Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Blaðsíða 8
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ojr af Valdresi. 0" nú var vitað hvar steinninn átti að standa. En það kom ekki til mála að taka slíkan stein úr Filefjallinu sjálfu. Nei, það þurfti að vera marmari. keyptur í Kaupmanna- höfn. 0<r svo var kéyptur marmara- steinn fyrir 166 ríkisdali o<; send- ur með sep’lskipi frá Kaupmanna- höfn til Björgvinjar. Flutnin<rs- kostnaður var 15 ríkisdalir. En nú var steinninn of þungrur til þess að hæ<rt væri að flytja liann upp á fjallið. og þess ve<rna var hann sajraður sundur í Björgvin. Þetta, ásamt umskipun og „vjel til að reisa upp steininn“, kostaði 34 ríkisdali. Flutningskostnaður frá Björgvin ogr inn í Sogn kostaði 10 ríkisdali. Ekki er nú kunnugt hvað það kostaði að koma stein- inum þaðan á ákvörðunarstað á fjallinu, en það hefir orðið nokk- uð mikið. Hammer vegamálastjóri segir svo sjálfur frá, að hann hafi átt í vandræðum með að fá menn í Lærdal til þess að taka það að sjer að koma steininum hinn 7 mílna langa veg upp brattar brekkur. En með mikilli fýrir- höfn tókst það þó og steinninn var reistur einhvers staðar milli Maristuen og Nvstuen. Vegurinn var þá uppi í háfjalli en lá ekki eftir Snædalen, eins og nú. Þang- að var hann fluttur á árunum 1830—’40 og þá var steinninn líka fluttur og stendur þar enn í dag á landamerkjunum. Rentukammerið í Kaupmann.a- höfn, sem endurskoðaði reikn- inga hins opinbera, gerði athuga- semd við það, að steinninn hefði verið reistur, án þess að leyfi rjettra yfirvalda væri fengið, en það hafði ekkert út á það að setja, að steinninn skyldi keyptur dýrum dómum í Danmörk, og kostaði of fjár, er hann var kom- inn á sinn stað. 5maelki. — Hefirðu ekki heyrt að það er bannað að gera ónauðsynlegan hávaða á nóttunni? Hún: Hver maður gæti ætlað að jeg væri aðeins eldabuska hjer á heimilinu. Hann: Ónei, enginn lifandi maður mundi láta sjer detta það í hug ef hann hefði borð- að hjer. Hún: Bara að jeg væri nú viss um það að þú elskir mig. Hann: Elskan mín,' jeg skal segja þjer það, að núna í hálftíma hefir jeg' setið á þistlum. Heimssýninguna í París, sem haldin verður 1937, er nú verið að undirbúa. — Hjer á myndinni sjást borgarfulltrú- ar í París, ráðh., húsameistarar og verkfræðingar vera að skoða uppdrátt af sýningarsvæðinu, sem hengdur er upp fyrir fram- an Trocadero. Þessi staður er nafnkunnur frá heimssýningun- um í París 1878 og 1889. Skýjakljúfur í ftalíu. Fyrsti skýjakljúfurinn í ítalíu er nýlega fullger. Hann er í borginni Turin. Húsið er 20 hæðir, og ber nafn Mussolini. I því eru aðallega skrifstofur og verslanir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.