Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
431
Nýr Panamaskurður. f tilefni af því að ráðgert er að gera nýjan Panamaskurð, 227 km. langan,
í gegn um Nicaragua, birtast hjer nokkrar myndir þaðan. Efst sjest höfn á Atlantshafsströnd Nic-
aragua og neðst Nicaragua-vatnið en eftir því á skipaleiðin að liggja. Efst til vinstri er kort, sem
sýnir hvar skurðurinn á að vera- Gert er ráð fyrir að hann kosti 722 miljónir dollara.
mund að láta sjer eftir bækurnar,
og varð hann við þeim tilmælum,
hennar.
Ingibjörg Jakobsdóttir liefir
það eftir Helgu, að hún vildi verja
nokkru af eigum þeirra Guðmund-
ar til að gefa út úrval af ljóðum
Sigurðar, en Guðmundur dró svo
úr því, að ekki varð af. Nú hefir
Snæbjöm Jónsson, með prýðilegri
útgáfu Hjálmarskviðu, ,,kallað
yndið heim“ (svo að notuð sjeu orð
Sigurðar) til handa þeim öllum,
sem unna minningu Sigurðar og
Ijóðum lians. Hafi hann bestu
þakkir fvrir.
Er jeg nú skilst við Katadals-
fólkið finn jeg mikinn söknuð, því
nálægð þess hefir verið mjer góð.
Þess vegna get jeg beðið afsökun-
ar á því að jeg hefi oflitlu vikið
að Sigríði á Illugastöðum, unn-
ustu Friðriks í Katadal, því henn-
ar örlög voru hörð. Hún var
15 ára er þau Friðrik feldu
fyrst hugi saman; tæpra 18
ára þegar hann er tekinn af lífi
fvrir það að hann fór skakka leið
að því að varðveita hana fyrir
Nathan. Síðar á því ári er hún
færð utan t'l ævilangrar þrælkun-
ar, eftir tveggja ára varðhald
hjer. Eftir þetta berast þær einar
sagnir af benni til Islands, þó
munnmæli, að auðugur maður,
enskur, sem sá hana, yrði svo hrif-
inn af fegurð hennar, að liann
keypti hana sjer til handa, fyrir
ærna gjald. — Síðan hefir ekki
heyrst frá henni, það jeg veit, svo
síðari æviár hennar eru alveg hul-
in, svo og hve lengi hún þurfti að
syrgja Friðrik.
Jeg ætla ekki að verða sjer-
stakur málsvari þeirra Friðriks
og Sigríðar, en þau minna mig sí-
felt á gamla draumvísu, sem eign-
uð er Jóni á Víðimýri:
Að margan galla bar og brest
bágt er varla að sanna. —
Drottinn alla dæmir best,
dómar falla manna.
Steinn
fluttur frá Dunmörku til Noregs
Hinn gamli almannavegur yfir
Filefjell í Noregi, frá Austur-
landi til Vesturlands, hefir smám
saman verið að taka stakkaskift-
um, eftir því sem tímarnir liðu.
Nú er þar fyrirtaks bílvegur, sem
hlykkjast í gegn um Valdres, fram
hjá Nystuen og Maristuen og
niður eftir Lærdal að Sogni.
Á árunum 1792 og 1793 voru
hersveitir, undir stjórn Wilhelm
Jörgensen liðsforingja, látnar
gera þarna ruddan veg. Og þeg-
ar hann var fullger, þá fanst yf-
irvöldunum það alveg sjálfsagt,
að setja nú kórónuna á það stór-
virki með því að reisa voldugan
stein þar sem mætast Bergens og
Akershus stifti. En landamærin
voru ekki glögg þarna, og til þess
að ákveða nú hvar þau væri, var
gengið á staðinn og kveðinn upp
landamerkjadómur 24. júlí 1794
af tilkvöddum mönnum úr Sogni