Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Blaðsíða 6
214 LESBÓK MORGUNPLAf'SINS Ascot-veðreiðarnar. A heiðinni hjá Ascot, 9 km. frá Windsor og: 5 km. frá London, eru árlega haldnar stórfenglegar kappreiðar. Þessar invndir voru teknar þegar veðreiðarnar byrjuðu í sumar. Eru hefðarkonur vanar að koma skrautklæddar, og má sjá eina þeirra hjer. ára. Eldur og vindur hafa ásótt hana og eytt. Umrót siðskiftanna og ísing „rationalismans“ hafa kramið hana og kælt. En samt stendur hún þarna í sinni tildurs- lausu tign, með sínum gotnesku töfrum. Fingraför kynslóðanna dyljast í línum hennar og bog- um. Hún sameinar á undursam- legan hátt hið himinskæra og hljómsterka Te Deum laudamus og hið djúpa og bjargfasta Credo, jeg trúi. Hvorttveggja, löfgjörðin og trúarvissan, hefir , þrátt fyrir alt, haldist- og farið vaxandi í svip þessarar byggingar í 500 ár fyrir átök kynslóðanna, sem játað hafa og prísað hinn eina, sanna Guð. | | Fyrir tæpum 700 árum var grunnurinn lagður að þessari kirkju og stærð hennar ákveðin. Þá vár Svíþjóð fátækt land að fje og mönnum og þurfti mikla trú og bjartsýni til þess að hefja slíkt verk á þessum stað í þá daga. Það var trú og bjartsýni hinnar ungu, sigursælu kirkju, sem trúði á sjálfa sig og framtíðina. — Þetta varð stærsta Guðshús á Norðurlöndum og er svo enn í dag. Hun er 118,7 in. á lengd og hinir gotnesku turnar hennar jafnmargir metrar á hæð. Þess má geta til samanburðar að tum- ar Dómkirkjunnar í Köln, eru 156 m. á hæð og hæstu kirkjuturn ar í Evrópu á Múnsterkirkjunni í Ulm, 161 m. Aður en kirkja var reisf á þessum stað hafði dómkirkja stiftis ins staðið á tveim stöðum öðrum. Fyrst var bikupsstóllinn séttur í Sigtúnum, þtla bænum við Lög- inn, en þar var blómlegur kaup- staður til forna, þar sem kristnin festi rætur fyr en annarsstaðar. Þar eru nú rústir einar eftir af liinni fornu, rómversku grásteins- kirkju, sem helguð var heilögum Pjetri postula. — .. A síðustu árum hefir hinn forni staður orðið miðstöð kristilegs lifs á ný fyrir hina merkilegu starf- semi dr. Manfred Björkquists ]>ar. — En þegar kristnin loks sigraðist á hinu sterkasta og fornhelgasta vígi heiðninnar á Norðurlöndum, blótunum frægu í Uppsölum, þar sem dýrkaðir höfðu verið Óðinn og aðrir Æsir um langan aldur af mikilli trú og staðfestu, þá var þangað fluttur biskupsstóllinn og reist dómkirkja á rústum hofsins. Það var hin endanlega staðfesting á sigri kristinnar í þessu landi. En þá var þessi staður kominn úr þjóðbraut og orðinn þýðingar- lítill. Blóthelgin og erfðavenjur hins forna siðar höfðu verið hans eina gildi. En samtímis var kaup- staðurinn Eystri-Árósar við þá- verandi mynni Fýrisár, skamt fyr- ir sunnan Uppsali, allmjög tekinn að eflast. Farið var fram á að flytja stólinn þangað og gaf páf- inn, Alexander IV., leyfi sitt til þess. Árið 1273 var svo loks helg- ur dómur heilags Eiríks verndar- dýrlings Dómkirkjunnar — upptekinn og borinn í skrúðgöngu með yfirsöng til Eystri-Árósa og settur í kór hinnar nýju kirkju, sem þá var að einhverjum litlum hluta komin undir þak, á svo- nefndu Drottins-fjalli, þar í bæn- um, vestan Fýrisár. Síðan var far- ið að kalla Eystri-Árósa Uppsali og hefir staðurinn heitið svo síðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.