Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Síða 2
258
Tilgangur þessarar greinar
minnar, er að efna loforð, sem jeg
gaf f jelögum mínum sem urðu eft-
ir í Rússlandi, þegar jeg flúði það-
an. Jeg lofaði þeim, að tækist
mjer að komast heilu og höldnu
úr „Paradís sósíalistanna‘“, til
Frakklands myndi jeg' reyna að
lýsa fyrir almenningi G. P. U.
(leynilögreglunni rússnesku) og
meðferð hennar á hinum svo
nefndu andbyltingarmönnum.
Sovjet-máltæki segir:
„Komið með manninn. Við upp-
götvum afbrotið“.
Og' samkvæmt þessu fer G. P. U.
á stúfana. Fyrst og fremst verður
að fá fangann til þess að með-
ganga, svo að þeir hafi eitthvað
að byggja kæru sína á. Hann er
yfirheyrður í belg og biðu. Honum
er opinberlega tilkynt, að sovjet-
Völdin muni notfæra sjer fylgi
hans við andbyltingarmenn, til
þess að geta gefið skýringu á
mishepnuðum vísindalegum til-
raunum sínum. Það sje best fyrir
hann að „játa“ á sig' það, sem
hann sje ásakaður um, og skrifa
undir ,játninguna‘ sem G. P. U.
hefir samið.
Veigri hann sjer við því, og vilji
ekki viðurkenna þessar staðhæf-
ingar, er honum sagt, að dauða-
refsing bíði hans. Þó geti hann
komist af lifandi, með því að vera
dæmdur í útlegð, ef hann láti und-
LESBÓK MORGUNBLAÐSIKS
an. En sje hann með þrákelkni,
geti hgnn átt von á allskonar
pyntingum áður en dauðadómi
sje fullnægt.
Oft er það að þessir ógæfumenn
skrifa undir skjöl þau sem fyrir
þá eru lögð, skefldir af slíkum
ógnunum.
En taki þeir nú í sig kjark og'
taki aftur „játningu“ sína, lætur
dómarinn eins og liann trúi þeim
ekki, dæmir þá jafnvel fyrir land-
ráð, til þess að blekkja almenning.
Sitji sá ,ákærði‘ samt sem áður
við sinn keip, segi frá þeim brögð-
um, sem hann hafi verið beittur
af G. P. U-, til þess að„meðganga“
og þeim pyntingum, sem hann hafi
orðið að þola, og heimti læknis-
skoðun því til sönnunar, er hann
miskunarlaust skotinn að yfir-
heyrslunni lokinni.
Við mörg slík mál hefi jeg verið
verjandi. Þeir ákærðu, kvörtuðu
yfir því, að sendimenn frá G. P. U.
eltu þá á röndum, ógnuðu þeim
og pyntuðu. En þar eð það voru
aðeins varnarlausir bændur, var
þeim fyrirhafnarlítið og' án nokk-
urra formsatriða rutt úr vegi.
„Fanganum“ er tilkynt það, að
G. P. U. muni eftir dauða hans
falsa undirskriftina, sem er nauð-
synleg undir játninguna.
Oft er ekki hægt að ljúka við
mál til fulls af pólitískum orsök-
um. Þá er bundinn endi á þau
sem skjótast á annan hátt. Hinn
ákærði er gerður útlægur og þar
með er málinu lokið.
En það þýðir ekki að ,ákæra‘
ávalt menn af sömu flokkum,
flokkleysingja, sjerfræðinga, verk-
fræðinga, prófessora, „ekki — ör-
eigalýð“, um hermdarverk. Það
verður líka að ná sjer niðri á sain-
lierjum, þó aðeins til málamynda
sje.
Þess vegna velur sovjet-stjórnin
vissan fjölda „fórnardýra“ sinna
úr hópi kommúnista, til þess að
látast vera óhlutdrægir.
Þeir menn, sem fyrir valinu
verða, verða að taka á sig sökina,
t. d. ef svo vill til að stjórnin
getur ekki borgað verkamönnum
sínum laun, hvort sem það nú er
vegna fjárskorts í Þjóðbankanum
eða vöntunar á lánstrausti stofn-
unar þeirrar, er í hlut á.
Akæra er samin. Embættismað-
urinn er kallaður fyrir rjett. Þar
„játar“ hann á sig að liafa dregið
undan laun verkamanna. Hann er
dæmdur í þvingunarvinnu í
nokkra mánuði. Hann heldur
störfum sínum áfram fyrir hálf
laun — og að vissum tíma liðnum
er hann aftur tekinn í fulla sátt,
eins og ekkert hefði í skorist
Rússar leggja mikla rækt við
njósnir. 1 þeirra augum eru njósn-
ir dygð, siðferðisleg hetjudáð.
Það er varhugavert að tala við
nokkurn mann um stjórnmál, hve
vel sem maður þykist þekkja
hann og hve meinlaus sem hann
kann að virðast.
Sovjet-ríkisborgari má ekki
vinna hjá útlending’ eða útlendu
fyrirtæki. Hvaða verk sem unnið
er hjá útlendingi, er talið afbrot
gegn stjórnarvöldunum.
En hafi nú sovjet-borgari stöðu
hjá útlendingi, má telja það víst
að hann sje í leynileg'ri þjónustu
G. P. U.
Fyrst, þegar útlendingurinn
kemur til landsins er haft vakandi
auga á honum. En það er farið
vel og vinalega með hann, fyrst í
stað. Því næst er honum boðið að
ganga í kommúnistaflokkinn. >—
Gangi hann í flokkinn er hann þó
brátt útilokaður úr honum aftur,
En þá er búið að gera hann skað-
lausan í eitt skifti fyrir öll. Því
að, sem fyrverandi meðlimur
Úr því býli hrikta og hrynja,
hví þá ekki bæta úr skák?
Sæmdi og væri síst að kynja,
að sæi Rúst um glóp og strák,
er innan rifja eitursnák
ala og þjóð um viðreisn synja.
Brenni grasrót, blási upp rjóður,
blikni af skelfing ey og strönd,
fari í súginn fífilgróður,
flýi sóley anganlönd —
gegn því vil jeg ganga á hönd
Guði, að bjargi hann vorri móður.
Rjettarfar í Rússlanði.
Þýtt úr grein sem birtist i „The English Review“ eftir
D’Albaret greifa.
D’Albaret greifi, var franskur ríkisborgari en fædd-
ist í Rússlandi og ólst þar upp. Árið 1917 gekk hann
i Kommúnistaflokkinn og var nokkur.ár málfærslu-
maður i Rússlandi.