Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1934, Blaðsíða 4
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3ðtí fiagnir af Vatnsnesi. Eftir Theodór Arnbjörnsson frá Ósí. Jakob á Illugastöðum. Frh. •Jakob var kvæntur Auðbjörgu Jóusdóttur á lllugastöðuiu, eius ofj t'vr segir. Tvo bræður átti búu, Afciiar og Grím, o*r voru |>eir báðir hiuir uiaunvieulegustu. Var Agnar prýðilega hagmæltur og mun enn vera til ljóðasafn eftir hann í eig inhandriti. Hann er fæddur 17. mars 1848. Þegar hann var um 25 ára lofaðist liann stúlku á næsta bæ. Guðrúnu Olafsdóttur á Gnýsstöðum. Vorið 1875 fluttist liann ]>angað og tók að húsa bæ- inn með tengdaföður sínum. Bar ]>á oft við, að af tilsvörum Agnars mátti ráða að hann bvggist við að verða ekki gamall maður og drukkna í sjó, en fá þó kirkjuleg. Er hann var spurður, af hverju hann drægi þenna gVun, drap hann því jafnan á dreif. Þó hafði fólk það fyrir satt, að hann markaði þetta af draumum. Þetta sama haust ætlaði liann að róa frá Stiifmm. Voru hásetar lians allir röskir menn, og enginn þeirra eldri en 29 ára. Meðal þeirra var Grímur bróðir hans og bræður þrír þar af Nesinu. Stóð mörgum stuggur af, því það er gömul þjóðtrú, að ekki skuli þrír bræður róa á sama skipi. Aður en Agnar færi í verið um haustið, ráðstafaði hann svo eignum sínum, að heitkona hans fengi þær allar, ef liann kæmi ekki aftur. Víst hef- ir hann talað um þetta hugboð sitt við Jakob mág sinn, því Jabob bað hann að lofa sjer því tAænnu, að róa aldrei þetta haust ef Grím- ur bróðir hans gæti ekki róið, því hann yrði maður gamall, og að róa aldrei í tvísýnu útliti, á undan sjer, því ekki mundi hanndrukkna ef Jakob væri á sjó.. Ef hann heldi þetta, mundi hann verða gamall maður. Gekk svo fram eftir hausti, að alt fór sem um var talað. Að morgni 16. okt. var norðan strekk- ingsvindur og mikið skýjafar, en ekki ýkjamikil kvika. Grímur var þá veikur, svo hann treystist ekki á fætur. Vildi Agnar ]>á ekki róa, en hásetarnir frýjuðu honum hugar og töldu sæmilegt sjóveður viisk- um mönnum. Gekk svo litla stund og sást ekkert til Jokobs. Fór ]>á svo, að Agnar stóðsl ekki eggjunarorð skips- hafnar sinnar og reri. Ekki reri Jakob þenna dag. Tveir formenn aðrir en Agnar reru ]>ó, Ari Ei- ríksson frá Stöpum og Jóhann Arnason frá Skarði. Ari sneri aft- ur áður hann kæmist frain í ál, en Jóhann komst til miða og lagði lóðirnar. En ]>á var svo mikill illfiskavaður þar í álnum, að hann sigldi frá lóðunum í land, en Agn- ar kom ekki að landi. Það er frá Grími að segja, að þeg ar fjelagar hans voru stuttu rónir. varð hann alheill. Þótti honum þetta alt spá illu, og beið nú þess er verða vildi. Er Agnar kom ekki að um kvöldið, þóttust allir vita að þeir hefðu farist. Háttaði Grímur einn í búð þeirra um kvöldið, vildi engan lijá sjer hafa í búðinni og var ófáanlegur til að sofa inni í bæ. 1 rökkri, er vonlaust þótti að þeir Agnar kæmu, var sent út að Illugastöðum að segja skip- tapann. Þenna dag hafði Jakob legið fyrir fram undir rökkur, en fvrir nokkru kominn á fætur, er sendimaður kom frá Stöpum, og hitti liann fyrstan manna. Ætlaði sendimaður að segja honum tíð- indin, en .Jakob varð fyrri til og sagði: „Þú þarft ekkert að segja mjer; .jeg veit að ]>eir Agnar eru drukknaðir“. Um nóttina dreymdi Auðbjörgu að Agnar bróðir hennar kæmi að henni. Var hann í skinnklæðum og alvotur. Sagði hann Auðbjörgu að hann væri drukknaður og bað hana að fá Jakob til að sækja sig; hann fyndi sig ef hann vildi. Svo hvarf hann. Auðbjörg vaknaði þegar og var Jakob þá vakandi. Sagði hún honum frá draumi sín- um, og bað hann nú reyna í næsta róðri að fara inneftir og leggja lóðirnar þar, sem hann heldi að Agnar liefði farist, ef ske kyuni að liann kæmi upp á lóðunum, því Agnari væri það áhugamál. Jakob svaraði þessu fáu öðru en því, að hann heldi að piltana sína lang- aði lítið inn í þetta dauðabæli- Fjell svo talið niður. Næsta morgun reri Jakob. Vissi Auðbjörg ekki hvert hann ætlaði. og ekki nefndi hann það við há setana. en þegar kom fram fyrir Tangana, sagði liann við )>á: „Jeg lield að Auðbjörg ætlist til að við róum inná í dag“. Róa þeir svo inneftir. Þegar þeir koma inn á móts við Stapa lagði hann þrjár lóðir á lítinn blett, skamt fyrir ofan álbrúnina, og tók þær strax upp aftur. Kom Agnar upp á lóð- unum og var aðeins einn öngull fastur í skinnklæðum hans. Þessa sögu hefi jeg meðal annars eftir Guðmanni Grímssyni, semvar háseti Jakobs og fyrsturhafðihend ur á Agnari, því Jakob dró lóð- ina sjálfur. Guðmann og Agnar voru bræðrasynir og uppeldis- bræður. Enginn veit hvað varð skipi Agnars að grandi, en Jóhann Árna son á Skarði, sem einnig var á sjó þenna dag, eins og fyr segir, taldi að hvorki hefði veður verið svo hvast eða sjór svo rifinn, að það mundi granda góðu skipi, en ill- fiskavaður hefði verið svo mikill ]>enna dag, að líklegt væri að þeir hefðu grandað skipinu. í sambandi við fráfall Agnars varð annar atburður einnig' minn- isstæður. Umrætt ár bjuggu á Þor- finnsstöðum í Vesturhópi þau Jón- as Daníelsson og Steinunn kona hans. Aðfaranótt 16. okt. dreymdi hana að hún væri úti stödd. Þótti henni þá koma að sjer stúlka, sem Helga hjet, og drukknað hafði í Laxá á Skaga- strönd vorið áður. Þóttist Stein- unn bjóða henni inn, en Helga kvaðst ekki mega tefja. Spurði Steinunn þá, hversvegna hún hefði svo annríkt, en Helga svaraði að hún þyrfti að flýta sjer vestur að Stöpum til að róa með bonum Agnari, því einn háseta hans væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.