Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1934, Page 4
LISBÓK MOBGUNBLABflíNfl
M
akkerum með 5/4“ streng og gefið
út 50 faðma á hvorri. Helt hann
að það væri alveg örugt vegna
lengdarinnar á strengjunum!
Litla kvikindið.
'Einu sinni var kerling nokkur
allferleg að versla í búð. tíað
.Vgúst hana um það, að fá að
koma með henni út að moldar-
kofa hennar og taka þar mynd af
henni. En er hún sá myndavjel-
ina sundur dregna, varð hún
reið, helti yfir Agúst óbóta-
skömmum og sagði, að hannskyldi
ekki draga dár að sjer. Kerling
þessi heitir Birgitta.
Xokkru seinna var hún að gera
að sel niðri í fjöru og var nú
sýnu ferlegri en áður, alblóðug
upp að öxlum, úfin og illa til
fara. Kom þá P. Hansen rann-
sóknamaður þangað og hafði með-
ferðis nrlitla kvikmyndavjel. Mið-
aði hann nú vjelinni á kerlu, eu
hún sá að bæði var þetta verk-
færi svo lítið og svo lítið gat á
því, að ekki þurfti að óttast það.
Brosti hún þá út undir cyru og
skrumskældi sig alla vega og
hamaðist svo við að gera seiiriu
til. en leit þó við og við hlæjandi
til myndavjelarinnar. Gat hún
alls ekki ..setið fyrir“ betur en
hún gerði.
Arið eftir fekk kerling, ásamt
fleirum að koma um borð í Græn-
landsfarið ,.Disko“. Þar var þeim
sýnd kvikmynd og var einn kafl-
inn mvndin af henni. Þektikerling
myndina af -íjer og þótti ærið fer-
leg. Þá bölvaði hún mikið þessu
litla kvikindi sem hann P. Hansen
hefði verið með.
Birgitta.
„Frá landi víkinganna“.
Frásögn Balbo flugkappa um flug-
heimsókninatil íslands ífyrrasumar.
Fyrir nokkru kom út ferða-
saga Balbo flugkappa, um Vestur-
heimsflug haus í fyrrasumar.
Bókin er um 24 arkir í stórubroti.
og heitir „Centuria alata“, eða
„Hundraðssveitin fljiigandi“.
Þar er skýrt ítarlega frá undir-
búningi liins mikla hópflugs, og
síðan rakin flugferðin eftir helstu
áföngum.
Er þar vitaskuld lögð mest á-
hersla á að lýsa flugferðinni
sjálfri. en minna hirt um land
og þjóðlýsingar, enda eðhlegt, að
hinn mikli flugforingi hafi í ferð-
inni orðið að hafa hugann að
ír.iklu leyti við umsvifamikla far-
arstjórn og alt sem að ferðinni
laut.
Kaflinn um ísland heitir „La
terra dei Vichinghi“, land vík-
inganna. Er hann 23 bls. í bók-
inni; en í næsta kafla er lýst
fluginu hingað og móttökunum
bjer.
Svo mikla eftirtekt vakti flug
Balbos hingað, og svo eftirminni-
leg er mörgum sú heimsókn
að lesendum Lesbókarinnar
mun forvitni á að fá nokkura
hugmynd um hvað flugkappinn
segir af komu sinni hingað, og
hvað af umsögn hans verður ráð-
ið um álit hans og manna hans
á landi og þjóð.
Eins og menn muna var veður
fremur sveljandalegt er flugsveil
Balbo kom hingað þann 3. júlí,
vindur á ritsrmnan, þó ekki hvass.
en skýjað loft og skvgni hvergi
nærri gott.
I ferðafrásögn sinni lætur Bal-
bo ekki vel af fluginu hingað,
kvartar um það. hve þokan hafi
verið mikil, og slæmt skygni, eins
og hann sagði blaðamönnum, er
liann kom hingað.
F'eginn var bann er hann sá
Vestmannaeyjar og það eina
skemtilega er hann segir frá flug-
Balbo.
inu hingað, er það, þegar „snjór-
inn‘, er hann þóttist sjá á kletta-
sillum Eyja, alt í einu hóf sig
til flugs, og varð að fuglageri
Þrátt fyrir óhagstætt veður var
flughraði flugsveitarinnar mestur
frá Londonderry og hingað, að
því er Balbo segir, því sveitin
flaug að meðaltali 243 km. á klst.,
alls 1528 km. á 6 klst. og 18 mín.
í Vatnagörðum.
1 ferðalýsing sinni skýrir Balbo
frá því, hvernig hann varð að
þræða sig áfram meðfram strönd-
inni fyrir Reykjanesskaga, til þess
að finna Reykjavík.
Um aðkomuna og viðtökuna í
Vatnagörðum segir Balbo;
Þegar við setjumst á sjóinn
byrja nýjir erfiðleikar. Við náum
ekki til legufæranna út á vík-
inni, vegna vindstöðunnar. Þá
setjum við vjelina aftur í gang,
en hún lætur ekki að stjórn, þá
breiðum við út yfirhafnir okkar
á öðrum vængnum og notum þær
fyrir segl. Með þessum kynlega
útbúnaði, er breytti flugbátnum
í seglskip, komumst við loks að