Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 20
420 En jeg hefi stráð ertum og grjónum á leiðina. — Jeg hefi farið um mikla skóga til að komast hingað. Jeg veit ekki hvað þeir heita, en jeg hefi stráð ertum og grjón- um á leiðina. — Jeg segi kisu þetta, en jeg gerði það ekki vegna þess, að þeir rændu mjer frá pabba og mömmu, ekki vegna þess þeir rændu mjer fyrir brúðkaupið, ekki vegna þess þeir lokuðu mig inni í myrkri og kulda, ekki vegna þess að hár mitt er orðið hvítt og æska mín liðin, en vegna þess að ræningjaforing- inn kastaði börnunum mínum sjö í ána. Þegar Magnhildur hefir heyrt mál hennar til enda, stendur hún upp. Hún gengur til föð- ur síns og hefir yfir orð fyrir orð af því, sem hún hefir heyrt. Meðan hún er að tala, er svipur hennar kaldur og strangur, en hún talar skýrt og greinilega. En það er reiði og sársauki í röddinni, svo að þeir sem hlusta á hana, skilja og finna alt það, sem systir hennar hefir liðið og finst það vera eigin þján- ing. Á meðan Magnhildur er að tala, kemur hún auga á Bib- líuna, sem liggur á borðinu fyr- ir framan föður hennar, og jafn skjótt og hún hefir lokið sögu Urðar, tekur hún bókina og skeliir henni aftur. — Þú boð- ar frið, segir hún við bókina, en þú hefir auðvitað ekki hug3- að að annað eins og þe.ta gæti komið fyrir. Þe3sa lætur þú ekki óhegnt. Jeg vil fórna lífi mínu og öllu, sem mjer er kær- ast, al.ri ham'ngju minni, til að hefna sys ur minnar. En nú legg jeg þig til hliðar, því jeg hefi á öðrum kenningum að halda í kvöld en þínum. Hún leggur bókina á sinn venjulega stað upp á skápinn og snýr sjer að karlmönnunum. Svipur þeirra bendir til að þeir sjeu til alls búnir. Faðirinn stendur upp og gengur til Urðar, sem situr und- ir kettinum og strýkur honum LESBÓK MORGUlsiBLAÐSINS og hefir þuluna sína yfir aftur og aftur. Það er ekki gott að sjá, hvort hún veit hvað hún er að gera. Það er erfitt að ímynda sjer, að hún sje með öllum mjalla. Það lítur helst út fyrir, að hún hafi hugsað með sjer, áður en hún sökk í þessa eymd, hvað hún skyldi gera, ef hún slyppi frá ræningjunum, og nú talar hún og framkvæmir eins og hún hafði ætlað sjer, án þess að hún viti sjálf lengur um hvað hún er að tala. Faðirinn stendur grafkyr og horfir á hana. Hann þrútnar í framan og þegar hann talar verður röddin óskýr. Alt til þessa hefi jeg verið friðsamur maður, og engum gert mein.sem af konu er fædd- ur. En að hætti feðra minna heimta jeg hefnd fyrir þetta, án þess að leita aðstoðar yfir- valdanna. Vilji einhver koma með mjer þá er vel, annars skal jeg og byssan mín útkljá málið. Bróðir Urðar, sem var aðeins 5 ára, er henni var rænt og man naumast eftir henni, gníst- ir tönnum án þess að honum sje það ljóst, og maðurinn, sem ætlaði að kvænast Urði, hefði hún ekki týnst, er náfölur og dregur andann svo þungt, að andardrátturinn verður hryglu- kendur. Þeim ljettir báðum við orð gamla mannsins. Að fara móti ræn ngjunum, hve margir sem þeir eru, og brytja þá niður fyrir hund cg hrafn, er það eina, sem slökt getur hefndar- þorsta þe'rra. Þegar Magnhildur sjer að maðurinn hennar vill fylgja föður hennar hættir hún að gráta og lítur upp. — Vegna Urðar er jeg glöð yfir því að jeg er gift þjer — segir hún. — Ef þú værir ekki maður- inn minn, þá hefðirðu ekki ver- ið hjer í kvöld og pabbi hefði ekki haft hetju á borð við þig við hlið sjer. Hún hættir öllum kveinstöf- um, en undirbýr burtför karl- mannanna. Hún tekur fram föt þeirra, skó, sokka, beiti, hnappa og bönd og gætir vandlega að öllu, til að fullvissa sig um að það sje í lagi. Því í þessa för má ekkert vanta. Faðirinn fer til nágrannanna til að biðja þá um Lðveislu. Á meðan bíða tengdasonur hans og sonur heima og taka fram byssur og skotfæri og leggja á hnífana. Að lokum eru þeir tilbúnir, og þá skipar Magnhildur þeim öllum í háttinn. Hún er sjálf neydd til að vera á fótum nokk- urn tíma enn, segir hún, til að búa út nesti þeirra. Þessi vesalingur, sem að garði bar, hefir hreiðrað um sig í hálminum og er sofnaður. Það var ómögulegt að koma honum til að hátta í rúmi. Það er dauðakyrt í kringum Magnhildi, og í kyrðinni hverf- ur hugur hennar til þeirrar stundar fyrir tveim tímum eða svo, þegar allir sátu saman í friði og næði og heyrðu ávarp englanna til hins mikla friðar- höíðingja. Hún mintist þess, að hún setti biblíuna til hliðar, eins og hún heldi að það, sem þau ætluðu sjer að gera, væri móti kenningu hennar. Þegar hún er nú að ganga um stofuna og undirbúa för- ina, getur hún ekki skilið, að það sje þannig. Það getur ekki verið að fyrirgefa eigi þeim, sem stela og myrða? Hún vissi, að Jesús fyrirgaf óv num sínum, en það var alt annað: Hann sagði um þá, að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. En þeir, sem fara þannig með saklausa konu, að hún er eins og villidýr, þegar hún kem- ur aftur he m — ber ekki að hegna þeim? Guð getur ekki slept þeim við refsingu. Meðan hún er í þessum hug- leið ngum, heyrir hún ljett skrjáfur. En það er svo óljóst, að það verður varla greint. Það er e'ns og flökthljóð f ðrilda- vængja. Hún gengur til dyra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.