Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 Hverirnir ■ Ölfusi. ÞAti HEFIK vakið mikla eftirtekt, bœði hjer á landi ocj annars staðar, að tekist hefir að endurlífga gamlan goshver undir Hamrinum, fyrir ofan Hveragerði í Ölf- usi. Vár því fyrst haldið fram, að þetta mundi vera hverinn stóri, Geysir, sem hætti að gjósa í jarðskjálft- unum, sem fylgdu Heklugosinu 1597. En svo er eigi. Þrátt fyrir það er hverinn merkUegur og gýs eflaust hœst allra hvera hjer á landi nú sem stendur. Ymsar frásag-nir eru um hverina í Olfusi. 1 Fitja-annál ségir svo: Anno 1597. Þá varð og land- skjálfti um vorið og hrundu marg ir bæir í Ölfusi — gerðu mikinn skaða. I þeim hrapaði í grunn staðurinn Hjalli í Ölfusi. Víðar fellu bæir og hús fyrir austan. í þeim jarðskjálftum hvarf hver- inn stóri, Geysir í Hveragerði, fyr- ir útsunnan Reyki í Ölfusi, og kom upp aftur annar hver fyrir ofan tún á Reykjum, sem hann er enn í dag og gýs mjög, þó ekki sem hinn sá stóri hafði áður gosið, því um veginn hafði ekki óhætt verið að ferðast. Vegurinn liggur þar nærri, svo sem enn má sjá vöxt og merki til, því þar er enn hverstæðið eftir, vítt, með vell- anda vatni, og er þar langur veg- ur á milli, sem sá Geysir er, er nú hefir verið síðan, óg áin þar einninn á milli. I lýsingu Ölfuss eftir Halfdan Jónsson á Reykjum í Ölfusi, rit- aðri 1703, segir svo: Ei er gleymandi að skrifa nokk- uð um það varma vatn og vellandi hveri, er nálægt Varmá liggja. Nýi hverinn undir Hamr- inum. — Á myndinni má glögt sjá járnpípuna, sem gosin koma upp um. Hún er liy2 þuml. víð. Fyrir vestan Reykjafoss kall- ast Hveragerði. í því plássi eru margir hverir, sumir með miklu djúpi og þó vellandi. Einn þessara liggur hjer um einn faðm frá almenningsvegin- um, er liggur vestur Hellisheiði og er með bergi að austanvérðu, en sandmel annars staðar, hjer við tveggja álna hátt að vatni, nær því kringlóttur og víður sem lítið hús. Hann er vellandi með smásuðum, en ei stórkostlegri, mjög djúpur og dimmur að sjá. Á hjer tjeðu hverkeri hafa skil- ríkir og sannorðir menn (hverjir enn nú eru á lífi og sumir sálaðir), sjeð, þá veginn hafa ferðast, tvo fugla synda, að vexti sem litlar andir, með fölsvörtum Ht og hvít- um baugum eður svo sem hring- um kring um augun. Þá þessir fuglar hafa um lítinn tíma synt á hvernum, hafa þeir sjer í vatnið stungið og ei úr vatninu upp aft- ur komið, þó menn hafi nokkra stund þar dvalið væntandi þeirra afturkomu. Hjer um hafa allir, þetta sjeð hafa, sama sagt. Annar hver í útsuður frá þess- um, lítill vexti, spýtir upp úr sjer vatni með miklum reyk, þykkum og svælu hátt í loftið, þá veðrátta tekur til að ganga rosasöm, og það á öllum ársins tímum, en þeg- ar þurrviðri, frost og úrkomulítið loft er, gefur hann ei frá sjer nema vanalegan reyk, hvar af marka má veðráttufar, þeir eftir taka kunna. Örnefni þessi eru fyrir norðan Hveragerði og undir Kamba, minnisstæðust: Sandskeiði, Hamar inn, Volgulækir, Völlurinn, Ár- hólmar etc. etc. Sá þriðji heitir Baðstofuhver og liggur að austanverðu við Varmá, fyrir norðan Reykjafoss, með miklum undirgangi upp úr holu eður gjá, hjer um tveggja faðma niður. Hann gýs hátt upp í loftið um lítinn tíma, vellandi vatni með reyk og svælu stór- kostlegri, svo furða er að líta, þegar hverinn er að spýta og frá sjer gefa vatnið. Þá rennur lækur þaðan fram í ána. Þá svo þetta hefir litla stund varað, sýgur gjáin alt gjörvalt vatnið í sig aftur, svo illa nóg sjest til þess, þar til í nefndri gjá vatnið aftur vex og gýs svo með sama hætti og hjer er áður um talað. Ei mun þessi hver minna gjósa með stór- straum við sjóinn, lieldur meira. Fjórði hver er upp undir fjall- inu, fyrir ofan Reykjatún, nefnd- ur Geysir, hvers ógnarlega hljóð nú fyrir nokkrum árum skriða úr fjalHnu með sínu hlaupi hefir stilt. Hjá þessum hver og líka annars staðar er að finna álún og marglitaðan feitan deigulmó. Fimti er fyrir vestan Reykjatún, hjer um þriggja álna víður í kring, vellandi með hreinu vatni, hver í sig sýgur tuttugu álna langt vaðmál rjett til enda og sendir það svo aftur upp í einum bögli, þá hann gýs. Ei má því sleppa, því þá er óvíst, hvort aftur næst. Margir aðrir hverir eru og ná- lægt Reykjum og Reykjaseli (og víða um þeirrar jarðar land) hvar mat má kokka, einninn lita vað- mál, eður hvað annað þess konar til þarfinda og brúka þörf gjörist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.