Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 öunnfríður ’Jónsðóttir. sem leitað var fyrir um pláss var reynt að afstýra því, að leyfi til verksmiðjubyggingar yrði veitt. Loks var ekki í önnur hús að venda en að setja upp bráðabirgða verksmiðju á gríðar stórum pramma í miðjum Málaren, en þó gekk þetta ekki þrautalaust. Þeir sem áttu land að vatninu og áttu rjettindi til veiða og umferðar um það, reyndu allar leiðir til þess að koma verksmiðjunni burt og í sí- fcllu varð hún að flytja sig til og frá um vatnið, eftir því hvaðan kvartanirnar komu. En sprengi- olían breiddist út um heiminn, þrátt fyrir ýms hörmuUg slys, sem leiddu af óvarlegri meðferð hennar. Dynamitið fanst fyrir tilviljun. Þegar prammaverksmiðjan hafði starfað eitt ár, tókst Nobel að fá lóð undir nýja verksmiðju í Vint- erviken, eigi langt frá Stokkhólmi og nú risu upp ýms verksmiðju- útbú í öðrum löndum. Meðal ann- ars var ein verksmiðja reist hjá Hamborg og sprakk hún í loft upp 1870 en var bygð aftur jafnharð- an og varð síðar næststærsta sprengiefnagerð í heimi. Það var í þessari verksmiðju, sem Alfred Nobel fyrir tilviljun fann aðferð- ina til að framleiða sprengiefni í fastri mynd, en að því hafði hann stefnt árum saman. Svo bar það við einn dag, 1866, að nitroglyce- rin hafði dropið úr lekum dunki niður í leirmold, sem glycerinílát- in voru jafnan látin standa á til þess að verja þau hnjaski, og vætti leirmoldina. Nobel datt nú í hug að reyna, hvort moldin sem hafði drukkið í sig nitroglycerinið mundi springa, eins og vökvinn. Og þarna urðu merk tímamót í sögu sprengiefnanna, því að það kom á daginn, að vætta moldin sprakk með engu minni krafti en vökvinn. Með framhaldandi til- raunum tókst Nobel að finna þá leirmold, sem hentugust væri til að drekka í sig nitroglycerinið, en það var svonefnt „kisilgur". Gat það drukkið í sig þrefalda þyngd sina af nitroglycerini. Nýja efnið nefndi Nobel dynamit og þetta efni hefir gert nafn hans ódauð- legt. — Niðurl. Jeg hefi lengi haft í hyggju að skrifa nokkur orð um vinkonu mína og sýslunga, frú Gunnfríði Jónsdóttur frá Kirkjubæ. Kynni mín af fólki hfennar og hfenni sjálfri erlendis og hjer heima gætu gefið mjer efni í langa ritgerð. En hjer verður aðeins stiklað á sUmu því helsta. Mjer kæmi ekki á ó- vart, þótt meira yrði um hana rætt og ritað síðar, en tel rjett nú þegar að gefa löndum hennar kost á að kynnast að nokkru hin- um óvenjulega æfiferli þessarar konu, — æfiferli, sem nú er þó ef til vill fyrst að hefjast. ;■z.Gunnfriður Jónsdóttir. Gunnfríður er fædd og uppalin í Austur-Húnavatnssýslu, en for- eldrar hennar eru bæði af góðum skagfirskum ættum. Afi hennar var Einar skáld Andrjesson frá Bólu, og fjölmarga liagleiksmenn á hún í œtt sinni. Hún var mjög heilsuveil í bernsku og varð á 9. éri að gangast undir 5 uppskurði. Þegar á þeim árum þótti bera mjög á listhneigð hjá henni og hagleik miklum. Hún horfði á aðra vinna og lærði jafnan mest á því að beita eftirtekt sinni. — Þannig náði hún snemma leikni í að sauma heilar flikur aðstoðar- laust. En hún ljet sjer ekki nægja að líkja eftir öðrum, heldur kapp- kostaði að finna eitthvað nýtt, bjó til mörg ný snið á fatnað, sem öll báru vott um frumleik og góð- an smekk. Á 17. ári vann hún sem vön saumakona út um allar sveitir. Þegar hún kom í Kvennaskól- ann á Blönduósi, lauk forstöðu- konan á hana því lofsorði, að hún væri flínkasti unglingur, sem hún hefði kynst eftir 12 ára kenslu- starf. Hún tók lítinn þátt í skemt- analífi námsmeyja, en sat öllum stundum við eftirlætis-iðju sína, saumana. Prófstykki hennar þótti bera langt af öðrum og var talið hið mesta listaverk. Næstu ár helt hún áfram námi á Akureyri og í Reykjavík og vann jafnframt fyrir sjer með saumaskap. En hugurinn var fyr- ir löngu tekinn að leita út fyrir pollinn. Að loknu prófi á Blöndu- ósi spurði ein vinstúlka hennar, hvert hún ætlaði um haustið. „Til Róm“, var svarið. Um fermingar aldur hafði hún eitt sinn heyrt minst á bók um Pompei, og við það greip hana óslökkvandi þrá eft.ir að sjá með eigin augum leif- ar þeirrar miklu menningarborg- ar. Þannig var útþrá hennar vak- in óvenju snemma og hugurinn altaf á varðbergi eftir einhverju nýju, fögru eða stórfenglegu. Og nú leið óðum að því, að bernskudraumar hennar rættust. Árið 1919 sigldi hún til Kaup- mannahafnar, ein og ókunnug og því næst fjevana, gegn ráði allra vina sinna og ættingja. En Gunn- fríður kunni ekki að hræðast og kann ekki enn. Hún leggur út í óvissuna með örugga von — nærri því vissu — um sigur, og enn hefir hann ekki brugðist. 1 tvö ár vann hún við sauma í Kaup- mannahöfn í ákvæðisvinnu og hafði miklu hærra kaup en flestar aðrar. Húsbóndi hennar ljet þau orð falla, að hún væri „den værste Djævel han havde haft at sy“. Árið 1921 helt Gunnfríður til Stokkhólms. Lítið var um atvinnu þar um þær mundir, en þar eð lnin var jafnvíg á alt, komst hún brátt að saumaskap í húsum og vann þannig fyrir sjer um þriggja ára skeið, altaf hjá mentuðu og háttsettu fólki. Var hún einatt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.