Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Blaðsíða 6
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS grönn, dökk á kár og dökkeyg, augun hvöss og þó lilý. Hörunds- björt var hún og fríð, rómurinn heldur dimmur, en þó sjerstaklega þýður; framúrskarandi barngóð. Ætíð lagði hún gott til mála, því jafnan fann hún málsbót. Svo hefir sagt- mjer Ingibjörg Gunnlaugsdóttir frá Syðrivöllum, sem ólst upp á næsta bæ við Helgu, að ætíð var hátíð hjá þeim systkinunum þegar Helga kom. ..Þessi hávaxna, dökkklædda og alvörugefna kona átti svo mikla hlýju og milda gleði, að vermdi alla í návist hennar. Hún var altaf Ijett í máli, og heilsaði öllum með nafni. Þegar hún var á gangi raulaði híin fyrir munni sjer vís- ur sem hún setti saman um „blessaðan bæinn sinn“, kúna sína, köttinn, eða einhvern dauðan hlut, því alt var henni einstak lingar og flest vinir. I hugheim- um hennar var hlýtt og bjart, og þar lifði hún löngum. Þess vegna held jeg að Helga hafi verið meiri gæfukona en ýmsir ytri atburðir bentu til“. Þessi ár, sem jeg man hana. var hún ráðskoná hjá Guðmundi Arasyni, föðurbróður sínum. Var hann eldri en hún. Guðmundur var greindur maður, en sjervitur. og glæddi ekki gleði á heimili þeirra. Lifði Helga þannig í sorg- um sínum öll þessi ár. Svo hefir sagt mjer systir Helgu, Ögn á Ás- bjarnarstöðum, sem var vinnu- kona hjá henni, að það væri vandi Helgu, ef hún hafði tómstund á sunnudegi, að setjast við skrif- púltið sem hún átti eftir Sigurð, og dvelja þar í ljóðum þeirra o£ minningum. Var hún vel hagmælt og orti margt. Það hygg jeg hafið yfir alian efa, að Sigurður hafi haft Helgu í huga er hann orti Hjálmars- kviðu. Þó var Helgu búin þyngri þraut en Ingibjörgu, sem fekk að fylgja Hjálmari í dauðann. Helga orti mjög innileg erfiljóð eftir Sigurð, en þá var hún svo örmædd, að öllum sorgum sínum tekur hún með því trausti trúar- innar, að þau Sigurður fái að njót- ast í öðru lífi, og því verði hún að lifa þannig hverja stuud, að hún verði honum æfinlega samboð- in. Þetta kemur ljóslega fram í nokkrum vísum hennar, sem geymst hafa til þessa dags: Mein þótt andann ýfi svalt og sanibandið hjer sje valt, frí við grand mig finna skalt fyrir handan þetta alt. Þessa vísu, sem talið er að hún liafi ort ekki löngu éftir fráfall Sigurðar, yrkir hún bersýnilega til þess að kveða í sig kjark að láta ekki bugast: Best er að kæra hvergi sig hvað sem fær að borið, heldur læra lífs um stig liðka ærusporið. Þá var liún komin á efri ár er hún orti þessa vísu: Langt er yfir sjó að sjá, samt er lognið hvíta. Aldrei má jeg æginn blá ógrátandi líta. Enn er smákvæði, er hún nefndi „Bót“ : Vinar ást er æðsta hnoss, að því dást jeg leyfi mér, sem ei brást þó særi kross, svoddan fást ef mætti hjer. Tryggan vin að eiga er eins og skinið sólar bjart, því það linar þraut, og ver þá að dynur mæðan hart. Missa hann er þyngsta þraut, þanka ranni sem að bar: gæfumanna gervalt skraut, gæða sannar jurtirnar. Mannorðs lifir minning há meðan bifast ekki fold, þó að svifi bana blá báran yfir látið hold. Sú vellystin færir fró að fáum mista vini sjeð og hjá þeim gist 1 helgri ró heims þá vist er aflokið. Munu fegins fundir þá — fær oss eigi vonin blekt — verða degi efsta á, orð guðs segir trúanlegt. Þannig segir hún frá helsta yndi sínu: Kynning þjóða kýs jeg mjer, köldum móð svo bægi, þar sem hróðrar harpan er hreyfð með góðu lagi. Síðara bindi ljóðmæla Sigurðar endar á þessu kvæði, sem jeg tel vera eftir Helgu Eiríksdóttur: Gefnu tíðir gleðinnar grentu stríðan trega. Hjer var fríða söngvasvar samið prýðilega. Þetta hjer umbreyttist brátt — böl því fer að þjaka —. Þögult er þar hróðrarhátt harpan gerði kvaka. Fram þó bíður fögnuð sinn, fyltan prýði skærri. Enn þá blíði eimurinn eyrum líður nærri. Eg því veit hann eflaust má um lifs þreytu vega, minna teita ýta á alt hið breytilega. Allfast vera á hverjum alloft hjer í minni: Altíð fer að endinum alt í veröldinni. Þannig ber að þenki sú þjóð sem hjer á lítur. Kvæðin eru enduð nú, óðarkverið þrýtur. Loks skulu hjer tilfærð eftir Helgu tvö erindi er hún nefndi „Farfuglinn“. Mun það flestra dómur, að sveitastúlkan óupp- frædda, sem kvað þau, hafi verið meira en rjettur og sljettur hag- yrðingur: Þú fuglinn minn, sem flýgur hátt í skýjum til fjarra landa, yfir djúpan sjá, þjer fagna blóm í suðurheimi hlýjum, ef hjálpar guð þjer þeirra til að ná. Ó, farðu vel, jeg fylgi þjer í anda — þótt fótur minn sje bundinn jörðu við — til þinna sælu sólarríku landa of svalan ægi, fjöll og klettarið. Ó, berðu kveðju blómum suðurheima frá bliðri rós í kaldri norðurátt, er sjer frá jörð til sælla ljóssins geima með sárri þrá um himinhvolfið blátt. Er visna þau í glöðum geislabárum, sem guðs af himni falla á jarðarból, hún gæti svalað þeim með tregatárum, sem tæmdi vart hin ógnarbjarta sól. Fátt af því marga, sem Helga orti, komst út á meðal manua, því hún var dul, en að henni látinni brendi Guðmundur Arason flest það, er var í púltinu hennar, nema ljóðabækur Sigurðar Bjarnasonar, og veit nú enginn hvað þar fór í eldinn. Ljóðabækur Sigurðar liafði Helga ánafnaði bróðurdóttur hans, Ingibjörgu Jakobsdóttur frá 111- ugastöðum, en liún var í Reykja- vílt þegar Helga dó. Guðbjörg á Kálfshamri, systir Helgu, bað Guð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.