Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1934, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1934, Page 6
H LESBÖK MORGUNBLAÐSINS (Hjer skal því skotið inn í, að höf. fer ekki rjett með, að hann hafi talað á latínu við bankastjóra Landsbankans meðan á borð- haldinu stóð. Það var Jón Þor- láksson borgarstjóri er sat við hlið hans, og ávarpaði Balbo eins og hann segir frá, en síðan tók- ust með þeim viðræður á latneskri tungu). Síðan skýrir höf. í fáum orðum frá nokkrum atriðum úr sögu þjóðarinnar. Þar minnist hann m. a. á fund Vínlands, en kemst að orði á þá leið, að ..munnmæli hermi“ að víkingar hafi fundið /merfku nokkrum öldum á undan Columbusi. Fellur Balbo sýnilega ekki vel sii tilhugsun. Þá skýrir Balbo frá ferð þeirra flugmanna til Þingvalla, en þang- að bauð landsstjórnin þeim, sem knnnugt er. Eigi er höf. fjölorður um það feiðalag og dáðist hann þó mjög að náttúrufegurð stað- arins, þá stund sem hann dvaldi þar. Ennfremur segir hann frá bílferð þeirri er hann fór með tveim flugfjelögum sínum og nokkrum fleiri austur að Grýtu. og loks segir hann frá laxveið- unum í Elliðaánum, þar sem eng- inn laxinn beit á hjá honum, en lax einn, er ætlaði að stökkva upp flúð, misstökk sig og fell á þurt land rjett fyrir fætur Balbo. Segir hann svo frá, að þessa til- viljun eða einkennilegu veiði- heppni hafi hann talið sem for- boða um ferðagæfu sína. Mikillar kvenhylli nutu þeir flugmenn hjer í Reykjavík. Mun því mörgum forvitni að heyra hvað Balbo segir um reykvíska kvenfólkið. Honum farast. m. a, orð á þessa leið: Strax fyrsta dagínn verðum við þess varir, hvað kvenfólkið í borg- inni, jafnvel kornungar stúlkur. taka mikinn þátt í atvinnulífinu, fiskvinnunni. Stúlkur, sem við höfum sjeð á hverju kvöldi inni í veitingasölum gistihússins klæddar svo smekklega að vakið gæti öfund sjálfra tískudrósanna í París, þær sjáum við morgunin eftir í vinnufötum, síðum stökk- um, g'ráum eða hvítum, í gróf- gerðum sokkum, með trjeskó á fótum, önnum kafnar við að salta fiskinn eða pakka hann. Aðrar stunda afgreiðslu- eða skrifstofu- störf, en hversdagslega eru þær ekki mjög frábrugðnar í klæða- burði hinum, sem vinna meiri erfiðisvinnu. Við vinnuna hafa allar stúlkur lianska á liöndum. Höndin er óbrigðult merki um þrifnað og snyrtimensku þeirra. Og þegar þær koma á kvöldin inn í veitingahúsið í hinum mjög smekklegu og flegnu tískukjólum sinum og fá sjer snúning með pilt- unum mínum, þá er ómögulegt að segja, að þessar hvítu, næstum því gagnsæju, fínu og vel hirtu Frásögn Narfa Jóhannessonar. Mig langar til að ieiðrjetta dálítinn misskilning eða villu hjá Guðjóni Einarssyni. Mun hún stafa af því, að Guðjón var ung- lingur þegar sagan gerðist, sjó- veikur mjög og lítt á þiljum Uppi. Vona jeg að hann firtist ekki út af leiðrjettingu minni. Vindstaðan, sem liann telur norðvestan, var austanrok með byl. Var fyrst lagt til drifs í sól- arhring, en síðan slagað upp und- ir land og sáum við Eldey í suðri um kvöldið. Þá var slagað til norðurs og fækkað seglum, því að sama veðrið helst, rok og bylur. Var þá ekki lagt til en „halað“ með fokkuhorni eða þrí- rifaðri fokku og siglt norður hendur þessara yngismeyja sjeu þær sömu, sem allan daginn eru á kafi í slori og saltfiski. En svo er það samt. Og enginn furðar sig á því. Það er ekki óvanalegt, síst á hátíðisdögum, að menn sjái hópa af sveitakonum í hinum sjerkenni- legu íslensku þjóðbúningUm, og því verður ekki neitað, að í slíkum búningi virðast þær enn þ fallegri. (Höf. hefir sýnilega álitið allar peysufataklæddar konur vera úr sveit). Þá kemur nákvæm og skil- merkileg lýsing á íslenska skaut- búningnum. Frh. þangað til kl. um 4 um nóttina. Næsta landsýn var Snæfellsjökull og vorum við þá 4 mílur inn af Lóndröngum. Var veður þá farið að hægja og því fjölgað seglum og siglt inn í Faxaflóa. En kl. 10 sama dag hvesti svo mikið af norðaustri, að ekki varð við neitt ráðið. Öll segl rifnuðu í tætlur nema stórseglið eitt. Var þá snú- ið við og látið reka vestur, með þrírifuðu stórsegli, í sex sólar- hringa samfleytt. Vorum við þá komnir mjög nærri Grænlandi, en engan ís sáum við, enda kófbylur. Eftir þetta tók veður að lægja. Var þá byrjað að laga til sig'l- ingar og næsta sólarhring sigld- um við með öllum seglum í norð- austanvindi, og mun rjett að svo hafi gengið í 5 solarhringa. Þegar ---—■— Sjóhrakningar fyrir 40 árum. # Hinn 18, febrúar birlist i Lesbókinní frásögn meó þessari fyrirsögn. Var hún eftir Guöjón bónda Ein- arsson á Stœrrabœ i Grlmsnesí, og var þar sagt frá sjóhrakningum, sem hann lenti i á œskualdri á skútunni ’<Ellen<i frá Hafnarfirói. Nú hafa Lesbók borist leiðrjettingar og viOaukar viö þá frásögn frá tveimur mönnum, Hannesi Jónssyni hafnsögumanni l Vestmannaeyjum og Narfa Jóhannessyni i Hafn- arfirði, sem var háseti á skútunni i þessari eftir- minnilegu hrakningaför.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.