Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 259 Aðalbækistöð G. P. U. í Moskva. flokksins, getur hann ávalt átt á hættu að vera ásakaður fyrir að vera nú andbyltingarmaður. Meðal skjólstæðinga minna voru nokkrir Þjóðverjar og Ameríkan- ar, sem fjellu fyrir þessu óheyri- lega fyrirkomulagi. I öðrum tilfellum geta mála- ferli þessi verið margbrotnari, en yfirleitt er einkskis látið ófreistað til þess að undiroka útlendingana sovjetstjórnarháttum, og ýmsum brögðum beitt til þess. Það er far- ið fram á það við þá, að þeir skrifi undir sósialistisk skjöl, skrifi sig fyrir upphæðum í ríkisskulda- brjefum sovjetríkisins o. s. frv. Gangi iitlendingurinn í þessa gildru, er búið í haginn fyrir næsta þátt í þessum leik. Hann er boðinn í aðalbækistöðv- ar G. P. U. Nú ætla embættismenn- irnir að kynnast honum nánar. Þeir segja honum, að þeir hafi hann grunaðann um að vera ekki einlægur sovjet-stjórninni. Án þess að koma með nokkur rök fyrir málstað sínum skora þeir á hann að leggja fram sannanir, sem geti hrundið þessum grun. Það kann að vera, að „g'estur“ segi sem svo, að hann sje ekki í einu og öllu fylgjandi hugsjónum kommúnista, en hinsvegar sje hann fullkomlega hollur stjórn- inni. Eftir nokkra umhugsun leggja þeir fyrir hann skjal til undir- skriftar, hátíðlega yfirlýsingu um hlýðni hans og undirgefni við sovjet-stjórnina. Pærist hann undan að skrifa undir, minna þeir hann hógvær- lega á g'run þann er á honum hvíli um andbyltingarstarfsemi hans, og geti sá grunur haft al- varlegar afleiðingar fyrir hann, ef hann reynist rjettur. Útlendingurinn á einskis ann- ars úrkosta en að gera það, sem honum er sagt. Hann er undir á- hrifavaldi G. P. U. og hann lætur að lokum tilleiðast til þess að skrifa undir alt sem fyrir hann er lagt. En áður en hann fer, er honum lagt það ríkt á minni, að það sem honum og sovjet-völdunum hafi á milli farið, sje strangasta leynd- armál. Og hann fer þaðan ekki á brott, fyr en hann hefir skrifað undir annað skjal, þar sem liann lofar algerðri þög'n, að minnast ekki við nokkurn mann á þessa ,,heimsókn“ sína. 1 skjalinu stend- ur t. d. þetta: — Ef jeg held ekki þetta þagn- arheit, er jeg ábyrgur fyrir G. P. U. En það er með öðrum orðum, að honum verði bani búinn, á ein- hvern hugsanlegan hátt, fyrir- varalaust, brjóti hann þetta loforð. Nokkrum dögum síðar er hann aftur kallaður á „ráðstefnu" á sama stað. Nú byrjar yfirheyrslan á ný, en undir fjögur augu. Hrað- ritari, ósýnilegur þó, ritar jafnóð- um niður alt sem fram fer. Aftur er „gesti“ borin á brýn hlutdeild hans í andbyltingarstarf- semi. Hann neitar, uns embættis- maður segir, að munnlegar stað- hæfing'ar og skriflegar yfirlýsing- ar sjeu gagnslausar. Og alt í einu fer hann fram á það við gestinn, að hann, til sönnunar einlægni sinni við stjórnina, gerist sovjet- ríkisborgari. Gesti bregður í brún. Hann vill ógjarna missa borgararjettinn í föðurlandi sínu. — Og þá er sönn- unin fengin fyrir því, að grunur- inn hafi verið rjettur Hann er mintur á starf hans í þjónustu sovjet-ríkisins. Honum er bent á, að það kunni að hafa óþægileg'ar afleiðingar fyrir hann, ef til þess frjettist í ættlandi hans. Ein leið sje þó út úr þessum vanda. Sú, að fá sovjet-vegabrjef, en halda þó sínu. Ólánsmaðurinn samþykkir. Pyrir almennings sjón-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.