Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 „Skárra er það nú ferðalagið, ha!“ sagði hann við mig. „Mað- ur skyldi halda, að við værum á skemtisiglingu. Sjórinn eins og mjólk. Puah! Hjer er það altaf sama sagan: of gott eða of slæmt. Stundum eins og verið sje að halda sýningu á sólskin- inu! Gott og blessað. En alt í einu tekur kári að hamast í möstrunum eins og skógar- höggsmaður. Stormurinn skell- ur yfir öllum að óvörum, og óðara er maður kominn á bóla- kaf og veltist um eins og neð- ansjávarbátur, sem kemur upp á yfirborðið eftir hreinu lofti. Þetta bannsetta land!“ Og hann klóraði sjer í kinn- inni svo að ýskraði í líkt og þegar þjöl er rent yfir járn. Kollurinn á jöklinum hafði skyndilega varpað af sjer skýjakórónunni og lýsti nú eins og viti um 50 mílur fyrir stafni. „Snæfellsjökull“, sagði jeg, því að jeg kannaðist við lögun þessa háa, stýfða toppstrend- ings. „Snæfells, já, það er hann“, sagði skipstjórinn. „1 þrjátíu ár hefi jeg sótt sjó við Island, í þrjátíu ár hefi jeg verið að hjaksa fram og aftur milli Ing- ólfshöfða og Horns. Og í hvert skifti sem jeg sje hann Snæ- fells þarna, þá minnir hann mig á einkennilega jólahátíð. Því að hjer var það, sem æfintýrið byrjaði“. Og skipstjórinn tók að segja frá með jafnri röddu. „Það var í desember 19.., fyrir stríð. Ferðin frá Ostende og hingað hafði verið fjári erf- ið. Eftir að komið var norður um Færeyjar, var hægt að renna sjer á skautum eftir þil- farinu eða búa til snjókerling- ar, eftir því sem hver kaus. Mjallhvítur togari með alla kaðla handleggsdigra af ísingu tekur sig vel út á ljósmynd eða í myndablöðum. En öðru máli er að gegna fyrir þá, sem eru um borð. Við Snæfells hafði ve'ðin verið góð, en við vorum orðnir slituppgefnir, úttaugaðir. Hugsið þjer yður bara: að standa 250 klukkustundir sam- fleytt á þilfarinu, í ísköldu vatni upp í mitti, í regni og þoku við að gera að fiski, sem er svo kaldur, að hann brennir á manni krumlumar. Það var myrkur um hádaginn, og þil- farið, sem var uppljómað af kastljósum, leit út eins og hellir frá stjórnpallinum að sjá. Og vindurinn þá, hann hefði getað höggvið tundurskeytabát i tvent! Þann 22. desember — hvort jeg man það! — voru menn mínir að koma vörpunum fyrir til heimferðar, og jeg kallaði til þeirra ofan af stjórnpalli: „að þið látið nú hendur standa fram úr ermum, piltar mínir, því að eftir tvo daga kveikjum við á jólatrjenu . . . .“ Það var auðvitað sagt í gamni. Jólatrje, þarna lengst úti í hafsauga, þar sem við velt- umst eins og hálmvisk, þjer sjáið það sjálfur! Það var eins og hver önnur vitleysa, sem manni flýgur í hug og maður lætur út úr sjer, án þess að vita hvers vegna. En þá veit jeg ekki fyrri til en stýrimaður, sem var að loka lestaropunum, lítur upp og kallar til mín: „Það lík- ar mjer, skipstjóri. Jeg fer og sæki jólatrje upp á eyjuna. Má jeg það?“ „Já, það mátt þú“, svara jeg honum, altaf í gamni. Sækja jólatrje upp á eyjuna! Það vantaði nú ekki annað! Það mátti eins vel reyna að skafa dýrindis perlur af hákarlsskráp. Og með það höldum við af stað. En það hundaveður, sem við hreptum á leiðinni! Það var hörmung að heyra, hvernig brakaði í möstrunum. Svo var veltan m'kil á bátnum, að ljós- in færðust í kaf til skiftis. — Stefnið lyft’st um 15 metra, og síðan steyptumst við — plúff — lóðrjett niður, svo að stjórn- pallurinn átti fult í fangi með að hefja s'g upp úr aftur. Og við alt þetta bættist svo bölvað- ur þokumeinvætturinn. Það var annað en gaman. lagsi. Dagmn eftir fórum við fyrir Reykjanes, og þá versnaði alt um helming. Jeg skal segja yð- ur, að öldurnar voru svo háar, að sjóripn str:ymdi stundum inn. um reykháfinn, og þær skóku skipið miskunnarlaust. Jeg hefi aldrei sjeð annað eins og óska þess ekki heldur. Við siglum enn nokkrar mílur, og jeg segi við sjálfan mig: „Ef hann tekur enn upp á því, reyk- háfsskrattinn, að fara að drekka sjó, þá munum við varla kemba hærurnar". Það var ekki vert að hætta á það aftur. — Hyggilegast að leita skjóls nær ströndinni, á bak við skerin. Og samt var það ekki áhættulaust, því að í þoku eru slys ekki lengi að vilja til. Við höldum því nær strönd- inni. Alt í lagi. Eftir hraðamæl- inum að dæma og mörgum dýptarmælingum áttum við að vera um hálfa mílu frá Stokks- eyri. Við erum á 20 faðma dýpi. Jeg segi: „Það er gott“, og við vörpum akkerum. Nú var ekki um annað að ræða en bíða. „En ef við færum nú að sækja trjeð, skipstjóri“, segir stýri- maður við mig. „Hvaða trje?“ „Nú, jólatrjeð, skipstjóri! Það er á morgun“. Jeg gaf honum í fyrstu dauð- ann og djöfulinn, honum og trjenu hans. En hann sat fastui' við sinn keip. Jeg hafði lofað því, sagði hann. Auðvitað var það rangt af honum að taka í alvöru þetta loforð, sem kastað hafði verið fram, svona í gamni. En hann helt sjer í það dauðahaldi og vildi ekki leysa mig frá því. Svo að jeg segi: „Jæja, jeg gef ykkur þá fjóra tíma til ferðarinnar fram og aftur“. Bátur er óðara settur á flot. Stýrimaður festir áttavita á þóftuna og mælist eftir sjálf- boðaliða til fylgdar með sjer. Hann velur einn úr af handa- hófi, því að allir voru þeir óð- fúsir til fararinnar. Þeir vildu fara allir í hóp. Þetta jólatrje hafði gert þá ruglaða í höfðinu. Jeg he’d jafnvel, að jeg hafi látið hrífast með sjálfur, eins og hinir. Hvílík börn þessir sjómenn. En allir erum við börn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.