Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 14
414 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Og þarna snæddum við jólamatinn umhverfis trje, sem átti ekkert skylt við grenitrje, en var jólatrje engu að síður“. að meira eða minna leyti, eftir ástæðum. Með þremur áratogum höfðu þeir gert skarð í þokuna. Eftir önnur þrjú áratog luktist þok- an saman að baki þeirra. — Hálfrar mílu róður eru engin ósköp. Á fjórum stundum var þeim ekki of vaxið að róa beint til strandar, krækja sjer í trje- ómynd og komast aftur út að skipi. Gott og vel. Fjórar stund- ir líða. Síðan fimm, þá sex .... Ekkert, enginn. Við bíðum alla nóttina, allan næsta dag og enn fram á næstu nótt. Blótsyrðin, sem jeg ljet fjúka þennan tíma, það er best að gera enga tilraun til að áætla tölu þeirra. Minnist þess, að við vorum negldir þarna um borð í togar- anum, sem hringsólaði um akk- erið, og áttum ekki annars úr- kosta en að bíða eins og bjálfar. Bara að við hefðum getað sjeð til lands. En þessi satans þoka vildi ekki hjaðna, heldur hielst áfram eingöngu til að gera okk- ur öskrandi vonda. Við hefðum ekki getað greint hval með unga sína 1 þrggja faðma fjar- lægð frá skipshliðinni. Á annari nóttu komu kapp- arnir mínir aftur. Báturinn var ekki fyr kominn að skipshlið- inni en tíu hendur teygðu sig niður til að hala þá upp. ,,Trjeð fyrst!“, hrópaði stýri- maður hásri röddu. Þá fyrst tókum við eftir, að þeir höfðu trje með sjer. Og það trje! Dvergvaxin birkihrísla með öllum rótum og greinarnar í hnykli. Það náði mjer í hnje! Þeir voru laglega útleiknir, kappamir mínir. Rennandi inn að skinni, og glömruðu svo i þeim tennurnar, að við held- um, að þeir mundu þá og þegar skirpa þeim öllum framan í okkur. Við afklæddum þá eins og drenghnokka, nudduðum þá um allan skrokkinn með vín- anda og bursta. Síðan var þeim troðið niður í kojur sínar. Þeir mundu vafalaust hreppa ekki svo fá hitastig báðir til sam- ans“. »» .... „Trjeð? Það gróðursettum við í feitidunk á borðinu í há- setaklefanum. Vjelstjórinn festi kertastubba á greinarnar og kveikti á þeim. Skipshöfnin öll safnaðist saman til tedrykkju, og skipsdrengurinn tók upp munnhörpuna sína. Og skrítn- ast af öllu var það, hve alvar- legir drengirnir mínir voru, al- veg eins og biskupar. Þannig hafði jeg aldrei sjeð þá. Og þarna snæddum við jólamatinn — hin einasta jólahátíð á æfi minni — umhverfis trje, sem átti ekkert skylt við grenitrje, en var jólatrje engu að síður“. »» .... „Hvað fyrir þá kom í landi? Það frjetti jeg fyrst fimm dög- um síðar, þegar hitasóttin var runnin af stýrimanni. Hlustið nú á: Þeir höfðu kom’’st í land fyrir austan Stokkseyri án mikilla erfiðleika, eins og jeg hafði sagt fyrir. Þeir bundu bátinn. og heldu af stað, beint af auganu, yfir ó- sljett snævi þakið land. Þokan var svo þjett, að hægt var næst- um því að bíta í hana. Þeir gengu áfram í gráleitum móðuhjúp, sem ekkert hljóð náði, og snjóhryðjurnar písk- uðu andlit þeirra. Stýrimaður sagði mjer, að sama lykt hefði verið af þokunni og af blautum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.