Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK M0RGTr*TfVL>ÐSIN8 397 veikur. \rHt- draumurinn kominn víða um sveitina áður en fr.jettist um skiptapunn. Þessa sögu um draum Stein- unnar á Þorfinnsstöðum hefi .je" eftir Bjarna Bjarnhjeðinssyni frá Böðvarshólum, sem er prýðilega skvr maður og fróður, o<í man jjetta vel. Til gamans skal lijer tilfærð ein sögn, er sýnir hve Jakob var veðurglöggur. Það var eitt haust að hann fór með grönnum sínum á áttæringi inn á Borðeyri til vers) unar. Sama dag- fór einnig til Borð eyrar Sigurður Jónsson i Hindis vík og nokkrir gránnar hans. Yar Sigurður orðlagður sjómaður og garpur liinn mesti. Sigldu bæði sltipin í norðanleiði inneftir og komu svo snemma til Borðeyrar að varan var tekin út um kvöldið og borin á skipin. Á Borðeyri hagar svo til, að mjór tangi gengur austur í fjörð- inn og' er svo góð lending á lionum innanverðum að aldreibrimar. Sand fjara er, og jj^í liættulaust þó að skip taki þar niðri. Þegar þeir höfðu borið á skipin, lofaði Sigurð- ur að felli undan sínu skipi og skorðaði það, en Jakob ljet flota sínu við bryggju, sem þar var. Settust menn svo inn á „Bauk“ og gerðu sjer glaða stund saman, því þeir Jakob og Sigurður voru alúðarvinir. Um kvöldið gekk Jakob út öðru hvoru og gáfu þeir því engan gaum, eu skömmu fyrir lágnættið kallaði liann skipsliöfn sína og kvaðst nú ferðbúinn. Spurðu þá sumir í gáska, hvort liann ætlaði að berja alla leið út að Illugastöðum, en SigUrður stóð upp samstundis o r sagði um leið: „Þið þurfið ekki að huga að því piltar, það er ekki langt í leiði fyrst Jakob á Illuga- stöðum er að fara á stað“. Gengu þeir þegar niður að skipinu og var fallið undan því að nokkru- Var Jakob þá að róa fram fyriv tangann. Sigurður ruddi þá farm- inum upp á bryggjuna þar til skipið var svo Ijett, að þeir gátu bakað það út. Annála hásetar Sig urðar handatiltektir hans þá, enda var liann rammur að afli og skör- ungur í lund. .Er Sigurður hafði borið á skipið, var runnið á suð- vestan kul, sem smájókst. Þegai' leið á nóttina livesti mikið, en Sigurður t.jaldaði því sem til \er af seglum, því nú var honum al- vara að draga fram á Jakob. Þegar kom norður á Fló- ann var komið stórviðri, og tekið að gefa nokkuð á hjá Sigurði, því hann vildi ekki lækka seglið. Sá, sem átti að geyma drag- reipisins, leysti það nú, svo liann væri reiðubúinn að lækka seglið ef formaðurinn kallaði. Sigurður sat undir stýrinu og kvað að vanda. En er hann sá að losað var drag- reipið án þess að liann skipaði. barði hann ofan í slíðrið og kall- aði byrstur: ,,Hjerna — — látið þið seglið standa þangað til jeg segi“. Þegar Sigurður sigldi fvrir framan lllugastaði var Jakob lent- ur og farinn að bera af skipinu, en farmurinn tekinn að blotna hjá Sigurði, vegna gífurlegrar siglingar. Yarð honum þá að orði: „Engum manni er Jakob líkur sem sjómaður — og maður“. Þessa sögu hefi jeg eftir tveim- ur hásetum Sigurðar. Bar þeim saman og heyrði hvorugur til ann- ars. 011 síðari búskaparár þeirra Auðbjargar og Jakobs, voru erfið og mörg þeirra hörð, einkum 1880 til 1887. Þá var það árlegur siður þeirra, að er leið á vetur og harðn- aði í búi hjá fátæklingunum, að taka heim til sín þau börnin fir nágrenninu sem lakast voru stödd, og bjarga þeim fram á vorið, að hægðist í búum manna. Yar þá oft erfið húsfreýjustaðan á Illuga- stöðum, þó bónda hennar brysti hvorki dugnað nje útsjón, að draga svo í búið að aldrei þryti björg. Ekki voru þau rík, en brast ])ó ekki stórhug til að bjarga öðr- um, ef á lá. Skal hjer tilfært eitt dæmi þess. Haustið 1885, var Jakob stadd- ur úti í Skagastrandarkaupstað, með g'rönnum sínum mörgum. — Höfðu þeir allir fulla þörf bjarg- ræðis, en lítið gjald til að greiða fyrir það, því fjenaður þeirra var þá mjög fallinn í undangengnum harðindum. Vildi kaupmaður ekki lána fátæklingum matbjörgina, fyrir því hve greiðslan var óviss, en bauð Jakob að lána honum korn fyrir 1000 krónur. Yar það há upphæð fyrir einn bónda, í þann tíð. Jakob ])áði boðið, og skifti korninu milli mannanna. — Aðeins einn hestburð af korninu fekk Jakob borgaðan, því fæstir höfðu g.jaldið til, en skuldina til kaupmannsins lauk hann við að greiða fáum vikum fyr en hann drukknaði — 1887. Blessaði Auð- björg bónda sinn fyrir þessi úr- ræði hans, í hvert skifti sem hún mintist þessa atviks. Margt var einkenuilegt 1 fari Jakobs, sem sýndi að hann var gæddur einhvorri ]>eirri fjarskynj- un, sem olli því, að liann vissi margt sem öðrum var hulið, og virtist þó, að hann rengdi þessa gáfu sína í lengstu lög. Allir sjó- menn á Vatnsnesi, sem muna til lians, fullyrða, að aldrei liafi hann verið eins viss að afla og í þoku, þó aðrir hittu ekki á góðar fiski leitir. Þá kom og oft fyrir, ef hann reri og fiskaði ekki vel, þá helt hann þó til lands, gekk þegj- andi frá skipi og skipshöfn í lend- ingu, lagði sig fyrir litla stund og reri svo aftur. Þá brást aldrei að hann aflaði vel. Svo var hann veðurglöggur, að flestar illhrifur sat hann af sjer í landi, en reri í fyrsta upprofi, og var það kallað að róa á veðrahala. Fekk liann þá oft mikinn afla. — Meðal annara sem liafa sagt mjer þetta, eru sögumenn mínir þrír, hjer að framan: Gunnlaugur Skúlason, Jón Eggertsson og Bjarni B.jarn- hjeðinsson. Sú fjarskynjun Jakobs, sem verður þó hvað lengst munuð, stendur í sambandi við skipskað- ann mikla af Skagaströnd, 3. jan. 1887, og skal því tdfærð. Þenna eftirminnilega dag var gott veður um morguninn, og fram eftir degi. Síðari hluta dags- ins gekk í norðan stórliríð með brimi og sjógangi. TTm morguninn reru engin skip af Vatnsnesi en nokkur af Skagaströnd, og fórust þrjú þeirra undir Yatnsnesi. — Þetta kvöld lá Jakob fyrir, og' var lasinn eins og oft bar við. Fyrir háttatíma bað hann háseta sína að fara ekki úr fötum, því skeð gæti að hann þyrfti að kalla til þeirra í nótt, en Auðbjörgu konu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.