Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1935, Blaðsíða 8
32S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Minnismerki hjá Schipkaskarði. Á 1400 metra háum fjallshrygg hjá Schipkaskarði í Búlgaríu er búið að reisa þetta minnismerki um Búlgara þá, sem fellu í stríð- inu milli Kússa og Tyrkja 1877, og sem börðust fyrir sjálfstæði Búlgaríu. ir gætu varist ásælni og fjand- skap Indíánanna. Er White kom til Englanda, yar þar ait á tjá og tundri. Oíriður- mn við Spánverja var í uppsigl- ingu og ráðandi menn þar í iandi þóttust hafa öðrum hnöppum að hneppa en að veita fáeinum land- nemum í fjarlægri heimsálfu lið- veisiu. Og fyrst fjórum árum síð- ar, árið 1591, gat White iagt af stað að nýju til hjálpar vinum sínum og vandamönnum. Og er hann kom til Koanoko-eyjunnar, voru liðm nákvæmiega fjögur ár frá því að Virgima dótturdóttir hans fæddist. Svo hafði verið um talað, að ef landnemarnir þyrftu að flýja eyjuna, skyldu þeir rista á trjástofnana, hvert þeir hefðu flust búferlum, og ef krossmark væri rist þar undir, átti það að vera merki þess, að þeir væru í nauðum staddir. Þegar White steig á land á Roanoko-eyjunni, sá hann skjótlega hverskyns var. Vígið var fallið, og grasið óx o- áreitt, þar sem bjálkakofar land- nemanna höfðu verið. Undir einu Cedrus-trjenu fann hann fimm líkkistur, sem höfðu verið grafn- ar upp, og var búið að ræna lík- unum. Ennfremur fann hann tætlur af bókum sínum og mynd- um á víð og dreif. Á eitt trjánna sá hann að var rist með stóru letri orðið „Kroaton“, sem er nafn á nærliggjandi eyju. Þang- að ætluðu þeir sjer að fara, en fárviðri hið mesta hrakti þá á haf út, og þrátt fyrir fortölur og grátbænir White var skipstjór- inn ófáanlegur að leita strandar Ameríku að nýju, og sneri aftur heim til Englands, svo að White auðnaðist ekki að sjá framar dóttur sína og vini. Fyrst nokkrum árum síðar, í maímánuði árið 1607, náðu Eng- lendingar varanlegri fótfestu í Ameríku og stofnuðu þann ný- lendu-vísi, er síðar urðu hin víð- lendu og fólksmörgu enskumæl- andi lönd í Ameríku. Og þá fyrst fregnaðist um afdrif landnem- anna frá Roanoko-eyjunni. Indí- ánarnir greindu frá afdrifum þeirra og sögðu, að þeir hefðu um nokkurra ára skeið verið í góðri vináttu við frumbyggjana, þar til að þeir voru alt í einu og af óskiljanlegum ástæðum á- kærðir fyrir töfrabrögð og strá- drepnir, að undanskildum fjórum karlmönnum, tveimur drengjum og einu stúlkubarni, sem Indíána- höfðinginn hefði sjálfur náðað með sjerstakri viðhöfn. Hvort þessi telpa hefir verið Virginia Dare, er gáta, sem ald- rei verður ráðin. Smcelki. — Hvers vegna sagðirðu horna- leikaranum upp? — Vegna þess að það var altaf málmbragð að honum. — Jeg hefi einhversstaðar sjeð andlit yðar áður. — Það getur vel skeð. — En það hefir þá verið á öðr- um stað. — Það getur ekki verið. And- litið hefir altaf verið á sama stað. Kapphlaup var háð í Chelsea í Englandi í sumar og voru keppendur trumbuslagarar úr ýmsum her- deildum. Börðu þeir bumburnar látlaust, og sjest hjer einn þeirra á sprettinum . — Það er fallega gert af yður að vilja bera mig, en verðið þjer ekki sárfættur á grjótinu? — Grjóti? Hvaða grjóti? Frá Kína. Kennari: Teiknaðu nú upp landamæri vor Chin- Chu. — Það get jeg því miður ekki. Jeg hefi ekki lesið blöðin í morg- un. — Mundi frændi þinn eft:r þjer þegar hann samdi erfðaskrána? — Það er áreiðanlegt. .Jeg fekk ekki grænan eyri. ....———••••

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.