. Edi-
ted with notes by Erling Monsen
and translated into English with
the assistance of A. H. Smith.
Cambridge, 1932. Útgefandi: Hef-
fer, W. & Sön- Verð: 18 shillings).
<9 ^ »•••
Kínverskt sumarB
Eftir Ólaf Ólafsson, kristniboða
Sumri fagnað.
Margar hinna hug-
ljúfustu endurminn
inga okkar Islendinga, munu
bundnar við sumardaginn fyrsta,
bjartasta hátíðisdag ársins. Það
liefði átt vel við að halda fagn-
aðarguðsþjónustur á þeim degi, í
öllum kirkjum landsins, svo er
gleði okkar einlæg og almenn yfir
komu sumarsins.
Þetta er ofur skiljanlegt: Sum-
arið stutt og yndislegt og þar að
auki aðalbjargræðistími ársins, en
vetrar langir, dimmir og ómildir.
Kínverjar búast við komu sum-
arsins með nokkuð öðrum tilfinn-
ingum en íslendingar. Þeir fagna
sumrinu, en fögnuður þeirra er
blandinn nokkrum kvíða.
Þeir hlakka fyrst og fremst til
hveitiuppskerunnar, enda er þá
þröngt orðið í búi hjá almenningi,
því víðast hvar er margt í heimili.
(Til dæmis má taka: Húsráðendur
öidruð hjón, þrír synir er sjeð var
fyrir kvonfangi innan tvítugs ald-
urs, sjö sonasynir og af þeim eru
þrír giftir og eiga börn í ómegð.
Stundum eru 10—20 fjölskyldur
á sama heimilinu).
Vetrarbjörgin hrekkur ekki æf-
inlega til, en fyrstu villijurtir vors
ins halda þá Jíftórunni í mörgum-
Þegar svo uppskeran byrjar í maí-
mánuði, er öllum loks vel borgið.
Fyrst og fremst jarðeigendum og
leiguliðum. — Oreigar fá atvinnu,
beiningamenn og örvasar tína upp
öx á eftir kornskurðarmönnunum
á daginn, en stela heilum korn-
bindum á næturnar. Það úir og
grúir af fólki út um allar jarðir.
Frá Kanton á suðurströndinni til
Uankow í Mið-Kína, og frá Han-
kow og norður eftir 12C0 km.
löngu sljettlendi, alla leið til Pek-
ing, má heita að sje einn óslitinn,
geisimikill akur. Svo víðáttumikið
frjólendi finst hvergi annars stað-
ar á hnettinum.
Með óvenjulegri nægjusemi kom
ast. bændur nokkurn veginn af
þegar vel árar; fæstir þeirra eru
jarðeigendur, en verða að aka
helming uppskerunnar í kornhöður
jarðeigenda, sem eru búsettir í bæj
unum eða stærstu þorpunum.
Veðráttufar. 1 haustin frani
eftir vetrinum get-
ur verið heiður' himinn í 2—3 mán-
uði. Þá tekur við hráslaga kuldi
og ólundarleg austanátt með ofur-
lítilli snjókomu í janúar eða fyrri
hluta febrúar-mánaðar, en má þó