Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1935, Blaðsíða 4
212 LESBÓK MORG íBLAÐSINS Járnpottar eru hentugastir hjer til, en eirkatlar foreyðast fljót- ara en yfir eldi. Allur sá þeirra partur, er upp úr stendur hverun- um gatbrennur, en botninu bilar trauðlega. Sje lagt í þessa hvera- la>ki eður þeirra úrrensli ógylt silfur, þá kemur á það roði, sem strax afstrýkst. Sje ull eður önn- ur þesskonar línmateria lögð í þessa hveralæki, verður hún með langsemi að steini, eður hörðum mó, þó með sama formi og hlutur- inn þangað lagður í fyrstu. Sumir smáhverir eru og þar, sem spýta deigulmó svo þykkum sem graut. Hveravatn þrálega drukkið meina menn sje þeim mönnum gott, er brjóstveikir eru. — — í lýsingu íslands segir Þor- valdur Thoroddsen frá liverun- um í Ölfusi, og er þar meðal ann- ars þetta: — Rjett fyrir ofan túnið. á Reykjum norðanvert er Litli- Geysir, liann hefir á seinni tímum haft lítið afl við það sem áður var. Um 1700 teptist hver þessi af skriðu, er yfir hann fell, og hafði hann áður orgað ógurlega. Nálægt 1860 gaus hann 20 fet í loft upp og við landskjálftannl829 er sagt að hann liafi gosið engu minna en Geysir hjá Haukadal. Sagt er að Litli-Geysir hafi fyr verið í Hveragerði, en flutt sig við Heklugosið 1597 þaðan á þann stað, sem hann er nú. (Ann álar Björns .á Skarðsá). 1815 seg- ir E. Henderson að hverinn hafi gosið 15 sinnum á sólarhring með miklum hávaða og gufumekki, 30 fet og stundum hærra. (Hjer má geta þess til samanburðar, að danskur lierforingi, Ohlsen að nafni, mældi gos Geysis í Hauka- dal 16. ágúst 1804 og reyndist það 212 fet á hæð). Hinum megin við Varmá er Hveragerði, það er stórt hver- stæði og hverahrúðursbreiða með fjölda mörgum hverum, laugum og smáum leirpyttum, hitinn í þess- um hverum er ýmislegur, frá 60—99 st. C. Hjer er alt miklu stórkostlegra en fyrir ofan ána, þó hve-rirnir gjósi ekki lengur, en auðsjeð er að jarðhitinn liefir átt hjer iitrás um langan tíma; merk- astir eru þar Árnahverir (sem Eggert Ólafsson kallaT Ákra- hveri) ; það eru tvær stórar skálar úr mjallahvítu hverahrúðri með blágrænu vatni í, mjög svipaðir Blesa við Geysi. Sagt er að vatn- ið standi lágt í annari skálinni, þegar það er liátt í hinni, altaf á víxl. Hvort skálar þessar eru leifar hins forna Litla-Geysis í H veragerði er nú ekki liægt að segja með vissu. Fyrir norðan og vestan Hveragerði, ofar í dalnum er gjósandi liver, sem heitir Grýta. A'ið jarðskjálftann 1789 breyttusr hverirnir mjög við Reyki, og margir nýir komu upp, en flestir þeirra hurfu þó fljótt aftur. Upp af Hveragerði mvndaðist líka stór hver við jarðskjálftana, nóttina milli 5. og 6. september 1896, með miklu orgi og óhljóðum; gaus hver þessi fyrst mest gufu, móbergs og hverahiiðursmolum og var gos- ið að sögn jafnhátt Reykjafjalli (6—700 fet). Fljótt dró J)ó úr gosum J>essa hvers, og fyrstu dag- ana gaus hann aðeins 10—12 álnir og um miðjan mánuðinn hætti hann öllum gosuni; 1897 var hver- inn orðinn kýrlátur og barmafull- ur af vatni með 72° lúta; hver- skálin var 50 fet á lengd og 25 fet á breidd og sporöskjulöguð. Eins og sjá má á frainanskráð- um lýsingum, ber þeim öllum sam- an um það, að Geysir hafi verið í Hveragerði. En þar hafa orðið svo miklar breytingar, að nú verð- ur ekki með vissu sagt hvar hánn hefir verið. Ingvar Þóroddsson fyrrum bóndi á Reykjum segist hafa heyrt vestasta hverinn í Hveragerði nefndan Geysi, og get ur lýsing Halfdans Jónssonar átt við hann. Og í valllendisba'rði rjett við þenna hver sjer enn móta fyrir gömlum götum, og gæti það ]íka stutt það, að þarna hafi Geysir verið. Aftur á móti segja aðrir, að Geysir sje horfinn með öllu og hafi verið norðar og austar, og þar hafi reiðgöturnar verið. En hvað sem um það er, J)á er víst, að Geysir héfir ekki verið undir Hamrinum og er því ekki sá hver, sem nú er farinn að gjósa. Þessi hver hefir ekki átt neitt nafn svo að menn viti, enda mun afar langt síðán að hann hefir gosið. í minni Jæirra manna, sem enn eru á besta skeiði, hafa orðið geisimiklar breytingar í Hvera- gerði. Ymsir hverir hafa horfið með öllu, en aðrir stækkað, eða myndast að nýju, svo sem víður hver og hyldjúpur rjett á lækjar- bakkanum. Þar var sljettur melur, en í jarðskjálfta hrundi þar nið- ur stykki og opnaðist þessi líka HtH hver. Annar hver sjóðheitur kom þá upp í sjálfum lækjarfar- veginum og gaus fram úr bakk- anum. Þessi hver hefir verið virkj aður fyrir mjólkurbúið, en hann getur vel horfið einhvern góðan veðurdag jafn skjótlega og hann birtist. Þannig er alt Hveragerði, sund- ursoðið og geta opnast hverir þegar minst varir, jafnvel þar sem húsin standa. Þess eru dæmi að jörðin hefir brostið undir fót- um manna og þeir hafa lent nið- ur í vellanda vatn og skaðbrenst. Annars eru mikil þægindi að jarðhitanum þarna fyrir bygðina, sem nú er óðum að rísa J>ar upp. Jarðhitinn er notaður til að hita húsin og heitt vatn er altaf við hendina. Og á mel milli tveggja hvera er „bakarí“ alls þorpsins og jafnvel sveitarinnar. Það er þannig, að grafnar eru holur nið- ur í melinn, rúmlega álnar djúp- ar. Niður í J)ær eru settir kassar með deigi í og svo mokað yfir. Og J)arna soðna brauðin og verða rauðseidd á nokkrum klukku- stundum. Það eru kölluð „hvera- brauð“ og þykja mjög lostæt. Hinum megin við ána hefir Litli Geysir verið virkjaður fyrir Reykjahælið. Gýs hann nú ekki lengur. En hver véit upp á hverju hann kann að finna ef snarpur jarðskjálfti kemur? Þorkell Þorkelsson veðurstofu- stjóri segist hafa mælt stóran ný- myndaðan hver í Hveragerði fyr- ir nokkrum árum. En er hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.