Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1933, Page 7
LtóSBOK MOEGUNBLAÐSIN8 heita að sje staðviðri. Vorveðr- áttufarinu get jeg ekki lýst- Sá undirbúningstími í náttúrunni er undrastuttur hjer. Kínverjar þurfa ekki að kvíða vorhretum. Það er ekkert hik á veðrinu, „sumarið skellur á“. Kínverjum stendur talsverður stuggur af hitunum, sem geta ver- ið miklir öðru hvoru, að minsta kosti frá því í miðjum júní til fjrri hluta september-mánaðar. — Annars er sumarið aðal rigninga- tími ársins. Þegar hitinn nær há- marki sínu fara geisistórir skýja- bólstrar að stíga upp í öllum átt- um, svo kemur steypiregn með ógurlegustu þrumum og eldingum. Og þá getur vel verið að ekki stytti upp fyr en ár og lækir flóa yfir alla bakka og hafa valdið stórtjóni. — Þegar Kínverjar hafa spurt mig um veðráttufar á íslandi, þá er mjer óhætt að segja að jeg hefi ekki sagt það verra en það er. Þeir gera sjer ekki of háar hug- myndir um „Bing-dá“, þ. e. „Is- ey“, sem þeir kalla landið okkar. En ef satt skal segja, þá verður maður að kannast við, að í raun og veru sje ekkert veðráttufar á Islandi. Þar er jafnan allra veðra von, og við fáum aldrei annað en smá sýnishorn af veðri. — Því fylgir auðvitað sá ávinningur að við þolum loftslagið allvel, hvar sem vera skal á hnettinum. _ . , ,, Úr því Kínverjar „Farfuglar . ytirleitt kviða sum- arhitunum, þá mun engan furða þótt við, aðkomumenn yst úr norð- urhöfum, sjeum ekki æfinlega í essinu okkar þegar kvikasilfur- súlan :á Celsiusmælinum teygir sig upp í 40 stig og hreyfir sig ekki þaðan sólsetranna á milli. Hitarn- ir verða aldrei óþolandi á daginn; en liggi maður í svitabaði alla nóttina og komi ekki dúr á auga, þá fer maður að öfunda farfugl- ana, sem fljúga heðan snemma á vorin norður á bóginn. Fjölmargir Kínverjar, og flest- allir útlendingar búsettir hjer, fara reyndar að dæmi farfuglanna, flýja hitana en verða að láta sjer lynda þótt skemra sje farið. Sum- staðar á austurströndinni og uppi á hæstu fjöllunum í Mið- og Norð- ur-Kína, hafa myndast stórir bæir af eintómum sumarbústöðum. Sumarhitunum fylgir alveg sjer- stök sjúkdómshætta. Kínverjar þjást þá undantekningarlítið af blóðsótt og malariu-liitaveiki, en kólera og aorar farsóttir stinga sjer hjer og þar niður. Aðaleinkenni sum- Frjosenu. . , arsins 1 Kma, er hiti, regn og frjósemi. — E. H. Wilson, sem vann í 15 ár að grasa- fræðilegum rannsóknum í Kína, segir að þar muni finnast a. m. k. 15 þúsund plöntutegundir, en af þeim eru um 5 hundruð notaðar til manneldis. Þó ekki sje talið upp annað en liveiti, hrísgrjón, baðmull og svo nokkrar trjáteg- undir, þá nægir það kínverskum sveitaheimilum til framfærslu, til fæðis, fatnaðar og húsagerðar, svo ekkert þarf að sækja í kaupstað. Avextir eru hjer fjölbreyttari og fegurri en í nokkru vermihúsi; verður hver tegund fullþroska á sínum tíma: Kirsiber í lok apríl- mánaðar, þá aprikósur, þá ferskj- ur, þá epli, þá plómur, þá perur, þá jangtá og loks persimmens rjett fyrir jólin. — Ekki yrðu hálf not að þessum ávöxtum, væru þeir fullþroska samtímis. — Þrátt fyrir alla þessa frjó- semi, þrátt fyrir öll náttúruauð- æfi þessa mikla lands, þá er hvergi, þar sem leið mín hefir legið, önnur eins fátækt og bágindi og í sum- um frjósömustu hjeruðum Kina- veldis- Ætti að leita lausnar á þeirri gátu, yrði það að vera Undir annari yfirskrift, og skal því ekki fjölyrt um það hjer. P.t. Borg, Haishan, Ilupeh, China, 15. ágúst 1933. — Æ, nú er jeg í standandi vandræðum. Jeg hefi týnt gler- augunum mínum. 1— Nú, ekki þarftu að æðrast út af því. — Það er nú líklega! Jeg get hvergi fundið þau! — Hefirðu þá leitað vel? — Nei, það er þýðingarlaust, því að gleraugnalaus get jeg ekki fundið neinn skapaðan hlut. 311 Málaferlunum í Leipzig út af þinghúsbrunanum er fylgt með mesta áliuga um alt Þýska- land. Rjettarhöldunum er útvarp- að um alt land og á strætum og gatnamótum í öllum borgum lands ins eru límdir upp fregnmiðar um málareksturinn. Hjer sjást böm í smáþorpi vera að lesa tilkynningu um að málarekstrinum verði iill- um útvarpað. Til Djöflaeyjar. Fregnir hafa gengið um það að Frakkar væri hættir að senda menn til glæpamannanýlendunnar á, Djöflaey, bæði vegna þess hve misjafnar sögur ganga af lífi fang- anna þar, og eins vegna hins, að fyrir skömmu hefir föngum tví- vegis tekist að sleppa ]>aðan. Eitthvað mun nú vera brjálað við þessar sögusagnir, því að fyrir skemstu var sent skip frá Frakk- landi, „La Rochelle" heitir það, með 169 fanga. Voru þeir fluttir um borð í handjárnum og fót- járnum. Voru spentir jámhólknr um fótleggi þeirra, og keðja á milli, svo að þeir gátu ekki stigið nema vissa skreflengd- Aður var það siður að teyma fangana, hlekkjaða saman, um götur hafnarborgarinnar, þar sem þeir áttu að kveðja ættland sitt fyrir fult og alt. En það er sagt, að í þetta sinn hafi föngunum verið l>í(U«5S f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.