Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1934, Síða 1
Franskt spitalaskip
strandar á Meðallandsfjöru.
Eftir Einar Sigurfinnsson.
Það mun ekki ofsagt, að hvergi hjer á landi hafa skipströnd
orðið jafn tíð eins og í Meðallandi. Standa þar enn flök skipa,
sem strandað hafa fyrir mörgurn árum, en sum eru komin á kaf
i sand. Af öllum bygðum landsins hafa bændur í Meðallandi haft
mest af sjóslysum að segja, björgun úr sjávarháska, erfiði við að
koma sjóhröktum mönnum til bæja, taka á móti þeim og greiða
veg þeirra til hafnar, þaðan, sem þeir gátu flust heim, og hefir
þá venjulega Rcykjavík verið valin. En það væri löng og merki-
leg saga, ef segja ætti frá svaðilferðum Skaftfellinga með strand-
menn yfir vötn og torfærur hingað til Reykjavíkur.
Til þess að gefa lesendum Lesbókar lýsingu á skipstrandi
þarna eystra, hefir hún fcngið Einar Sigurfinnssön, glöggvan og
greinagóðan mann, til þess að segja frá einu strandi þar. Kaus
hann að segja frá því, er hið fagra og vandaða franska spítala-
skip „St. Paul" strandaði við Meðalland árið 1899.
Það var uiðdiinm þoka í lofti
þann 15. apríl 18!)!), o<r því var
ekki að furða þó myrkrið væri
svart næstu nótt, enda mun þá
hafa verið torvelt að greina lágu
syörtu sandströndina, austan við
Kúðafljótsós. — Morgunin næsta
var nokkuð farið að rofa til. Urðu
nokkrir Meðallendingar þess þá
varir, að skip mundi vera strand-
að.
Var þá þegar að vanda brugðið
við, og margir menn riðu til
strandar, því líklegt var að þar
væri menn sem þyrftu aðstoðar
við.
Áður en rnenn komu allnærri
sjónum, sást íyrir víst að skip
stóð þarna á grunni, og það miklu
stærra en flest þau skip, sem
venjulegt var að sjá þar úti fyrir.
Siglutrjen voru þrjú og það eitt
sýndi að varla væri hjer um fiskí-
;,kip- áð ræða.
Menn liriiðuðu ferð sinni sem
unt var. og brátt var komið á
stramlstaðinn. Þá var orðið lág-
sjávað og mátti milli ólaga kom-
ast hrakningslítið að skipshliðinni.
Skipverjar voru kotnnir á land og
voru á gangi á víð og dreif um
fjöruna. Þeiin var fljótlega safnað
saman og leyndi sjer ekki, að
þeir urðu mjög fegnir að sjá menn.
Lýstu þeir fögnuði sínum með lát-
bragði og bendingum, en mál
þeirra skildist ekki, þó gátu þeir
látið skiljast að öll skipsliöfnin,
20 manns, væri komin á land, og
allir ómeiddir.
Blautir voru þeir mjög, en ekki
mjög kalt, með því frentur var
hlýtt í veðri.
Nú var leitað ráðs að komast
upp í skipið og tókst það Ínuan
skanis, og var þá þegar tekið á
land dálítið af matvælum, fatnað-
ur skipverj'a o. fl., einflife sbgl o‘g
fleira, tíl að gera úr skýli fyrir
„vöktimenn“,
Þetta strandaða skip stóð þarna
á rjettum kili og var hið fríðasta
að sjá. Það sneri stafni tií austurs
og var þannig' flatt með strönd-
inni. Nafn þess stóð á því skýr-
um stöfum: St. Paul, Le Havre.
Ekki var tími til að skoða skipið
innan, nema að örlitlu leyti, en
auðsjeð var á öTIu að frágangur
var liinn vandaðasti, snotur og
vistleg lierbergi, búin smekkleguni
og hentugum húsgögnum. Ríku-
leg matar og drykkjarföng, ásamt
margskonar áhöldum. Á þilfari
stóð vjelbátur í skorðum, auk
tveggja róðrabáta.
Nú var undinn braður bugur
að því að koina strandmönnunum
lieim til bæja, og var það um iy2
stundar ferð. Þeir voru allir settir
á hesta, en misjafnlega g'ekk þeim
að sitja á þeim.
Um það leyti, sem lagt var af
stað heimleiðis kom sóknarprestur
Meðallendinga suður í fjöru. Það
var síra Gísli Jónsson á Langholti,
síðar prestur að Mosfelli í Gríms-
nesi. Hann talaði og skildi frönsku
og gaf sig þegar á tal við strand-
mennina og glaðnaði mjög yfir
þeim við það.
Síra Gísli skýrði nú frá, að þetta
væri frakkneskt spítalaskip, sem
værí lijer víð land til aðstoðai'
franska þilskipaflotanuni, taka
móti veikum og slösuðum mönnuirt
o. s‘. frv.