Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Blaðsíða 8
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kvikmyndir af Löppum og tungumál þeirra tekið á gr ammóf ónplötur. Þýsk kjón, Erieh Wustmann og frú, eru nú í Noregi og ætla að dveljast þar tvö ár við kvikmynda- töku. Hafa þau þegar tekið þar náttúrumyndir af Jostedalsjökli, Harðangurjökli og Folgefönn. Hafa þau legið þar úti um kríð, t d. voru þau 5 daga á Joste- dalsjökli og lágu þar í tjaldi. Fyrsta sólarliringinn fengu þau þar stórhríð og var 5 stig'a frost er þau komu út úr tjaldinu um morguninn. Allan farangur sinn, 120 kg. höfðu þau borið á bakinu upp á jökulinn. Nú eru þau farin til Finnmerk- ur og ætla að vera þar í vetur, og líklega næsta vetur líka. Ætla þau að kynna sjer siðu og háttu Lappa og ná tunguináli þeiira á grammófónplötur, bæði framsögn og skrafi í gömmunum. Þessar g'rammófónplötur eiga síðan að geymsat í háskólanum í Berlín og alþýðusafninu þar. Þeg'ar vorar ætla þau að ferðast víða um Noreg og taka kvikmyndir af þjóðhátt- um og athafnalífi, t. d. fiskiveið- unum hjá Lófót og timburfleyting- um í ánum og skógarhöggi. Delmotte, franskur flugmaður, sem hefir sett nýtt met í hraðflugi með því að fljúga 100 kílómetra á 14 mín- útum. ,,Besta staða í heimi“. Mynd þessi er af enskum lið- þjálfa, sem er að safna sjálfboða- liðum í herinn. Á spjaldi, sem hann er með stendur stórum stöf- um: „The finest Job in World. Join the Army“ (Besta staða í heimi. Gangið í herinn). Dr. Lauge Koch er nú -í nýjum vísindaleiðangri til austurstrandar Grænlands og ætl- ar í sumar að rannsaka hinn mikla en lítt kannaða fjallgarð á milli Scoresbysund og Anglnagsalik. Sjerfræðingur: Það besta sem þjer getið gert er að hætta að drekka og reykja og' fara að hátta kl. 10 á hverju kvöldi. Sjúklingur: En hvað er svo það næst besta? Rakari: Hvað segið þjer um kommúnismann ? — Jeg er alveg á sama máli og þjer. — Þjer vitið ekki hvaða skoð- un jeg hefi á honum. — Nei, en þjer eruð með rak- hníf í hendinni. Er það satt að hún Margrjet beri leynilega sorg? — Já, hefir hún ekki sagt þjer frá því? Úr stílum: — Abraham Lin- coln fæddist í bjálkakofa, sem hann hafði hjálpað föður sínum að byggja. — Brennisteinssýra er svo eitruð, að einn dropi á hunds- tungu nægir til að drepa hinn hraustasta mann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.