Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 8
lesbók morgúnblaðsins 112 IJ11111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111M11111111 ■ 11111 • 11111111111111M111 ■ 11111 ■ I ■ I | Brúin d Ytri — Rangd Skömmu eftir að Jón Þorláksson varð landsverkfræð- I tngur, kom hann upp smiðju hjer í Reykjavík til þess að smíða járnbrýr og fleira því um líkt. Er brúin á Ytri- Rangá hjá Ægissíðu fyrsta járnbrúin, sem smíðuð var | hjer á landi, og er hún að öllu leyti gerð eftir fyrirsögn 1 hans. — Ti ll 111 ll 11 il ■ II ■ l ■ II11 li 11 ll 111U l lll I ■ II ■ l II ■ I ■ 11 ■ 11 ■ ■ ll ■ 11 ■ 111II ■ 111111II11II11 ll 11 ll 11 lil 1111 ■ I ■ ■ 11 Ml l II ■ 11 ■ 1111 ■ i ll ■ i l ■ 111M ■ ll ■ I ■ ■ 11M ■ ■ II11 ■; l ■ ■ 11 ■ I lll 11 ■ hver með breytingartillögur, sem hann taldi til bóta, hlustaði Jón Þorláksson á þær og kom svo fram með stutt ábt og tillögur sem reyndust þá sem oftast gifta drýgstar. Hans var sárt saknað þegar hann skildi við skólann, en braut- ryðjendastarf hans þar fyrir ís- lenskan iðnað mun lengi í heiðri haft. Hann var frömuður skóla- mála vor iðnaðarmanna og kom þeiin svo vel á stað, að ljettara er að lialda í horfið og umbæta. Það er skylda vor, sem lifum. Jeg kyntist Jóni Þorlákssyni einatt sem þess manns, sem liægt var að leita til í öllum vandamál- um. Hann var fáorður, athugull og ákveðinn í hvaða máli sem var, unni öllum umbótum og framför- um, sem hann taldi á rjettum grundvelli bjrgðar svo að þær yrði landi og lýð td heilla. Hans minning lifi um ókomin ár! Haf þökk fyrir ráð, haf þökk fyrir dáð, til orða og athafna um lög og láð. Verkmaður og vinnufrömuður. Veturinn 1905—6 var jeg eitt sinn staddur á fjelagsfundi í Rvík. Vatnsveitumálið var um- ræðuefnið. Fundurinn gekk í þófi og sitt sýndist hverjum. Þá reis úr sæti sínu á áheyrendabekk ung- ur maður og talaði nokkur orð fyrir tillögu, sem hann bar fram. Skyndilega breyttist viðhorf á fundinum. Tillögunni var tekið tveim höndum og hún samþykt einróma. — Fundi slitið. Þessi maður var Jón Þorláks- son. Þá sá jeg hann og heyrði í fyrsta sinn. Síðan varð kynning nokkru nánari. í 10 sumur samfleytt vann jeg sem verkamaður og verkstjóri undir hans yfirstjórn. Vjer yngri mennirnir í vega- vinnunni urðum fljótt hrifnir af þessum gáfulega unga manni, sem eins og logaði af áhuga og vilja- þreki, en þó hægur og prúður; og síðar, er hann fór að gefa sig mjög að þjóðmálunum, fylgdum við honum með athygli. Enginn maður mjer ónákominn hefir haft jafnvaranleg áhrif á mig og Jón Þorláksson. Fáa menn hefi jeg þekt með jafn einlægan vilja til að bæta kjör og aðstöðu verkamanna svo til frambúðar yæri. 10 aura hækkun á tíma- kaupi eða V2 tíma aukning yfir- vinnu taldi hann kák eitt þeim til handa. Bætt atvinnuskilyrði og atvinnumöguleikar voru aðalat- riði í hans augum. Jeg minnist þess er járnbrúin á Ytri-Rangá var smíðuð. Þá setti hann á stofn brúarsmiðju ríkis- ins og hafði við smíðina aðeins einn faglærðan járnsmið. Hinir voru allir óbreyttir atvinnulausir vegavinnumenn og verkstjórar. En td þess að hægt væri að fram- kvæma vinnuna með þessum mönn- um einum, varð hann sjálfur að fylgja verkinu sem verkstjóri. Kl. 6V2 hvern morgun var hann kominn á vinnustaðinn, sem aðrir verkamenn, mældi, merkti og út- skýrði teikningar. Síðari hluta dags vann hann svo embættis- störf á skrifstofunni. Jón Þorláksson átti jafna 1 milc- il ítök í hugum verkafólks og al- þýðu. Mjer er minnisstætt hve gott hljóð hann fekk á mannfund- um. Þótt allhávaðasamt væri fyi1- ir, varð jafnan steinldjóð or Jóa Þorláksson tók til máls. Var hann þó, sem við mátti búast, í stjórn- málaerjunum, allmjög afflettur og tortrygður hjá verkamannastjett. En alþýða manna kunni vel að meta hreinskilni hans og sltíra málsmeðferð. Tíminn leið. Viðkynningu lauk að mestu. Jeg sá hann öðru hvoru á mannfundum. Jeg sá alvöru og jireytumerkin aukast, en jafnframt svipir 1 verða göfugmannlegri. Og enn Ieið stund — of stuit stund. — Og íslenska þjóðin misti góðan og göfugan leiðtoga. Verkstjóri. ZIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|||,||„,|,|„|,!,,■„,„i,,,,,~

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.